Þvílíkur styrkur að klára þetta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2017 07:00 Aron Dagur Pálsson skoraði níu mörk þegar Grótta vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 27-29, á laugardaginn. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Gróttu í botnbaráttunni/baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en liðið er í 7. sæti Olís-deildar karla með 18 stig, einu stigi frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Haukar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu góðu forskoti. En þökk sé tveimur mörkum frá Aroni Degi undir lok fyrri hálfleiks var munurinn í hálfleik aðeins fjögur mörk, 18-14. Seltirningar sýndu svo mikinn styrk í seinni hálfleik og náðu að landa sigrinum. „Þeir náðu 6-7 marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik og þetta var orðið svart. En fjögur mörk í hálfleik var ekkert hræðilegt og við jöfnuðum eiginlega strax í seinni hálfleik. Síðan var þetta hörkuleikur allt til enda,“ sagði Aron Dagur sem hefur skorað 66 mörk í 18 deildarleikjum á tímabilinu. „Við höfum oft verið í jöfnum leikjum í vetur og tapað þeim. En við sýndum þvílíkan styrk að klára þetta. Varnarleikurinn var frábær í seinni hálfleik og markvarslan var góð allan leikinn. Síðan kláruðum við sóknirnar okkar miklu betur.“ Grótta byrjaði tímabilið af krafti og fékk sjö stig út úr fyrstu fjórum leikjunum. En átta af næstu 10 leikjum töpuðust og staðan var ekkert sérstaklega góð. Seltirningar hafa hins vegar verið á ágætis skriði eftir áramót; unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum. „Það urðu miklar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili og við fengum nánast nýja útilínu fyrir utan mig. Ég held að menn hafi bara verið að læra hver á annan en núna er þetta allt vonandi að smella,“ sagði Aron Dagur. Að hans sögn var markmið Gróttu að vera á svipuðum stað og í fyrra en þá lenti liðið í 5. sæti Olís-deildarinnar. Aron Dagur er hluti af U-21 árs liði Íslands sem keppir á HM í Alsír í sumar. Miklar væntingar eru gerðar til strákanna en þessi sami hópur vann til bronsverðlauna á HM U-19 ára fyrir tveimur árum. Aron Dagur segir að íslenska liðið setji stefnuna á að vinna til verðlauna í sumar. „Þetta er stórt tækifæri fyrir alla sem eru í liðinu. Við ætlum að vinna til verðlauna og vonandi verður réttur litur á þeim. Það hentar okkur vel að vera með háleit markmið,“ sagði Aron Dagur. Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Aron Dagur Pálsson skoraði níu mörk þegar Grótta vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 27-29, á laugardaginn. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Gróttu í botnbaráttunni/baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en liðið er í 7. sæti Olís-deildar karla með 18 stig, einu stigi frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Haukar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu góðu forskoti. En þökk sé tveimur mörkum frá Aroni Degi undir lok fyrri hálfleiks var munurinn í hálfleik aðeins fjögur mörk, 18-14. Seltirningar sýndu svo mikinn styrk í seinni hálfleik og náðu að landa sigrinum. „Þeir náðu 6-7 marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik og þetta var orðið svart. En fjögur mörk í hálfleik var ekkert hræðilegt og við jöfnuðum eiginlega strax í seinni hálfleik. Síðan var þetta hörkuleikur allt til enda,“ sagði Aron Dagur sem hefur skorað 66 mörk í 18 deildarleikjum á tímabilinu. „Við höfum oft verið í jöfnum leikjum í vetur og tapað þeim. En við sýndum þvílíkan styrk að klára þetta. Varnarleikurinn var frábær í seinni hálfleik og markvarslan var góð allan leikinn. Síðan kláruðum við sóknirnar okkar miklu betur.“ Grótta byrjaði tímabilið af krafti og fékk sjö stig út úr fyrstu fjórum leikjunum. En átta af næstu 10 leikjum töpuðust og staðan var ekkert sérstaklega góð. Seltirningar hafa hins vegar verið á ágætis skriði eftir áramót; unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum. „Það urðu miklar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili og við fengum nánast nýja útilínu fyrir utan mig. Ég held að menn hafi bara verið að læra hver á annan en núna er þetta allt vonandi að smella,“ sagði Aron Dagur. Að hans sögn var markmið Gróttu að vera á svipuðum stað og í fyrra en þá lenti liðið í 5. sæti Olís-deildarinnar. Aron Dagur er hluti af U-21 árs liði Íslands sem keppir á HM í Alsír í sumar. Miklar væntingar eru gerðar til strákanna en þessi sami hópur vann til bronsverðlauna á HM U-19 ára fyrir tveimur árum. Aron Dagur segir að íslenska liðið setji stefnuna á að vinna til verðlauna í sumar. „Þetta er stórt tækifæri fyrir alla sem eru í liðinu. Við ætlum að vinna til verðlauna og vonandi verður réttur litur á þeim. Það hentar okkur vel að vera með háleit markmið,“ sagði Aron Dagur.
Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira