Víðishjartað er rosalega sterkt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2017 06:00 Jón Gunnar Sæmundsson er fyrirliði Víðis. vísir/stefán 16-liða úrslit Borgunarbikarkeppni karla hófust í gærkvöldi en alls fara sex leikir fram í kvöld. Meðal þeirra er viðureign Víðis úr Garði og Fylkis suður með sjó. „Bikarkeppnin hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Þetta eru alltaf stærstu leikirnir á árinu, sérstaklega ef við komumst lengra en í 32-liða úrslitin,“ segir Jón Gunnar Sæmundsson, fyrirliði Víðis. Í fyrra féll Víðir úr leik eftir æsispennandi framlengdan leik gegn Selfossi, 4-3, er liðið lék í þriðju deild. Víðismenn fóru þó upp í 2. deildina síðastliðið haust. „Við vorum í þriðju deildinni í átta ár en höfum fengið skemmtilega leiki í bikarnum reglulega. Við lékum til að mynda gegn Val fyrir þremur árum. Það eru svona leikir sem gera sumrin aðeins skemmtilegri.“Tilbúnir í svona leiki Bryngeir Torfason er þjálfari Víðis og lofar sína menn í hástert fyrir árangurinn í bikarnum. Víðir sló til að mynda Keflavík úr leik í 2. umferð keppninnar í ár eftir vítaspyrnukeppni. „Þetta er í raun óvenjugóður árangur. Það er búið að vera stígandi í okkar liði enda erum við með sterkan hóp leikmanna sem kunna allir fótbolta. Þeir eru tilbúnir í svona leiki og langar að ná lengra. Um það snýst bikarinn,“ segir Bryngeir sem æfði vítaspyrnur sérstaklega í gærkvöldi. Jón Gunnar segir að lið Víðis sé að mestu skipað heimamönnum, strákum sem eru annað hvort uppaldir í Garði eða í nærliggjandi sveitarfélögum og eigi rætur að rekja í Garðinn. Þá eru þrír serbneskir leikmenn í liðinu í ár. „Ég myndi segja að Víðishjartað sé rosalega sterkt. Við erum allir af Suðurnesjunum og við fórnum okkur meira en margir aðrir.“ 30 ár frá bikarúrslitum Víðir á að baki fjögur tímabil í efstu deild karla, frá árunum 1985 til 1991. Liðið komst alla leið í bikarúrslitin árið 1987 og sló þá bæði KR og Val, Íslandsmeistara þess árs, úr leik á leið sinni í úrslit. Víðir steinlá þó fyrir Fram í úrslitaleiknum, 5-0. Liðið var síðast í næstefstu deild árið 1999 en hefur síðan þá verið í neðri deildunum. Víðir var í 3. deildinni, sem er fjórða efsta deild á Íslandi, í átta tímabil áður en liðið vann sér sæti í 2. deildinni síðastliðið haust.Býð þá velkomna á Stæðið Sigurinn á Keflavík í vor hafði mikla þýðingu fyrir Víðisliðið og þar á bæ vilja menn ná enn lengra en í 16-liða úrslitin, þó svo að sterkt lið Fylkis sé nú í heimsókn. „Ég hef trú á því að við getum komist áfram. Það er árið 2017 og maður veit aldrei. Liðin á Íslandi eru alltaf að verða jafnari og jafnari. Ég held að það sé aðallega formið sem skilur á milli liðanna, þó svo að það sé auðvitað einhver gæðamunur líka á milli deilda,“ segir Jón Gunnar. „Fylkir er á svipuðu róli og Keflavík. Fylkismenn hafa reyndar staðið sig vel og slógu til að mynda Breiðablik úr leik. En við höfum hjartað.“ Bryngeir þekkir vel til Fylkismanna eftir að hafa þjálfað nokkra leikmenn úr liðinu í dag í 2. flokki fyrir áratug síðan. „Ég býð þá bara velkomna á Stæðið eins og sagt er. Ég hlakka mikið til að hitta þá,“ sagði Bryngeir og brosti. Íslenski boltinn Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira
16-liða úrslit Borgunarbikarkeppni karla hófust í gærkvöldi en alls fara sex leikir fram í kvöld. Meðal þeirra er viðureign Víðis úr Garði og Fylkis suður með sjó. „Bikarkeppnin hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Þetta eru alltaf stærstu leikirnir á árinu, sérstaklega ef við komumst lengra en í 32-liða úrslitin,“ segir Jón Gunnar Sæmundsson, fyrirliði Víðis. Í fyrra féll Víðir úr leik eftir æsispennandi framlengdan leik gegn Selfossi, 4-3, er liðið lék í þriðju deild. Víðismenn fóru þó upp í 2. deildina síðastliðið haust. „Við vorum í þriðju deildinni í átta ár en höfum fengið skemmtilega leiki í bikarnum reglulega. Við lékum til að mynda gegn Val fyrir þremur árum. Það eru svona leikir sem gera sumrin aðeins skemmtilegri.“Tilbúnir í svona leiki Bryngeir Torfason er þjálfari Víðis og lofar sína menn í hástert fyrir árangurinn í bikarnum. Víðir sló til að mynda Keflavík úr leik í 2. umferð keppninnar í ár eftir vítaspyrnukeppni. „Þetta er í raun óvenjugóður árangur. Það er búið að vera stígandi í okkar liði enda erum við með sterkan hóp leikmanna sem kunna allir fótbolta. Þeir eru tilbúnir í svona leiki og langar að ná lengra. Um það snýst bikarinn,“ segir Bryngeir sem æfði vítaspyrnur sérstaklega í gærkvöldi. Jón Gunnar segir að lið Víðis sé að mestu skipað heimamönnum, strákum sem eru annað hvort uppaldir í Garði eða í nærliggjandi sveitarfélögum og eigi rætur að rekja í Garðinn. Þá eru þrír serbneskir leikmenn í liðinu í ár. „Ég myndi segja að Víðishjartað sé rosalega sterkt. Við erum allir af Suðurnesjunum og við fórnum okkur meira en margir aðrir.“ 30 ár frá bikarúrslitum Víðir á að baki fjögur tímabil í efstu deild karla, frá árunum 1985 til 1991. Liðið komst alla leið í bikarúrslitin árið 1987 og sló þá bæði KR og Val, Íslandsmeistara þess árs, úr leik á leið sinni í úrslit. Víðir steinlá þó fyrir Fram í úrslitaleiknum, 5-0. Liðið var síðast í næstefstu deild árið 1999 en hefur síðan þá verið í neðri deildunum. Víðir var í 3. deildinni, sem er fjórða efsta deild á Íslandi, í átta tímabil áður en liðið vann sér sæti í 2. deildinni síðastliðið haust.Býð þá velkomna á Stæðið Sigurinn á Keflavík í vor hafði mikla þýðingu fyrir Víðisliðið og þar á bæ vilja menn ná enn lengra en í 16-liða úrslitin, þó svo að sterkt lið Fylkis sé nú í heimsókn. „Ég hef trú á því að við getum komist áfram. Það er árið 2017 og maður veit aldrei. Liðin á Íslandi eru alltaf að verða jafnari og jafnari. Ég held að það sé aðallega formið sem skilur á milli liðanna, þó svo að það sé auðvitað einhver gæðamunur líka á milli deilda,“ segir Jón Gunnar. „Fylkir er á svipuðu róli og Keflavík. Fylkismenn hafa reyndar staðið sig vel og slógu til að mynda Breiðablik úr leik. En við höfum hjartað.“ Bryngeir þekkir vel til Fylkismanna eftir að hafa þjálfað nokkra leikmenn úr liðinu í dag í 2. flokki fyrir áratug síðan. „Ég býð þá bara velkomna á Stæðið eins og sagt er. Ég hlakka mikið til að hitta þá,“ sagði Bryngeir og brosti.
Íslenski boltinn Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira