Enn er hægt að flytja birgðir til borgarinnar yfir Efratánna til suðurs.
„Þetta er stór sigur, en það er enn mikið sem þarf að gera,“ segir meðlimur SDF við Reuters. SDF er stutt með loftárásum og sérsveitum Bandaríkjanna. Brýr við Raqqa hafa verið eyðilagðar í loftárásum.

Með sókn sinni hefur stjórnarherinn króað Tyrki og bandamenn þeirra af í norðurhluta landsins. Yfirvöld í Ankara vilja að uppreisnarmennirnir sem þeir styðja við leiði sóknina gegn Raqqa, en SDF hefur nú unnið að því að umkringja borgina frá því í nóvember.
Stuðningur Bandaríkjanna við SDF hefur leitt til deilna á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. Sýrlenskir Kúrdar, YPG, mynda stóran hluta SDF og Tyrkir líta á þá sem hryðjuverkamenn.
Heimildarmaður Reuters í stjórnarhernum segir óreiðu ríkja meðal leiðtoga ISIS.
AFP fréttaveitan segir frá því að ISIS-liðar í Raqqa hafa komið á reglum um klæðaburð borgara. Þannig vilji þeir gera vígamönnum sínum auðveldara með að felast meðal borgara og forðast loftárásir.