

UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes.
Ronda Rousey ætlar að taka sér tíma til að íhuga næstu skref á ferlinum; hvort hún leggur hanskana á hilluna eða heldur áfram.
LeBron James veit hvernig það er að komast á hæsta tindinn en vera svo allt í einu rifinn niður.
Amanda Nunes, heimsmeistari í bantamvigt, hefur fengið á baukinn fyrir að sýna Rondu Rousey mikla vanvirðingu eftir að hafa lamið hana í harðfisk á 48 sekúndum.
Ronda Rousey lét Amöndu Nunes lemja sig illa í bardaga þeirra um daginn og tók rúmar 7 milljónir króna fyrir hverja sekúndu í búrinu.
Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í umfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en hún telur að Ronda ætti að hætta ferlinum í UFC og að einbeita sér að leikaraferlinum.
Fyrstu tölur benda til þess að áhorfið á UFC 207 á næstsíðasta degi ársins hafi verið mjög gott þó svo það hafi verið mikil samkeppni í sjónvarpinu.