„Við erum ótrúlega þakklát að það muni fjölga um tvo í fjölskyldunni og viðviljum þakka ykkur fyrir heillaóskir ykkar,“ segir Beyonce meðal annars í færslunni.
Hin 35 ára Beyonce og hinn 47 ára Jay Z eiga fyrir Blue Ivy Carter sem kom í heiminn 7. janúar 2012.
Snemma vetrar 2014 var því slegið upp í erlendum miðlum að hjónakornin vildu gjarnan að næsta barn sitt yrði getið í Evrópu. Þar var sérstaklega talað um Frakkland og að parið langi til að setjast þar að til lengri tíma en dóttir þeirra, Blue Ivy, var einmitt getin í París.
Carter-hjónin eru svokallaðir Íslandsvinir og komu til landsins í desembermánuðu 2014. Þau gengu í það heilaga árið 2008.