Einar Andri: Maður vill ekki móðga neinn Smári Jökull Jónsson skrifar 19. apríl 2017 22:26 Einar Andri er greinilega ekki sammála Þorleifi Árna, öðrum dómara leiksins. vísir/andri marinó Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sagði sína menn hafa leikið vel í tapleiknum gegn FH í kvöld og vildi lítið tjá sig um frammistöðu dómaranna. „Við spiluðum mjög vel í kvöld. Markvarslan var ekki nógu góð í fyrri hálfleik og síðan kemur einn stuttur kafli þar sem við missum aðeins agann í sóknarleiknum. Annars er seinni hálfleikur mjög góður og við erum óheppnir að ná ekki að klára þetta,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi eftir leikinn í Krikanum í kvöld. „Þetta féll bara þeirra megin í dag, það er einfalda skýringin án þess að vera búinn að horfa á þetta aftur. Mér fannst við óskynsamir í 2-3 sóknum í lokin og síðan datt frákast með þeim sem hefði mátt falla með okkur.“ Mosfellingar kvörtuðu mikið undan dómurunum á meðan á leik stóð í kvöld og höfðu nokkuð til síns máls í einhver skipti. Þeir vildu til að mynda fá víti á lokasekúndunum en í staðinn var dæmdur ruðningur á Erni Hrafn Arnarsson. „Ég held að það sé best að segja sem minnst. Þetta er langt mót og maður vill ekki móðga neinn,“ bætti Einar Andri við og vildi augljóslega lítið ræða frammistöðu þeirra Ramunas Mikulunis og Þorleifs Árna Björnssonar. Næsti leikur liðanna fer fram í Mosfellsbænum á laugardaginn og með tapi þar verða Mosfellingar komnir í erfiða stöðu en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið. „Við þurfum að setjast yfir leikinn og sjá. Heilt yfir var þetta í lagi en það eru smáatriði hér og þar sem við þurfum að finna og láta falla með okkur,“ og sagði að hann ætti ekki von á að Böðvar Páll Ásgeirsson yrði með í leiknum á laugardag en vonir stóðu til að hann yrði klár fyrir einvígið gegn FH eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í nær allan vetur. „Það er erfitt að segja með hann en eins og staðan er í dag þá er hann ekki með,“ sagði Einar Andri að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 28-27 | Naumur sigur FH í fyrsta leik FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. 19. apríl 2017 22:45 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sagði sína menn hafa leikið vel í tapleiknum gegn FH í kvöld og vildi lítið tjá sig um frammistöðu dómaranna. „Við spiluðum mjög vel í kvöld. Markvarslan var ekki nógu góð í fyrri hálfleik og síðan kemur einn stuttur kafli þar sem við missum aðeins agann í sóknarleiknum. Annars er seinni hálfleikur mjög góður og við erum óheppnir að ná ekki að klára þetta,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi eftir leikinn í Krikanum í kvöld. „Þetta féll bara þeirra megin í dag, það er einfalda skýringin án þess að vera búinn að horfa á þetta aftur. Mér fannst við óskynsamir í 2-3 sóknum í lokin og síðan datt frákast með þeim sem hefði mátt falla með okkur.“ Mosfellingar kvörtuðu mikið undan dómurunum á meðan á leik stóð í kvöld og höfðu nokkuð til síns máls í einhver skipti. Þeir vildu til að mynda fá víti á lokasekúndunum en í staðinn var dæmdur ruðningur á Erni Hrafn Arnarsson. „Ég held að það sé best að segja sem minnst. Þetta er langt mót og maður vill ekki móðga neinn,“ bætti Einar Andri við og vildi augljóslega lítið ræða frammistöðu þeirra Ramunas Mikulunis og Þorleifs Árna Björnssonar. Næsti leikur liðanna fer fram í Mosfellsbænum á laugardaginn og með tapi þar verða Mosfellingar komnir í erfiða stöðu en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið. „Við þurfum að setjast yfir leikinn og sjá. Heilt yfir var þetta í lagi en það eru smáatriði hér og þar sem við þurfum að finna og láta falla með okkur,“ og sagði að hann ætti ekki von á að Böðvar Páll Ásgeirsson yrði með í leiknum á laugardag en vonir stóðu til að hann yrði klár fyrir einvígið gegn FH eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í nær allan vetur. „Það er erfitt að segja með hann en eins og staðan er í dag þá er hann ekki með,“ sagði Einar Andri að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 28-27 | Naumur sigur FH í fyrsta leik FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. 19. apríl 2017 22:45 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Umfjöllun: FH - Afturelding 28-27 | Naumur sigur FH í fyrsta leik FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. 19. apríl 2017 22:45