Naumur sigur og EM-draumurinn lifir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2017 06:30 Ólafur Andrés Guðmundsson fann fjölina sína í gær og hann lætur hér vaða fram hjá makedónsku stórskyttunni Kiril Lazarov, sem var einnig atkvæðamikill. fréttablaðið/eyþór „Ég held að sigurinn hafi verið sanngjarn þótt okkur líði eins og við hefðum getað unnið stærra. Við vorum sjálfum okkur verstir í nýtingu á færum og fullbráðir á okkur á köflum. En mér fannst við leysa marga hluti sem við vorum í vandræðum með, eins og varnarleikinn fyrstu 20 mínúturnar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson glaður í bragði eftir sigurinn mikilvæga á Makedóníu í gær. Í fyrri hálfleik spilaði íslenska liðið besta sóknarleik sem það hefur gert undir stjórn Geirs Sveinssonar. Til marks um það var skotnýting Íslendinga tæplega 70%, þeir töpuðu boltanum aðeins þrisvar og höndin kom einungis tvisvar upp. Það var mikil framför frá leiknum í Skopje þar sem Ísland þurfti að hafa gríðarlega mikið fyrir öllum mörkum sínum. Sóknarleikurinn var áfram góður í seinni hálfleik; það vantaði bara að nýta betur þau dauðafæri sem liðið skapaði sér. Aron Pálmarsson stýrði liðinu af festu og þá sýndi Ólafur Guðmundsson sitt rétta andlit í sókninni. Hafnfirðingurinn var beittur strax frá fyrstu mínútu, skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og endaði með sjö mörk. Þetta var líklega besti landsleikur Ólafs sem þarf að nýta meðbyrinn í næstu leikjum. Svona leikir hjá Ólafi eiga að vera regla en ekki undantekning.Alltaf á núllpunkti „Það má ekki gleyma því að við höfum alltaf þurft að byrja á núllpunkti,“ sagði Geir um sóknarleikinn. „Fyrir HM í Frakklandi vorum við að spila með Aron, svo þurftum við stilla upp án hans og núna að setja hann aftur inn í hlutina. En hann var frábær og stjórnaði þessu mjög vel.“ Vandamálin voru hinum megin á vellinum framan af fyrri hálfleik. Líkt og úti í Skopje var varnarleikurinn slakur og Björgvin Páll Gústavsson átti eðlilega erfitt uppdráttar. Makedóníumenn byrjuðu leikinn betur og náðu mest þriggja marka forystu, 7-10. Á 19. mínútu, í stöðunni 9-10, breytti Geir í 5-1 vörn með Ólaf sem fremsta mann. Þessi nýja vörn þvingaði Makedóníumenn strax í tapaðan bolta og Íslendingar refsuðu með marki úr hraðaupphlaupi. Varnarleikurinn var góður eftir breytinguna og hann gerði Kiril Lazarov, aðalstjörnu makedónska liðsins, erfiðara um vik. Bjarki Már Gunnarsson reyndist Lazarov mjög erfiður í seinni hálfleik þar sem hann braut ítrekað á Barcelona-manninum. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti einnig afar góða innkomu í vörnina og skilaði tveimur mörkum úr hægra horninu í seinni hálfleik. Ólafur og Aron voru sömuleiðis öflugir í þessari framliggjandi vörn og Arnór Atlason skilaði einnig góðu varnarverki. Björgvin Páll varði 10 skot í markinu og skoraði auk þess tvö mörk.Rúnar Kárason lét til sín taka. fréttablaðið/eyþórfréttablaðið/eyþór5-1 vörnin virkaði „Þessi vörn hleypti meira lífi í okkur og við þurftum að hafa meira fyrir hlutunum,“ sagði Geir um 5-1 vörnina. „Við höfum alltaf tekið hana annað slagið en notuðum hana ekki mikið í Frakklandi. En við áttum þetta inni.“ Staðan í hálfleik var jöfn, 16-16. Það var sami kraftur í íslensku vörninni í upphafi seinni hálfleiks og Björgvin Páll tók nokkra bolta. Íslensku strákarnir fóru hins vegar illa með dauðafæri og töpuðu boltanum klaufalega í hraðaupphlaupum. Vörnin hélt samt áfram og um miðjan seinni hálfleik dró í sundur með liðunum. Íslendingum gekk samt illa að slíta sig frá Makedóníumönnum þótt tækifærin hafi ekki vantað.Smá skjálfti Björgvin Páll kom Íslandi fjórum mörkum yfir, 28-24, þegar átta mínútur voru eftir með skoti yfir endilangan völlinn. En komnir í þessa góðu stöðu fóru strákarnir að skjálfa í sókninni og fyrir vikið komust Makedóníumenn hættulega nálægt þeim. Íslenska liðið náði þó að klára leikinn og innbyrða stigin tvö sem halda því á lífi í undankeppninni. Næst eru tveir leikir gegn Tékklandi og Úkraínu í júní og þeir þurfa báðir að vinnast ef Ísland ætlar sér að spila stórmótshandbolta í janúar. En hver eru brýnustu úrlausnarefni landsliðsþjálfarans fyrir leikina tvo í júní? „Við þurfum að byggja ofan á það sem við vorum að gera og stækka hópinn. Ég er heilt yfir mjög sáttur,“ sagði Geir Sveinsson. