Arnar: Við féllum bara á prófinu Gabríel Sighvatsson í Vestmanneyjum skrifar 29. mars 2017 21:02 Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV. Vísir/Vilhelm Það var enginn sáttur með einungis eitt stig í Vestmanneyjum í dag og það átti líka við um Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV. Lærsveinar hans nánast misstu frá sér deildarmeistaratitilinn með því að gera 22-22 jafntefli á móti botnliði Akureyrar. „Við ætluðum okkur að sjálfsögðu bæði stigin og halda áfram á þeirri leið sem við vorum á fyrir leikinn en það klikkaði.“ sagði Arnar. „Ég held að við höfum fallið á undirbúningsprófinu, við vorum klárlega ekki undirbúnir fyrir þennan fæting og þessa vörn sem Akureyringarnir spiluðu, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og við einfaldlega bökkuðum svolítið út úr þeim. Tvö mörk á 15 mínútum er bara ekki boðlegt,“ sagði Arnar. Arnar segir að spilamennskan hjá liðinu hafi heilt yfir ekki verið nógu góð. „Nei, alls ekki, þetta eru klárlega tröppur niður á við, ég hef alltaf talað um tröppurnar upp á við sem við höfum verið að taka undanfarið og núna tókum við klárlega tröppur niður á við og við þurfum að stökkva upp á við í næsta leik,“ sagði Arnar. „Við þurfum að læra að takast á við það að eiga að gera eitthvað, það má vel vera að það hafi truflað okkur og það má vel vera að mjög góð spilamennska gegn Haukum í síðasta leik hafi látið menn halda að það væri eitthvað komið sem var það ekki. Þetta er bara þannig sport að ef menn eru ekki 100 prósent klárir þá lenda menn í vandræðum og við lentum í bullandi vandræðum gegn baráttuglöðum og flottum Akureyringum,“ sagði Arnar. Arnar fannst dómararnir standa sig vel í dag en margir vildi meina að vafasamir dómar hefðu fallið og að þeir hafi ekki leyft leiknum að flæða nógu mikið. „Mér fannst þeir setja góða línu sem á við um bæði lið. Mér fannst Akureyringarnir spila betur á þeirri línu en við og nálguðumst hana af meiri skynsemi. Mér fannst ekkert að þeirra störfum í dag og við féllum bara á prófinu,“ sagði Arnar. Arnar vill að sjálfsögðu ná í sigur fyrir úrslitakeppnina sem er framundan. „Við viljum sjá okkar leik verða betri og betri, við þurfum aðeins að svara fyrir það í næsta leik og sýna úr hverju við erum gerðir, við þurfum að rífa okkur upp úr þessu,“ sagði Arnar. Kári Kristján Kristjánsson var ekki með í dag og það sama átti við um Ágúst Emil Grétarsson. „Kári var í læknismeðferð í Reykjavík í gær og þarf nokkra daga til að jafna sig og Ágúst er meiddur,“ sagði Arnar um stöðuna á þeim tveimur. Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Það var enginn sáttur með einungis eitt stig í Vestmanneyjum í dag og það átti líka við um Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV. Lærsveinar hans nánast misstu frá sér deildarmeistaratitilinn með því að gera 22-22 jafntefli á móti botnliði Akureyrar. „Við ætluðum okkur að sjálfsögðu bæði stigin og halda áfram á þeirri leið sem við vorum á fyrir leikinn en það klikkaði.“ sagði Arnar. „Ég held að við höfum fallið á undirbúningsprófinu, við vorum klárlega ekki undirbúnir fyrir þennan fæting og þessa vörn sem Akureyringarnir spiluðu, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og við einfaldlega bökkuðum svolítið út úr þeim. Tvö mörk á 15 mínútum er bara ekki boðlegt,“ sagði Arnar. Arnar segir að spilamennskan hjá liðinu hafi heilt yfir ekki verið nógu góð. „Nei, alls ekki, þetta eru klárlega tröppur niður á við, ég hef alltaf talað um tröppurnar upp á við sem við höfum verið að taka undanfarið og núna tókum við klárlega tröppur niður á við og við þurfum að stökkva upp á við í næsta leik,“ sagði Arnar. „Við þurfum að læra að takast á við það að eiga að gera eitthvað, það má vel vera að það hafi truflað okkur og það má vel vera að mjög góð spilamennska gegn Haukum í síðasta leik hafi látið menn halda að það væri eitthvað komið sem var það ekki. Þetta er bara þannig sport að ef menn eru ekki 100 prósent klárir þá lenda menn í vandræðum og við lentum í bullandi vandræðum gegn baráttuglöðum og flottum Akureyringum,“ sagði Arnar. Arnar fannst dómararnir standa sig vel í dag en margir vildi meina að vafasamir dómar hefðu fallið og að þeir hafi ekki leyft leiknum að flæða nógu mikið. „Mér fannst þeir setja góða línu sem á við um bæði lið. Mér fannst Akureyringarnir spila betur á þeirri línu en við og nálguðumst hana af meiri skynsemi. Mér fannst ekkert að þeirra störfum í dag og við féllum bara á prófinu,“ sagði Arnar. Arnar vill að sjálfsögðu ná í sigur fyrir úrslitakeppnina sem er framundan. „Við viljum sjá okkar leik verða betri og betri, við þurfum aðeins að svara fyrir það í næsta leik og sýna úr hverju við erum gerðir, við þurfum að rífa okkur upp úr þessu,“ sagði Arnar. Kári Kristján Kristjánsson var ekki með í dag og það sama átti við um Ágúst Emil Grétarsson. „Kári var í læknismeðferð í Reykjavík í gær og þarf nokkra daga til að jafna sig og Ágúst er meiddur,“ sagði Arnar um stöðuna á þeim tveimur.
Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira