Varð ástfangin af Latabæ og styður Ísland í heimasaumaðri landsliðstreyju Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 13:57 Heimir með hinni tíu ára Mirey, sem er með nafnið sitt saumað í treyjunna, við hlið merkis KSÍ. Vísir/E. Stefán Það var falleg stund þegar tíu ára albönsk stúlka heilsaði upp á Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska landsliðsins í knattsspyrnu, fyrir æfingu liðsins í Shkoder í morgun. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á morgun en feðgin frá höfuðborginni Tirana lögðu leið sína til Shkoder til að hitta íslenska landsliðið og sjá leikinn á morgun. Vísir talaði við föður hennar, Rezar Vaqari, eftir að dóttir hans, hin tíu ára Mirey, hafði fengið mynd af sér með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara. Hún sagði þjálfaranum stolt frá því að treyjan væri heimasaumuð - og að pabbi hennar hefði saumað hana. Ekki nóg með það heldur saumaði faðir hennar einnig hvítan íslenskan landsliðsbúning fyrir stúlkuna sína, sem væri algerlega hugfangin af Íslandi. Rezar sagði að fyrir 4-5 árum síðan hafði Mirey mikið dálæti á Latabæ, og þá sérstaklega aðalleikarnum Magnúsi Scheving. „Hann er myndarlegur maður og var í miklu uppáhaldi hjá henni,“ sagði faðirinn í léttum dúr. „Við komumst að því að þetta væri íslensk framleiðsla og íslenskur leikari. Þá fórum við að lesa meira um Ísland. Um hverina, landafræðina, Reykjavík og sögu landsins. Hún varð ástfangin af Íslandi.“ „Og við elskum fótbolta. Við elskum að spila fótbolta og við elskum að horfa á fótbolta. Aðalliðið okkar er Tirana FC en næst á eftir hjá Mirey er íslenska landsliðið.“ Rezar segir að þau feðgin hafi fylgst grannt með gengi Íslands í undankeppni EM 2016, aðalkeppninni sjálfri í Frakklandi og hverjum leik eftir það. „Við horfðum á leikinn gegn Finnlandi, þar sem Ísland skoraði tvö mörk á síðustu mínútunum. Það var mjög tilfinningarík stund.“ Sjálfur styður Rezar enska landsliðið og skartaði derhúfu merktri enska landsliðinu. „Þegar það kom svo í ljós að Ísland og England myndu mætast í 16-liða úrslitunum þá spurði hún hvað í ósköpunum við ættum eiginlega að gera? En þetta var allt saman mjög skemmtilegt og ég gladdist auðvitað mjög fyrir hennar hönd.“ Það var greinilegt samband þeirra feðgina er afar náið og þar spilar Latibær og íslenska knattspyrnulandsliðið stórt hlutverk, sem var einstakt að upplifa af stuttu spjalli blaðamanns við feðginin. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Það var falleg stund þegar tíu ára albönsk stúlka heilsaði upp á Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska landsliðsins í knattsspyrnu, fyrir æfingu liðsins í Shkoder í morgun. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á morgun en feðgin frá höfuðborginni Tirana lögðu leið sína til Shkoder til að hitta íslenska landsliðið og sjá leikinn á morgun. Vísir talaði við föður hennar, Rezar Vaqari, eftir að dóttir hans, hin tíu ára Mirey, hafði fengið mynd af sér með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara. Hún sagði þjálfaranum stolt frá því að treyjan væri heimasaumuð - og að pabbi hennar hefði saumað hana. Ekki nóg með það heldur saumaði faðir hennar einnig hvítan íslenskan landsliðsbúning fyrir stúlkuna sína, sem væri algerlega hugfangin af Íslandi. Rezar sagði að fyrir 4-5 árum síðan hafði Mirey mikið dálæti á Latabæ, og þá sérstaklega aðalleikarnum Magnúsi Scheving. „Hann er myndarlegur maður og var í miklu uppáhaldi hjá henni,“ sagði faðirinn í léttum dúr. „Við komumst að því að þetta væri íslensk framleiðsla og íslenskur leikari. Þá fórum við að lesa meira um Ísland. Um hverina, landafræðina, Reykjavík og sögu landsins. Hún varð ástfangin af Íslandi.“ „Og við elskum fótbolta. Við elskum að spila fótbolta og við elskum að horfa á fótbolta. Aðalliðið okkar er Tirana FC en næst á eftir hjá Mirey er íslenska landsliðið.“ Rezar segir að þau feðgin hafi fylgst grannt með gengi Íslands í undankeppni EM 2016, aðalkeppninni sjálfri í Frakklandi og hverjum leik eftir það. „Við horfðum á leikinn gegn Finnlandi, þar sem Ísland skoraði tvö mörk á síðustu mínútunum. Það var mjög tilfinningarík stund.“ Sjálfur styður Rezar enska landsliðið og skartaði derhúfu merktri enska landsliðinu. „Þegar það kom svo í ljós að Ísland og England myndu mætast í 16-liða úrslitunum þá spurði hún hvað í ósköpunum við ættum eiginlega að gera? En þetta var allt saman mjög skemmtilegt og ég gladdist auðvitað mjög fyrir hennar hönd.“ Það var greinilegt samband þeirra feðgina er afar náið og þar spilar Latibær og íslenska knattspyrnulandsliðið stórt hlutverk, sem var einstakt að upplifa af stuttu spjalli blaðamanns við feðginin.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira