Notendum Youtube stendur nú til boða að fá forsmekkinn á nýrri hönnun síðunnar í tölvum. Þar er einnig hægt að kveikja á svokölluðu „Dark Mode“ sem gerir bakgrunn síðunnar svartan og hentar betur við áhorf á kvöldin.
Nýja útlitið, sem byggir á Material Design, hefur þó verið aðgengilegt um nokkuð skeið, en það var gert opinbert í gær. Youtube varð tólf ára á mánudaginn.
Hægt er að breyta yfir í nýju hönnunina með því að fara á Youtube.com/new. Þá er hægt að skipta aftur til baka í aðgangsstillingum, þar sem einnig má skipta yfir í Dark mode.
Nýja útlitinu er ætlað að líkjast frekar því sem við þekkjum í farsímum og öðrum snjalltækjum og að bæta við nokkrum notkunarmöguleikum. Síðan hefur í raun verið byggð á ný með Polymer.
Fyrirtækið varar þó við því að vinnu að nýju síðunni sé ekki lokið og mögulegt er að einhverjir gallar komi upp. Þá er takmark á því hve margir geti notast við nýja útlitið.
Breytt útlit Youtube
