Sunna Rannveig með sigur í hörðum bardaga Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. mars 2017 04:23 Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. Sunna mætti Mallory Martin á Invicta FC 22 bardagakvöldinu í Kansas í nótt. Sunna vann fyrsta atvinnubardaga sinn í Invicta í september þegar hún sigraði Ashley Greenway eftir dómaraákvörðun í fremur einhliða bardaga. Bardaginn gegn Martin í nótt var talsvert erfiðari fyrir Sunnu og gríðarlega jafn. Sunna vann fyrstu lotuna og náði að vanka Martin í 1. lotu með góðri fléttu. Martin kom sterk til leiks í 2. lotu og náði sjálf að vanka Sunnu og valda henni töluverðum vandræðum. Sunna fékk smá skurð fyrir ofan vinstra augað og kláraði Martin 2. lotuna með fellu. Á þessum tímapunkti var farið að hægjast á Sunnu á meðan Martin virtist vera að sækja í sig veðrið. Það var því allt undir fyrir þriðju og síðustu lotuna. Sunna kom sterk til baka og endaði á að sigra lotuna sem skilaði henni sigri. Sunna sigraði eftir einróma dómaraákvörðun en tveir dómaranna gáfu henni tvær lotur (1. og 3. lotuna) og Martin eina en einn dómaranna gaf Sunnu allar þrjár loturnar. Sunna er því 2-0 sem atvinnumaður og getur vel við unað eftir frábæra frammistöðu í afar jöfnum og erfiðum bardaga. Í viðtalinu eftir bardagann þakkaði Sunna fyrir stuðninginn heima en bardaginn var einn besti bardagi kvöldsins á Invicta FC 22 bardagakvöldinu. MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00 Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00 Sunna Rannveig þurfti að klifra yfir eldri konu til að komast á klósettið Það gekk erfiðlega hjá Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur að komast til Kansas en nú er allt klárt fyrir bardagann annað kvöld. 24. mars 2017 10:30 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann í nótt sinn annan atvinnubardaga á ferlinum. Sunna bar sigur úr býtum gegn Mallory Martin í afar jöfnum bardaga. Sunna mætti Mallory Martin á Invicta FC 22 bardagakvöldinu í Kansas í nótt. Sunna vann fyrsta atvinnubardaga sinn í Invicta í september þegar hún sigraði Ashley Greenway eftir dómaraákvörðun í fremur einhliða bardaga. Bardaginn gegn Martin í nótt var talsvert erfiðari fyrir Sunnu og gríðarlega jafn. Sunna vann fyrstu lotuna og náði að vanka Martin í 1. lotu með góðri fléttu. Martin kom sterk til leiks í 2. lotu og náði sjálf að vanka Sunnu og valda henni töluverðum vandræðum. Sunna fékk smá skurð fyrir ofan vinstra augað og kláraði Martin 2. lotuna með fellu. Á þessum tímapunkti var farið að hægjast á Sunnu á meðan Martin virtist vera að sækja í sig veðrið. Það var því allt undir fyrir þriðju og síðustu lotuna. Sunna kom sterk til baka og endaði á að sigra lotuna sem skilaði henni sigri. Sunna sigraði eftir einróma dómaraákvörðun en tveir dómaranna gáfu henni tvær lotur (1. og 3. lotuna) og Martin eina en einn dómaranna gaf Sunnu allar þrjár loturnar. Sunna er því 2-0 sem atvinnumaður og getur vel við unað eftir frábæra frammistöðu í afar jöfnum og erfiðum bardaga. Í viðtalinu eftir bardagann þakkaði Sunna fyrir stuðninginn heima en bardaginn var einn besti bardagi kvöldsins á Invicta FC 22 bardagakvöldinu.
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00 Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00 Sunna Rannveig þurfti að klifra yfir eldri konu til að komast á klósettið Það gekk erfiðlega hjá Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur að komast til Kansas en nú er allt klárt fyrir bardagann annað kvöld. 24. mars 2017 10:30 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Sunna Rannveig: Stressuð fyrir bardagann en allt lagaðist í búrinu Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst öðru sinni í Invicta FC á laugardaginn en bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. 23. mars 2017 10:00
Myndasyrpa: Undirbúningur Sunnu gengur vel Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur aftur inn í búrið í Invicta FC í kvöld þegar hún mætir Mallory Martin en báðar unnu sinn fyrsta atvinnumannabardaga. 25. mars 2017 14:00
Sunna Rannveig þurfti að klifra yfir eldri konu til að komast á klósettið Það gekk erfiðlega hjá Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur að komast til Kansas en nú er allt klárt fyrir bardagann annað kvöld. 24. mars 2017 10:30