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir: Mér leið aldrei illa með sóknarleikinn, við náðum stöðugt að búa til færi Geir Sveinsson var eðlilega mjög ánægður með að hafa tekið tvö stig gegn Makedóníu í Laugardalshöll í kvöld. Sigurinn þýðir að öll liðin í riðlinum eru með fjögur stig þegar tvær umferðir eru eftir. 7. maí 2017 22:15 Ólafur Guðmundsson: Við náðum að rugla aðeins í þeim með breyttum varnarleik "Við fórum í 5-1 vörn og náðum að rugla þá aðeins. Tókum taktinn úr þeirra spili og ég myndi segja að það hafi virkað. Það var kannski engin stór breyting en þeir þurftu að fara út úr sínu kerfi og það virkaði í dag." 7. maí 2017 22:00 Guðjón Valur Sigurðsson: Gríðarlegur styrkur að klára þetta Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði Íslands, var mjög ánægður með sigurinn í kvöld. Guðjón sagði að bæting á varnarleik liðsins frá síðasta leik hafi verið lykillinn og sagði að sterk liðsheild hafi gert gæfumuninn. 7. maí 2017 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Makedónía 30-29 | Lífsnauðsynlegur sigur hjá strákunum Ísland vann Makedóníu 30-29 í æsispennandi leik í Laugardalshöllinni. Ísland náði undirtökum í lok síðari hálfleiks og hélt forystunni til enda. Ólafur Guðmundsson var markahæsti leikmaður Íslands með 7 mörk. 7. maí 2017 22:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Ég held að sigurinn hafi verið sanngjarn þótt okkur líði eins og við hefðum getað unnið stærra. Við vorum sjálfum okkur verstir í nýtingu á færum og fullbráðir á okkur á köflum. En mér fannst við leysa marga hluti sem við vorum í vandræðum með, eins og varnarleikinn fyrstu 20 mínúturnar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson glaður í bragði eftir sigurinn mikilvæga á Makedóníu í gær. Í fyrri hálfleik spilaði íslenska liðið besta sóknarleik sem það hefur gert undir stjórn Geirs Sveinssonar. Til marks um það var skotnýting Íslendinga tæplega 70%, þeir töpuðu boltanum aðeins þrisvar og höndin kom einungis tvisvar upp. Það var mikil framför frá leiknum í Skopje þar sem Ísland þurfti að hafa gríðarlega mikið fyrir öllum mörkum sínum. Sóknarleikurinn var áfram góður í seinni hálfleik; það vantaði bara að nýta betur þau dauðafæri sem liðið skapaði sér. Aron Pálmarsson stýrði liðinu af festu og þá sýndi Ólafur Guðmundsson sitt rétta andlit í sókninni. Hafnfirðingurinn var beittur strax frá fyrstu mínútu, skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og endaði með sjö mörk. Þetta var líklega besti landsleikur Ólafs sem þarf að nýta meðbyrinn í næstu leikjum. Svona leikir hjá Ólafi eiga að vera regla en ekki undantekning.Alltaf á núllpunkti „Það má ekki gleyma því að við höfum alltaf þurft að byrja á núllpunkti,“ sagði Geir um sóknarleikinn. „Fyrir HM í Frakklandi vorum við að spila með Aron, svo þurftum við stilla upp án hans og núna að setja hann aftur inn í hlutina. En hann var frábær og stjórnaði þessu mjög vel.“ Vandamálin voru hinum megin á vellinum framan af fyrri hálfleik. Líkt og úti í Skopje var varnarleikurinn slakur og Björgvin Páll Gústavsson átti eðlilega erfitt uppdráttar. Makedóníumenn byrjuðu leikinn betur og náðu mest þriggja marka forystu, 7-10. Á 19. mínútu, í stöðunni 9-10, breytti Geir í 5-1 vörn með Ólaf sem fremsta mann. Þessi nýja vörn þvingaði Makedóníumenn strax í tapaðan bolta og Íslendingar refsuðu með marki úr hraðaupphlaupi. Varnarleikurinn var góður eftir breytinguna og hann gerði Kiril Lazarov, aðalstjörnu makedónska liðsins, erfiðara um vik. Bjarki Már Gunnarsson reyndist Lazarov mjög erfiður í seinni hálfleik þar sem hann braut ítrekað á Barcelona-manninum. Ásgeir Örn Hallgrímsson átti einnig afar góða innkomu í vörnina og skilaði tveimur mörkum úr hægra horninu í seinni hálfleik. Ólafur og Aron voru sömuleiðis öflugir í þessari framliggjandi vörn og Arnór Atlason skilaði einnig góðu varnarverki. Björgvin Páll varði 10 skot í markinu og skoraði auk þess tvö mörk.Rúnar Kárason lét til sín taka. fréttablaðið/eyþórfréttablaðið/eyþór5-1 vörnin virkaði „Þessi vörn hleypti meira lífi í okkur og við þurftum að hafa meira fyrir hlutunum,“ sagði Geir um 5-1 vörnina. „Við höfum alltaf tekið hana annað slagið en notuðum hana ekki mikið í Frakklandi. En við áttum þetta inni.“ Staðan í hálfleik var jöfn, 16-16. Það var sami kraftur í íslensku vörninni í upphafi seinni hálfleiks og Björgvin Páll tók nokkra bolta. Íslensku strákarnir fóru hins vegar illa með dauðafæri og töpuðu boltanum klaufalega í hraðaupphlaupum. Vörnin hélt samt áfram og um miðjan seinni hálfleik dró í sundur með liðunum. Íslendingum gekk samt illa að slíta sig frá Makedóníumönnum þótt tækifærin hafi ekki vantað.Smá skjálfti Björgvin Páll kom Íslandi fjórum mörkum yfir, 28-24, þegar átta mínútur voru eftir með skoti yfir endilangan völlinn. En komnir í þessa góðu stöðu fóru strákarnir að skjálfa í sókninni og fyrir vikið komust Makedóníumenn hættulega nálægt þeim. Íslenska liðið náði þó að klára leikinn og innbyrða stigin tvö sem halda því á lífi í undankeppninni. Næst eru tveir leikir gegn Tékklandi og Úkraínu í júní og þeir þurfa báðir að vinnast ef Ísland ætlar sér að spila stórmótshandbolta í janúar. En hver eru brýnustu úrlausnarefni landsliðsþjálfarans fyrir leikina tvo í júní? „Við þurfum að byggja ofan á það sem við vorum að gera og stækka hópinn. Ég er heilt yfir mjög sáttur,“ sagði Geir Sveinsson.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Geir: Mér leið aldrei illa með sóknarleikinn, við náðum stöðugt að búa til færi Geir Sveinsson var eðlilega mjög ánægður með að hafa tekið tvö stig gegn Makedóníu í Laugardalshöll í kvöld. Sigurinn þýðir að öll liðin í riðlinum eru með fjögur stig þegar tvær umferðir eru eftir. 7. maí 2017 22:15 Ólafur Guðmundsson: Við náðum að rugla aðeins í þeim með breyttum varnarleik "Við fórum í 5-1 vörn og náðum að rugla þá aðeins. Tókum taktinn úr þeirra spili og ég myndi segja að það hafi virkað. Það var kannski engin stór breyting en þeir þurftu að fara út úr sínu kerfi og það virkaði í dag." 7. maí 2017 22:00 Guðjón Valur Sigurðsson: Gríðarlegur styrkur að klára þetta Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði Íslands, var mjög ánægður með sigurinn í kvöld. Guðjón sagði að bæting á varnarleik liðsins frá síðasta leik hafi verið lykillinn og sagði að sterk liðsheild hafi gert gæfumuninn. 7. maí 2017 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Makedónía 30-29 | Lífsnauðsynlegur sigur hjá strákunum Ísland vann Makedóníu 30-29 í æsispennandi leik í Laugardalshöllinni. Ísland náði undirtökum í lok síðari hálfleiks og hélt forystunni til enda. Ólafur Guðmundsson var markahæsti leikmaður Íslands með 7 mörk. 7. maí 2017 22:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Geir: Mér leið aldrei illa með sóknarleikinn, við náðum stöðugt að búa til færi Geir Sveinsson var eðlilega mjög ánægður með að hafa tekið tvö stig gegn Makedóníu í Laugardalshöll í kvöld. Sigurinn þýðir að öll liðin í riðlinum eru með fjögur stig þegar tvær umferðir eru eftir. 7. maí 2017 22:15
Ólafur Guðmundsson: Við náðum að rugla aðeins í þeim með breyttum varnarleik "Við fórum í 5-1 vörn og náðum að rugla þá aðeins. Tókum taktinn úr þeirra spili og ég myndi segja að það hafi virkað. Það var kannski engin stór breyting en þeir þurftu að fara út úr sínu kerfi og það virkaði í dag." 7. maí 2017 22:00
Guðjón Valur Sigurðsson: Gríðarlegur styrkur að klára þetta Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði Íslands, var mjög ánægður með sigurinn í kvöld. Guðjón sagði að bæting á varnarleik liðsins frá síðasta leik hafi verið lykillinn og sagði að sterk liðsheild hafi gert gæfumuninn. 7. maí 2017 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Makedónía 30-29 | Lífsnauðsynlegur sigur hjá strákunum Ísland vann Makedóníu 30-29 í æsispennandi leik í Laugardalshöllinni. Ísland náði undirtökum í lok síðari hálfleiks og hélt forystunni til enda. Ólafur Guðmundsson var markahæsti leikmaður Íslands með 7 mörk. 7. maí 2017 22:00