Verður Holly Holm fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC? Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. febrúar 2017 22:30 Holm með spark í Mieshu Tate. Vísir/Getty UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en Holm ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. Holly Holm rotaði Rondu Rousey í nóvember 2015 og varð þar með aðeins önnur konan til að verða bantamvigtarmeistari kvenna í UFC. Sigurinn á Rousey var ein besta tæknilega frammistaða síðari ára í UFC þar sem hún lét þáverandi meistara líta út eins og nýliða. Holm náði þó ekki að fylgja sigrinum eftir og tapaði beltinu í sinni fyrstu titilvörn og tapaði svo aftur gegn Valentinu Shevchenko nokkrum mánuðum síðar. Núna hefur hún tapað tveimur bardögum í röð og hefur verið líkt við Buster Douglas sem var sá fyrsti til að vinna Mike Tyson en gerði svo ekkert meira en það út ferilinn. Holm hefur engan áhuga á að vera Buster Douglas MMA heimsins og mun freista þess að næla sér í nýtt belti í nýstofnaðri fjaðurvigt kvenna í nótt. Þar mætir hún Germaine de Randamie en báðar eru þær að koma upp í fjaðurvigtina úr bantamvigt UFC. Bardaginn í kvöld gæti orðið mjög áhugaverður enda eru hér að mætast tvær konur sem voru gífurlega sigursælar á sínum sviðum áður en þær skiptu yfir í MMA. Holly Holm var 19-faldur heimsmeistari í boxi og de Randamie tífaldur heimsmeistari í Muay Thai. Hin hollenska Germaine de Randamie er með þrjá sigra og eitt tap í UFC og hefur litið vel út í síðustu bardögum. Það verður þó að taka með í reikninginn að hún hefur ekki beint verið að sigra þær allra sterkustu í UFC en engin af þeim stelpum sem de Randamie hefur unnið er með sigur í UFC. Hennar eina tap kom svo gegn núverandi meistara í bantamvigtinni, Amöndu Nunes. En það sama mátti segja um Holly Holm áður en hún mætti Rondu Rousey. Holm hafði ekkert litið neitt stórkostlega út í UFC gegn meðal andstæðingum áður en hún mætti Rousey. Það er oft sagt að „styles make fights“ og á það svo sannarlega vel við í tilviki Holly Holm. Hún er best þegar hún getur setið til baka og beitt gagnárásum líkt og hún gat gert gegn Rondu Rousey. Þegar hún þarf að stjórna bardaganum, eins og gegn Valentinu Shevchenko, er hún í meiri vandræðum. Gegn de Randamie ætti hún að hafa færi á að sitja aðeins til baka og beita gagnárásunum enda vill de Randamie pressa fram. De Randamie er þó engin Ronda Rousey og mun ekki vaða óvitsmunalega áfram með andlitið á hnefa Holm. Sigurvegarinn í kvöld verður fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC en auk titilbardagans fáum við að sjá gömlu goðsögnina Anderson Silva mæta Derek Brunson. Þó Anderson Silva sé langt frá því að vera sami bardagamaður og hann var þegar hann réði lögum og lofum yfir millivigtinni, er ekki hægt að útiloka sigur eftir rothögg frá honum. UFC 208 fer fram í Brooklyn í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst kl 3 og verða fimm bardagar á dagskrá. MMA Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláklæddir vilja í Meistaradeild Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Í beinni: Tottenham - Southampton | Enda ófarirnar gegn botliðinu? Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni Sjá meira
UFC 208 fer fram í kvöld þar sem þær Holly Holm og Germaine de Randamie mætast í fyrsta fjaðurvigtarbardaga kvenna í UFC. Lítið hefur gengið hjá Holm eftir að hún vann Rondu Rousey en Holm ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum. Holly Holm rotaði Rondu Rousey í nóvember 2015 og varð þar með aðeins önnur konan til að verða bantamvigtarmeistari kvenna í UFC. Sigurinn á Rousey var ein besta tæknilega frammistaða síðari ára í UFC þar sem hún lét þáverandi meistara líta út eins og nýliða. Holm náði þó ekki að fylgja sigrinum eftir og tapaði beltinu í sinni fyrstu titilvörn og tapaði svo aftur gegn Valentinu Shevchenko nokkrum mánuðum síðar. Núna hefur hún tapað tveimur bardögum í röð og hefur verið líkt við Buster Douglas sem var sá fyrsti til að vinna Mike Tyson en gerði svo ekkert meira en það út ferilinn. Holm hefur engan áhuga á að vera Buster Douglas MMA heimsins og mun freista þess að næla sér í nýtt belti í nýstofnaðri fjaðurvigt kvenna í nótt. Þar mætir hún Germaine de Randamie en báðar eru þær að koma upp í fjaðurvigtina úr bantamvigt UFC. Bardaginn í kvöld gæti orðið mjög áhugaverður enda eru hér að mætast tvær konur sem voru gífurlega sigursælar á sínum sviðum áður en þær skiptu yfir í MMA. Holly Holm var 19-faldur heimsmeistari í boxi og de Randamie tífaldur heimsmeistari í Muay Thai. Hin hollenska Germaine de Randamie er með þrjá sigra og eitt tap í UFC og hefur litið vel út í síðustu bardögum. Það verður þó að taka með í reikninginn að hún hefur ekki beint verið að sigra þær allra sterkustu í UFC en engin af þeim stelpum sem de Randamie hefur unnið er með sigur í UFC. Hennar eina tap kom svo gegn núverandi meistara í bantamvigtinni, Amöndu Nunes. En það sama mátti segja um Holly Holm áður en hún mætti Rondu Rousey. Holm hafði ekkert litið neitt stórkostlega út í UFC gegn meðal andstæðingum áður en hún mætti Rousey. Það er oft sagt að „styles make fights“ og á það svo sannarlega vel við í tilviki Holly Holm. Hún er best þegar hún getur setið til baka og beitt gagnárásum líkt og hún gat gert gegn Rondu Rousey. Þegar hún þarf að stjórna bardaganum, eins og gegn Valentinu Shevchenko, er hún í meiri vandræðum. Gegn de Randamie ætti hún að hafa færi á að sitja aðeins til baka og beita gagnárásunum enda vill de Randamie pressa fram. De Randamie er þó engin Ronda Rousey og mun ekki vaða óvitsmunalega áfram með andlitið á hnefa Holm. Sigurvegarinn í kvöld verður fyrsti fjaðurvigtarmeistari kvenna í UFC en auk titilbardagans fáum við að sjá gömlu goðsögnina Anderson Silva mæta Derek Brunson. Þó Anderson Silva sé langt frá því að vera sami bardagamaður og hann var þegar hann réði lögum og lofum yfir millivigtinni, er ekki hægt að útiloka sigur eftir rothögg frá honum. UFC 208 fer fram í Brooklyn í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst kl 3 og verða fimm bardagar á dagskrá.
MMA Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláklæddir vilja í Meistaradeild Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Í beinni: Tottenham - Southampton | Enda ófarirnar gegn botliðinu? Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni Sjá meira