Fengu símtal eftir að Gunnar lýsti því sjálfur yfir að hann vildi berjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. mars 2017 19:00 Eftir þrálátar tilraunir umboðsmanna Gunnars Nelson var það eiginlega hann sjálfur sem tryggði sér bardagann á móti Alan Jouban á laugardaginn. Gunnar Nelson snýr aftur í búrið eftir tíu mánaða fjarveru á laugardaginn þegar hann berst við Bandaríkjamanninn Alan Jouban í O2-höllinni í London. Haraldur Nelson, faðir hans og annar tveggja umboðsmanna, fagnar því að sonurinn sé aftur á leið í bardaga eftir að verða af bardaga í Dyflinni í nóvember í fyrra. „Það tók alveg á. Það var ömurlegt að missa af aðalbardaga og þurfa að hætta við það og allan spenninginn sem var í Írlandi fyrir því. En svona er þetta. Það tók smá tíma að koma til baka en það gerist á laugardaginn,“ segir Haraldur. Haraldur og hinn umboðsmaður Gunnars, Bandaríkjamaðurinn Audie Attar, voru búnir að lýsa því yfir að Gunnar vildi berjast í London en viðbrögðin af hálfu UFC voru ekki mikil. Það gerðist ekkert fyrr en Gunnar lét sjálfur vita af sér. „Kannski höfðu þeir einhverjar áhyggjur af því að Gunni væri ekki orðinn alveg heill í ökklanum. Síðan lýsti Gunni sjálfur því yfir í viðtali að hann vildi berjast í London og þá tveimur dögum seinna fékk ég símtal þar sem UFC vildi endilega setja hann á kortið,“ segir Haraldur. Þrátt fyrir að erfiðlega gekk að koma Gunnari aftur í búrið að þessu sinni segir Haraldur stöðu sonarsins innan UFC vera góða. „Í raun og veru held ég að hún hafi ekkert breyst. Við vorum aðeins að spá í þessu þegar að það var ekki haft samband út af London-kortinu en svo voru þeir orðnir mjög spenntir að fá hann inn,“ segir Haraldur Nelson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). MMA Tengdar fréttir Gunnar í upptökum fyrir UFC | Myndir Gunnar Nelson eyddi deginum í að taka upp kynningarefni fyrir UFC fyrir bardagann á laugardaginn. 15. mars 2017 14:00 Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00 Jouban skellti sér í ísbað í ruslatunnu | Myndband Alan Jouban, andstæðingur Gunnars Nelson um helgina, kom til London í gær en hann hélt dagbók fyrir UFC áður en hann kom til Evrópu frá Bandaríkjunum. 15. mars 2017 14:30 „Jouban getur gert margt til að ógna Gunnari“ Næsti mótherji Gunnars Nelson þykir ekki jafngóður glímumaður og íslenska undrið en hann lumar á ýmsum vopnum eins og góðum spörkum. 15. mars 2017 11:00 Jón Viðar: Tilfinningin er eins og að þú sért fótbrotinn Gunnar Nelson hugsar oftast lítið um andstæðinginn þegar hann berst en hann er að undirbúa sig fyrir helsta vopn Alans Joubans. 15. mars 2017 16:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Eftir þrálátar tilraunir umboðsmanna Gunnars Nelson var það eiginlega hann sjálfur sem tryggði sér bardagann á móti Alan Jouban á laugardaginn. Gunnar Nelson snýr aftur í búrið eftir tíu mánaða fjarveru á laugardaginn þegar hann berst við Bandaríkjamanninn Alan Jouban í O2-höllinni í London. Haraldur Nelson, faðir hans og annar tveggja umboðsmanna, fagnar því að sonurinn sé aftur á leið í bardaga eftir að verða af bardaga í Dyflinni í nóvember í fyrra. „Það tók alveg á. Það var ömurlegt að missa af aðalbardaga og þurfa að hætta við það og allan spenninginn sem var í Írlandi fyrir því. En svona er þetta. Það tók smá tíma að koma til baka en það gerist á laugardaginn,“ segir Haraldur. Haraldur og hinn umboðsmaður Gunnars, Bandaríkjamaðurinn Audie Attar, voru búnir að lýsa því yfir að Gunnar vildi berjast í London en viðbrögðin af hálfu UFC voru ekki mikil. Það gerðist ekkert fyrr en Gunnar lét sjálfur vita af sér. „Kannski höfðu þeir einhverjar áhyggjur af því að Gunni væri ekki orðinn alveg heill í ökklanum. Síðan lýsti Gunni sjálfur því yfir í viðtali að hann vildi berjast í London og þá tveimur dögum seinna fékk ég símtal þar sem UFC vildi endilega setja hann á kortið,“ segir Haraldur. Þrátt fyrir að erfiðlega gekk að koma Gunnari aftur í búrið að þessu sinni segir Haraldur stöðu sonarsins innan UFC vera góða. „Í raun og veru held ég að hún hafi ekkert breyst. Við vorum aðeins að spá í þessu þegar að það var ekki haft samband út af London-kortinu en svo voru þeir orðnir mjög spenntir að fá hann inn,“ segir Haraldur Nelson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
MMA Tengdar fréttir Gunnar í upptökum fyrir UFC | Myndir Gunnar Nelson eyddi deginum í að taka upp kynningarefni fyrir UFC fyrir bardagann á laugardaginn. 15. mars 2017 14:00 Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00 Jouban skellti sér í ísbað í ruslatunnu | Myndband Alan Jouban, andstæðingur Gunnars Nelson um helgina, kom til London í gær en hann hélt dagbók fyrir UFC áður en hann kom til Evrópu frá Bandaríkjunum. 15. mars 2017 14:30 „Jouban getur gert margt til að ógna Gunnari“ Næsti mótherji Gunnars Nelson þykir ekki jafngóður glímumaður og íslenska undrið en hann lumar á ýmsum vopnum eins og góðum spörkum. 15. mars 2017 11:00 Jón Viðar: Tilfinningin er eins og að þú sért fótbrotinn Gunnar Nelson hugsar oftast lítið um andstæðinginn þegar hann berst en hann er að undirbúa sig fyrir helsta vopn Alans Joubans. 15. mars 2017 16:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Gunnar í upptökum fyrir UFC | Myndir Gunnar Nelson eyddi deginum í að taka upp kynningarefni fyrir UFC fyrir bardagann á laugardaginn. 15. mars 2017 14:00
Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00
Jouban skellti sér í ísbað í ruslatunnu | Myndband Alan Jouban, andstæðingur Gunnars Nelson um helgina, kom til London í gær en hann hélt dagbók fyrir UFC áður en hann kom til Evrópu frá Bandaríkjunum. 15. mars 2017 14:30
„Jouban getur gert margt til að ógna Gunnari“ Næsti mótherji Gunnars Nelson þykir ekki jafngóður glímumaður og íslenska undrið en hann lumar á ýmsum vopnum eins og góðum spörkum. 15. mars 2017 11:00
Jón Viðar: Tilfinningin er eins og að þú sért fótbrotinn Gunnar Nelson hugsar oftast lítið um andstæðinginn þegar hann berst en hann er að undirbúa sig fyrir helsta vopn Alans Joubans. 15. mars 2017 16:00