Bjarki: Auðveldara en ég átti von á Arnar Björnsson skrifar 3. maí 2017 19:15 Bjarki Þór fyrir bardagann. mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttir Bardagakappinn Bjarki Þór Pálsson vann um helgina sinn þriðja bardaga sem atvinnumaður í bardagaíþróttum er hann mætti Alan Procter. Bjarki Þór, sem er þrítugur, keppti í kraftlyftingum og íshokkí en heillaðist af bardagaíþróttum fyrir sjö árum. Hann ákvað að helga sig íþróttinni, vann sinn fyrsta bardaga sem áhugamaður en tapaði öðrum bardaganum. Bjarki vann síðan sex bardaga og ákvað að gerast atvinnumaður og keppir í veltivigt. Hann vann hinn pólskættaða Adam Szczepaniak í júní í fyrra og fylgdi sigrinum eftir með því að vinna Englendinginn, Alan Procter í desember. Bjarka var dæmdur sigurinn eftir að Procter hafði rotað Íslendinginn með ólöglegu hnésparki. Um helgina mættust þeir félagar á nýjan leik. „Hann ætlaði að slá mig niður sem fyrst. Ég var fljótur að ná honum niður í gólfið og stjórnaði bardaganum þar. Ég endaði svo með því að klára hann í annarri lotu,“ segir Bjarki en var þetta auðveldara en hann átti von á? „Já, þetta var aðeins auðveldara sem var gott. Þetta var ekki of erfitt og ekki of auðvelt.“ Bjarki þjálfar hjá Mjölni á meðan hann reynir að klifra upp skalann í von um að komast að hjá UFC eða Bellator. Er þetta þess virði? „Ég hef gaman af þessu. Þá er ég ekki að leggja neitt á mig. Þetta er bara það sem ég elska að gera. Takist Bjarka ekki að komast að hjá stærra sambandi ætlar hann að vinna tvo bardaga í viðbót og fá titilbardaga hjá Fightstar-bardagasambandinu. „Ég hef bætt mig mikið og mun halda áfram að bæta mig.“ MMA Tengdar fréttir Bjarki sigraði Proctor öðru sinni Bjarki Thor Pálsson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA. 30. apríl 2017 11:31 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Bardagakappinn Bjarki Þór Pálsson vann um helgina sinn þriðja bardaga sem atvinnumaður í bardagaíþróttum er hann mætti Alan Procter. Bjarki Þór, sem er þrítugur, keppti í kraftlyftingum og íshokkí en heillaðist af bardagaíþróttum fyrir sjö árum. Hann ákvað að helga sig íþróttinni, vann sinn fyrsta bardaga sem áhugamaður en tapaði öðrum bardaganum. Bjarki vann síðan sex bardaga og ákvað að gerast atvinnumaður og keppir í veltivigt. Hann vann hinn pólskættaða Adam Szczepaniak í júní í fyrra og fylgdi sigrinum eftir með því að vinna Englendinginn, Alan Procter í desember. Bjarka var dæmdur sigurinn eftir að Procter hafði rotað Íslendinginn með ólöglegu hnésparki. Um helgina mættust þeir félagar á nýjan leik. „Hann ætlaði að slá mig niður sem fyrst. Ég var fljótur að ná honum niður í gólfið og stjórnaði bardaganum þar. Ég endaði svo með því að klára hann í annarri lotu,“ segir Bjarki en var þetta auðveldara en hann átti von á? „Já, þetta var aðeins auðveldara sem var gott. Þetta var ekki of erfitt og ekki of auðvelt.“ Bjarki þjálfar hjá Mjölni á meðan hann reynir að klifra upp skalann í von um að komast að hjá UFC eða Bellator. Er þetta þess virði? „Ég hef gaman af þessu. Þá er ég ekki að leggja neitt á mig. Þetta er bara það sem ég elska að gera. Takist Bjarka ekki að komast að hjá stærra sambandi ætlar hann að vinna tvo bardaga í viðbót og fá titilbardaga hjá Fightstar-bardagasambandinu. „Ég hef bætt mig mikið og mun halda áfram að bæta mig.“
MMA Tengdar fréttir Bjarki sigraði Proctor öðru sinni Bjarki Thor Pálsson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA. 30. apríl 2017 11:31 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Bjarki sigraði Proctor öðru sinni Bjarki Thor Pálsson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA. 30. apríl 2017 11:31