KA varð aftur KA á fimmtán ára meistaraafmælinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 16:30 Atli Hilmarsson þjálfaði KA árið 2002 og fagnar hér titlinum í leikslok með fyrirliðanum Sævari Árnasyni og Jóhanni Gunnari Jóhannssyni. Vísir/Hilmar Þór KA spilar aftur undir eigin nafni í karlahandboltanum næsta vetur en þetta varð ljóst eftir viðræður milli ÍBA, KA og Þórs. Félögin þrjú sendu frá sér yfirlýsingu í dag um enda samstarfsins. KA-menn hafa verið ásamt Þór hluti af Akureyrarliðinu sem hefur spilað í efstu deild frá 2006 en féll úr deildinni í vor. Tilkynningin um endalok Akureyrarliðsins kemur á merkilegum degi í sögu handboltans á Akureyri. 10. maí 2002 urðu KA-menn nefnilega Íslandsmeistarar í seinni skiptið eftir 24-21 sigur í Val í hreinum úrslitaleik á Hlíðarenda. Valsmenn komust 2-0 yfir í einvíginu en KA vann þrjá síðustu leikina og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag voru liðin fimmtán ár frá þessum magnaða leik sem var spilaður fyrir framan troðfullt hús á Hlíðarenda. Hér má finna frétt um meistaraliðið frá 2002 og þar með einnig finna myndband úr leikjum KA og Vals vorið 2002. „Það sem gerir þennan titil enn merkilegri er að lið KA hafði endað í 5. sæti í Deildarkeppninni þetta tímabilið og hafði því ekki heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Í undanúrslitum keppninnar sópaði liðið út ríkjandi Íslands-, bikar og deildarmeisturum Hauka sem hafði ekki tapað á heimavelli allt tímabilið. KA liðið sópaði einnig út liði Gróttu/KR í 8-liða úrslitunum,“ segir í frétt um meistaraafmælið á heimasíðu KA í dag. Halldór Jóhann Sigfússon, núverandi þjálfari FH-liðsins, var markahæsti leikmaður KA-liðsins í lokaúrslitaeinvíginu með 39 mörk í leikjunum fimm eða 7,8 mörk að meðaltali í leik. Í kvöld leikur FH-liðið einmitt fyrsta leik sinn í úrslitaeinvíginu 2017 á móti Val. Halldór Jóhann vann Val fyrir fimmtán árum og stefnir á að endurtakaleikinn núna. Íslandsmeistarar KA í handknattleik árið 2002 voru: Andrius Stelmokas, Arnar Sæþórsson, Árni Björn Þórarinsson, Arnór Atlason, Baldvin Þorsteinsson, Egidijus Petkevicius, Einar Logi Friðjónsson, Haddur Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Hans Hreinsson, Heiðmar Felixson, Heimir Örn Árnason, Hreinn Hauksson, Ingólfur Axelsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Jóhannes Ólafur Jóhanneesson, Jónatan Magnússon, Kári Garðarsson, Sævar Árnason. Atli Hilmarsson var þjálfari liðsins og Friðrik Sæmundur Sigfússon liðsstjóri.Mörk liðsins í úrslitaeinvíginu á móti Val 2002 skoruðu: Halldór Jóhann Sigfússon 39 Andrius Stelmokas 21 Heimir Örn Árnason 13 Heiðmar Felixson 11 Sævar Árnason 10 Jóhann Gunnar Jóhannsson 8 Baldvin Þorsteinsson 6 Jónatan Þór Magnússon 5 Einar Logi Friðjónsson 4 Egidijus Petkevicius varði mjög vel í markinu þar á meðal sjö vítaköst í leikjunum fimm. Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
KA spilar aftur undir eigin nafni í karlahandboltanum næsta vetur en þetta varð ljóst eftir viðræður milli ÍBA, KA og Þórs. Félögin þrjú sendu frá sér yfirlýsingu í dag um enda samstarfsins. KA-menn hafa verið ásamt Þór hluti af Akureyrarliðinu sem hefur spilað í efstu deild frá 2006 en féll úr deildinni í vor. Tilkynningin um endalok Akureyrarliðsins kemur á merkilegum degi í sögu handboltans á Akureyri. 10. maí 2002 urðu KA-menn nefnilega Íslandsmeistarar í seinni skiptið eftir 24-21 sigur í Val í hreinum úrslitaleik á Hlíðarenda. Valsmenn komust 2-0 yfir í einvíginu en KA vann þrjá síðustu leikina og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag voru liðin fimmtán ár frá þessum magnaða leik sem var spilaður fyrir framan troðfullt hús á Hlíðarenda. Hér má finna frétt um meistaraliðið frá 2002 og þar með einnig finna myndband úr leikjum KA og Vals vorið 2002. „Það sem gerir þennan titil enn merkilegri er að lið KA hafði endað í 5. sæti í Deildarkeppninni þetta tímabilið og hafði því ekki heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Í undanúrslitum keppninnar sópaði liðið út ríkjandi Íslands-, bikar og deildarmeisturum Hauka sem hafði ekki tapað á heimavelli allt tímabilið. KA liðið sópaði einnig út liði Gróttu/KR í 8-liða úrslitunum,“ segir í frétt um meistaraafmælið á heimasíðu KA í dag. Halldór Jóhann Sigfússon, núverandi þjálfari FH-liðsins, var markahæsti leikmaður KA-liðsins í lokaúrslitaeinvíginu með 39 mörk í leikjunum fimm eða 7,8 mörk að meðaltali í leik. Í kvöld leikur FH-liðið einmitt fyrsta leik sinn í úrslitaeinvíginu 2017 á móti Val. Halldór Jóhann vann Val fyrir fimmtán árum og stefnir á að endurtakaleikinn núna. Íslandsmeistarar KA í handknattleik árið 2002 voru: Andrius Stelmokas, Arnar Sæþórsson, Árni Björn Þórarinsson, Arnór Atlason, Baldvin Þorsteinsson, Egidijus Petkevicius, Einar Logi Friðjónsson, Haddur Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Hans Hreinsson, Heiðmar Felixson, Heimir Örn Árnason, Hreinn Hauksson, Ingólfur Axelsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Jóhannes Ólafur Jóhanneesson, Jónatan Magnússon, Kári Garðarsson, Sævar Árnason. Atli Hilmarsson var þjálfari liðsins og Friðrik Sæmundur Sigfússon liðsstjóri.Mörk liðsins í úrslitaeinvíginu á móti Val 2002 skoruðu: Halldór Jóhann Sigfússon 39 Andrius Stelmokas 21 Heimir Örn Árnason 13 Heiðmar Felixson 11 Sævar Árnason 10 Jóhann Gunnar Jóhannsson 8 Baldvin Þorsteinsson 6 Jónatan Þór Magnússon 5 Einar Logi Friðjónsson 4 Egidijus Petkevicius varði mjög vel í markinu þar á meðal sjö vítaköst í leikjunum fimm.
Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira