Söngfjelagið og sjerlegir gestir syngja inn sumarið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 05:15 Söngfjelagið er kór sem Hilmar Örn stjórnar og hefur skapað hefðir. Tekið verður á móti sumrinu á Tjarnarbakkanum á miðnætti í kvöld undir lúðrasveitartónum af svölum Iðnós. Áður en að því kemur syngja kórar á tveimur hæðum innan dyra í Iðnó og almenningur tekur undir þegar við á. Söngfjelagið stendur fyrir samkomunni undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar en margir kórar koma við sögu, auk hljóðfæraleikara. „Við tókum við hefð fyrir sex árum sem Hilmar hafði komið á austur í Skálholti og fluttum hana í Iðnó. Ljóti kórinn hefur alltaf verið með okkur en hann er bara á flandri núna. Það er samt alltaf sama gleðin,“ segir Sigríður Kristinsdóttir sem er í Söngfjelaginu. „Við munum meðal annars flytja syrpu úr Fuglakabaretti þeirra Hjörleifs Hjartarsonar og Daníels Þorsteinssonar og þeir taka báðir þátt. Þar er sungið um krumma og kríur, lóur og spóa og jafnvel rappað um sílamáva. Þetta er með því skemmtilegasta sem við höfum sungið.“ Sigríður segir lifandi tónlist verða leikna þegar fólk komi inn, síðan standi söngskemmtun í tvo tíma og fólkið í salnum syngi með Vikivakann, Maístjörnuna og fleiri valin lög. Í aðalsalnum koma fram fjórir kórar. Auk Söngfjelagsins eru þeir Kvennakórinn Katla, undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur, sönghópurinn Veirurnar undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur, og Söngfjelagið Góðir grannar, sem Egill Gunnarsson stýrir. Á annarri hæð syngja konur úr Múltíkúltíkórnum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur og með þeim leikur Ársæll Másson á gítar. Þar spila líka undir almennum fjöldasöng gítarleikararnir Björn Gunnarsson, Andri Freyr Hilmarsson og Eyjólfur Már Sigurðsson. „Kötlurnar fá fólk til að gráta, hlæja og klappa og sannfærast um að lífið sé gott,“ lýsir Sigríður. „Veirurnar er blandaður kór sem hefur starfað í 25 ár. Upprunalega úr Skagafirði en hefur blandast með árunum. Góðir grannar er líka blandaður kór sem lætur sér fátt óviðkomandi í söng og í Múltíkúltíkórnum sameinast konur frá öllum heimshornum og flytja lög sem eru þeim kær með gleði og gáska.“ Hljómsveitin Blek og byttur leikur fyrir dansi að lokinni söngdagskrá. Sexmenningarnir sem skipa hljómsveitina eru allir atvinnumenn í tónlist. „Það má alveg skilja svörtu fötin eftir heima en fólki verður samt hleypt inn í þeim,“ segir Sigríður í gamansömum tón. „Lykilatriði er að vera á miðnætti á Tjarnarbakkanum að taka á móti sumrinu, þar verður alltaf til einhver galdur. Það fer okkur norðurslóðarfólki svo vel að taka á móti birtu og sumri - hvernig sem veðrið er.“ Húsið verður opnað kl. 20 og dagskráin hefst stundvíslega klukkan 21. Menning Kórar Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Tekið verður á móti sumrinu á Tjarnarbakkanum á miðnætti í kvöld undir lúðrasveitartónum af svölum Iðnós. Áður en að því kemur syngja kórar á tveimur hæðum innan dyra í Iðnó og almenningur tekur undir þegar við á. Söngfjelagið stendur fyrir samkomunni undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar en margir kórar koma við sögu, auk hljóðfæraleikara. „Við tókum við hefð fyrir sex árum sem Hilmar hafði komið á austur í Skálholti og fluttum hana í Iðnó. Ljóti kórinn hefur alltaf verið með okkur en hann er bara á flandri núna. Það er samt alltaf sama gleðin,“ segir Sigríður Kristinsdóttir sem er í Söngfjelaginu. „Við munum meðal annars flytja syrpu úr Fuglakabaretti þeirra Hjörleifs Hjartarsonar og Daníels Þorsteinssonar og þeir taka báðir þátt. Þar er sungið um krumma og kríur, lóur og spóa og jafnvel rappað um sílamáva. Þetta er með því skemmtilegasta sem við höfum sungið.“ Sigríður segir lifandi tónlist verða leikna þegar fólk komi inn, síðan standi söngskemmtun í tvo tíma og fólkið í salnum syngi með Vikivakann, Maístjörnuna og fleiri valin lög. Í aðalsalnum koma fram fjórir kórar. Auk Söngfjelagsins eru þeir Kvennakórinn Katla, undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur, sönghópurinn Veirurnar undir stjórn Margrétar S. Stefánsdóttur, og Söngfjelagið Góðir grannar, sem Egill Gunnarsson stýrir. Á annarri hæð syngja konur úr Múltíkúltíkórnum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur og með þeim leikur Ársæll Másson á gítar. Þar spila líka undir almennum fjöldasöng gítarleikararnir Björn Gunnarsson, Andri Freyr Hilmarsson og Eyjólfur Már Sigurðsson. „Kötlurnar fá fólk til að gráta, hlæja og klappa og sannfærast um að lífið sé gott,“ lýsir Sigríður. „Veirurnar er blandaður kór sem hefur starfað í 25 ár. Upprunalega úr Skagafirði en hefur blandast með árunum. Góðir grannar er líka blandaður kór sem lætur sér fátt óviðkomandi í söng og í Múltíkúltíkórnum sameinast konur frá öllum heimshornum og flytja lög sem eru þeim kær með gleði og gáska.“ Hljómsveitin Blek og byttur leikur fyrir dansi að lokinni söngdagskrá. Sexmenningarnir sem skipa hljómsveitina eru allir atvinnumenn í tónlist. „Það má alveg skilja svörtu fötin eftir heima en fólki verður samt hleypt inn í þeim,“ segir Sigríður í gamansömum tón. „Lykilatriði er að vera á miðnætti á Tjarnarbakkanum að taka á móti sumrinu, þar verður alltaf til einhver galdur. Það fer okkur norðurslóðarfólki svo vel að taka á móti birtu og sumri - hvernig sem veðrið er.“ Húsið verður opnað kl. 20 og dagskráin hefst stundvíslega klukkan 21.
Menning Kórar Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira