Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2017 09:30 Haraldur Nelson með syni sínum Gunnari Nelson. vísir/böddi tg Ekkert varð af bardaga Rússans Khabib Nurmagomedov og Bandaríkjamannsins Tony Ferguson um bráðabirgðatitilinn í léttvigt í UFC um síðustu helgi þar sem bruna þurfti með Nurmagomedov á sjúkrahús tveimur dögum fyrir bardagakvöldið. Nurmagomedov fór illa út úr niðurskurðinum fyrir bardagann en síðasta vikan áður en haldið er í búrið snýst að mestu leyti um að missa þau kíló sem til þarf að fá að keppa. Sumt bardagafólk gengur alltof langt í þessu og fór Rússinn ansi illa með sjálfan sig að þessu sinni. Hann stoppaði ekki lengi við á spítalanum en Nurmagomedov var sendur aftur heim eftir stutta meðferð sama kvöld og hann lagðist inn. Haraldur Dean Nelson, faðir og annar umboðsmanna Gunnar Nelson, hefur lengi verið á móti þessum svakalega niðurskurði sem er lífhættulegur. Gunnar hefur aldrei þurft að missa nema fáein kíló fyrir sína bardaga og fer ávallt létt með það.Haraldur lét í sér heyra þegar bardagakonan Cris Cyborg þurfti að skera sig niður um ellefu kíló á fjórum dögum á síðasta ári. Þar var öllum brögðum beitt og var hún meðal annars sett á pilluna í aðdraganda bardagans. „Þetta er svo yfirgengilega og ótrúlega heimskt. UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr við að skera sig niður fyrir bardaga,“ sagði Haraldur á Facebook-síðu sinni á þeim tíma. Honum var heldur ekki skemmt að sjá fréttirnar af Nurmagomedov. Hann deilir frétt UFC um málið á Facebook og skrifar: „Byrjar þetta aftur! Hvenær á að hætta þessum svakalega niðurskurðar kjaftæði? Þegar að einhver deyr?“ Haraldur ræddi þessi mál einnig í ítarlegu viðtal við MMAViking.com fyrir tveimur árum síðan en það má finna hér. MMA Tengdar fréttir Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Ekkert varð af bardaga Rússans Khabib Nurmagomedov og Bandaríkjamannsins Tony Ferguson um bráðabirgðatitilinn í léttvigt í UFC um síðustu helgi þar sem bruna þurfti með Nurmagomedov á sjúkrahús tveimur dögum fyrir bardagakvöldið. Nurmagomedov fór illa út úr niðurskurðinum fyrir bardagann en síðasta vikan áður en haldið er í búrið snýst að mestu leyti um að missa þau kíló sem til þarf að fá að keppa. Sumt bardagafólk gengur alltof langt í þessu og fór Rússinn ansi illa með sjálfan sig að þessu sinni. Hann stoppaði ekki lengi við á spítalanum en Nurmagomedov var sendur aftur heim eftir stutta meðferð sama kvöld og hann lagðist inn. Haraldur Dean Nelson, faðir og annar umboðsmanna Gunnar Nelson, hefur lengi verið á móti þessum svakalega niðurskurði sem er lífhættulegur. Gunnar hefur aldrei þurft að missa nema fáein kíló fyrir sína bardaga og fer ávallt létt með það.Haraldur lét í sér heyra þegar bardagakonan Cris Cyborg þurfti að skera sig niður um ellefu kíló á fjórum dögum á síðasta ári. Þar var öllum brögðum beitt og var hún meðal annars sett á pilluna í aðdraganda bardagans. „Þetta er svo yfirgengilega og ótrúlega heimskt. UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr við að skera sig niður fyrir bardaga,“ sagði Haraldur á Facebook-síðu sinni á þeim tíma. Honum var heldur ekki skemmt að sjá fréttirnar af Nurmagomedov. Hann deilir frétt UFC um málið á Facebook og skrifar: „Byrjar þetta aftur! Hvenær á að hætta þessum svakalega niðurskurðar kjaftæði? Þegar að einhver deyr?“ Haraldur ræddi þessi mál einnig í ítarlegu viðtal við MMAViking.com fyrir tveimur árum síðan en það má finna hér.
MMA Tengdar fréttir Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00