Orri Freyr: Varnarleikurinn er lykillinn að öllum sigrum Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. febrúar 2017 19:45 Bræðurnir Orri Freyr Gíslason og Ýmir Örn Gíslason áttu flottan leik í vörn Valsmanna sem vörðu bikarmeistaratitilinn í gær með 26-22 sigri á Aftureldingu í Laugardalshöllinni en þetta var tíundi bikarmeistaratitill Valsmanna. Aðeins vika er síðan liðið lék tvo leiki á skömmum tíma í Áskorendabikar Evrópu í handbolta en leikirnir fóru fram í Svartfjallalandi og slógu Valsmenn RK Partizan út á heimavelli þeirra. Guðjón Guðmundsson ræddi við þá bræðurna í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrst og fremst er það kollurinn sem skilar þessu en svo var þetta frábærlega sett upp hjá þjálfurunum og það voru allir tilbúnir í þetta. Það voru allir að vinna að sama markmiðinu að vinna leikina og að komast sem lengst. Við erum með samheldinn hóp sem er tilbúinn að tækla hvaða vandamál sem er saman ,“ sagði Orri Freyr.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Bræðurnir gáfu ekkert eftir í varnarleiknum í Höllinni. „Varnarleikur er lykillinn að öllum sigrum, sumir segja að sóknir vinni titla en ég er ósammála því. Það eru varnirnar sem vinna titla,“ sagði Orri en Ými þykir bardaginn í vörninni skemmtilegur. „Það er það skemmtilegasta að vera í vörninni, þegar einhver kemur að manni og maður nær að stoppa hann. Það er æðisleg tilfinning,“ sagði Ýmir sem segir það gott að spila með bróðir sínum. „Það er nokkuð gott að hafa hann þarna, yfirleitt hefur hann rétt fyrir sér en þó ekki alltaf. Þá hlustar maður á hann en maður er duglegur að láta hann heyra það ef hann hefur rangt fyrir sér,“ sagði Ýmir en þriðji bróðirinn varð bikarmeistari með þriðja flokk Valsmanna í dag. Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Bræðurnir Orri Freyr Gíslason og Ýmir Örn Gíslason áttu flottan leik í vörn Valsmanna sem vörðu bikarmeistaratitilinn í gær með 26-22 sigri á Aftureldingu í Laugardalshöllinni en þetta var tíundi bikarmeistaratitill Valsmanna. Aðeins vika er síðan liðið lék tvo leiki á skömmum tíma í Áskorendabikar Evrópu í handbolta en leikirnir fóru fram í Svartfjallalandi og slógu Valsmenn RK Partizan út á heimavelli þeirra. Guðjón Guðmundsson ræddi við þá bræðurna í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrst og fremst er það kollurinn sem skilar þessu en svo var þetta frábærlega sett upp hjá þjálfurunum og það voru allir tilbúnir í þetta. Það voru allir að vinna að sama markmiðinu að vinna leikina og að komast sem lengst. Við erum með samheldinn hóp sem er tilbúinn að tækla hvaða vandamál sem er saman ,“ sagði Orri Freyr.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Bræðurnir gáfu ekkert eftir í varnarleiknum í Höllinni. „Varnarleikur er lykillinn að öllum sigrum, sumir segja að sóknir vinni titla en ég er ósammála því. Það eru varnirnar sem vinna titla,“ sagði Orri en Ými þykir bardaginn í vörninni skemmtilegur. „Það er það skemmtilegasta að vera í vörninni, þegar einhver kemur að manni og maður nær að stoppa hann. Það er æðisleg tilfinning,“ sagði Ýmir sem segir það gott að spila með bróðir sínum. „Það er nokkuð gott að hafa hann þarna, yfirleitt hefur hann rétt fyrir sér en þó ekki alltaf. Þá hlustar maður á hann en maður er duglegur að láta hann heyra það ef hann hefur rangt fyrir sér,“ sagði Ýmir en þriðji bróðirinn varð bikarmeistari með þriðja flokk Valsmanna í dag.
Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira