Við höfum alveg hleypt á stökk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. maí 2017 09:15 Matthías á Biskupi frá Sigmundarstöðum og Óli Björn á Hamfara frá Hvammi. Mynd/Edda Rún Matthías Sigurðsson og Óli Björn Ævarsson eru báðir tíu ára og bekkjarfélagar í Selásskóla. Þeir halda mikið til í Víðidalnum í frístundum hjá hestunum sínum, gefa þeim, moka undan þeim og skreppa á þeim í útreiðar. Hvað skyldi vera langt síðan þeir fengu áhuga á hestum? Matthías: Ég hef haft hann frá því ég man eftir mér. Pabbi og mamma eru á kafi í hestum og mamma er með reiðskóla. Smitaði Matthías þig Óli Björn? Það má segja það. En ég var alltaf mikið á hestbaki á sumrin hjá mömmu og ömmu og afa í Hvammi í Landsveit. Svo smitaði reiðskólinn mig eitthvað. Ég er líka í klúbb sem heitir Fákar og fjör og við fáum kennslu Matthías á eigin hest og Óli Björn á hest með öðrum. Hvað skyldu þeir heita og hvernig eru þeir? Matthías: Minn heitir Biskup frá Sigmundarstöðum. Hann er 16 vetra stóðhestur, rauðblesóttur. Mjög góður hestur. Ég hef keppt á honum sex sinnum og vann minn flokk á honum síðasta laugardag. Óli Björn: Minn heitir Hamfari frá Hvammi. Hann er fjórtán vetra, rauðblesóttur og hefur allan gang. Farið þið stundum í kapp á hestunum? Matthías: Ekki ennþá en það hlýtur að koma að því. Við höfum alveg hleypt á stökk. Það er rosa gaman. Hafið þið aldrei orðið hræddir á hestbaki? Matthías: Jú, ég datt einu sinni af baki og missti kjarkinn. Það tók smá tíma að ná honum aftur og á síðasta landsmóti var ég ekki orðinn alveg nógu öruggur. En það er allt komið í lag aftur. Ég sagði oft við sjálfan mig: Ég get, skal og ætla. En Óli Björn, hefur þú dottið af baki? Já, nokkrum sinnum en það var aldrei neitt vont. Ég hef bara dottið beint á jörðina og farið aftur á bak. En hafið þið einhverntíma lent ofan í keldu eða skurð? Matthías: Já, ég sökk næstum í skítahaug og var kominn alveg upp að maga. Þá kom frændi minn og hjálpaði mér upp. Það var sko klaki yfir haugnum og ég hélt hann væri þykkur en svo brotnaði hann. Ég var líka einu sinni að hoppa yfir skurð og hoppaði á gaddavír og er með ör framan í mér. Óli Björn: Ég var með honum þegar hann hoppaði á gaddavírinn. Það var nú frekar hlægilegt. Hestar Krakkar Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Matthías Sigurðsson og Óli Björn Ævarsson eru báðir tíu ára og bekkjarfélagar í Selásskóla. Þeir halda mikið til í Víðidalnum í frístundum hjá hestunum sínum, gefa þeim, moka undan þeim og skreppa á þeim í útreiðar. Hvað skyldi vera langt síðan þeir fengu áhuga á hestum? Matthías: Ég hef haft hann frá því ég man eftir mér. Pabbi og mamma eru á kafi í hestum og mamma er með reiðskóla. Smitaði Matthías þig Óli Björn? Það má segja það. En ég var alltaf mikið á hestbaki á sumrin hjá mömmu og ömmu og afa í Hvammi í Landsveit. Svo smitaði reiðskólinn mig eitthvað. Ég er líka í klúbb sem heitir Fákar og fjör og við fáum kennslu Matthías á eigin hest og Óli Björn á hest með öðrum. Hvað skyldu þeir heita og hvernig eru þeir? Matthías: Minn heitir Biskup frá Sigmundarstöðum. Hann er 16 vetra stóðhestur, rauðblesóttur. Mjög góður hestur. Ég hef keppt á honum sex sinnum og vann minn flokk á honum síðasta laugardag. Óli Björn: Minn heitir Hamfari frá Hvammi. Hann er fjórtán vetra, rauðblesóttur og hefur allan gang. Farið þið stundum í kapp á hestunum? Matthías: Ekki ennþá en það hlýtur að koma að því. Við höfum alveg hleypt á stökk. Það er rosa gaman. Hafið þið aldrei orðið hræddir á hestbaki? Matthías: Jú, ég datt einu sinni af baki og missti kjarkinn. Það tók smá tíma að ná honum aftur og á síðasta landsmóti var ég ekki orðinn alveg nógu öruggur. En það er allt komið í lag aftur. Ég sagði oft við sjálfan mig: Ég get, skal og ætla. En Óli Björn, hefur þú dottið af baki? Já, nokkrum sinnum en það var aldrei neitt vont. Ég hef bara dottið beint á jörðina og farið aftur á bak. En hafið þið einhverntíma lent ofan í keldu eða skurð? Matthías: Já, ég sökk næstum í skítahaug og var kominn alveg upp að maga. Þá kom frændi minn og hjálpaði mér upp. Það var sko klaki yfir haugnum og ég hélt hann væri þykkur en svo brotnaði hann. Ég var líka einu sinni að hoppa yfir skurð og hoppaði á gaddavír og er með ör framan í mér. Óli Björn: Ég var með honum þegar hann hoppaði á gaddavírinn. Það var nú frekar hlægilegt.
Hestar Krakkar Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira