Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2017 20:33 David Davis, sem fer fyrir samninganefnd Bretlands, og Michel Barnier, helsti samningamaður Evrópusambandsins, í Brussel í dag. Vísir/AFP Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. David Davis, sem fer fyrir samninganefnd Bretlands, sagði þessa niðurstöðu á forgangsröðun viðræðanna í samræmi við áætlun ríkisstjórnarinnar. The Guardian greindi frá þessu í umfjöllun um fyrsta dag viðræðna. „Það skiptir ekki máli hvernig þær byrja heldur hvernig þeim lýkur,“ sagði Davis eftir fyrsta dag viðræðna í Brussel höfuðborg Belgíu. „Ekkert er samþykkt fyrr en allt hefur verið samþykkt.“ Michel Barnier, aðal samningamaður Evrópusambandsins, sagði að Bretland væri ekki í stöðu til að stýra tímasetningu viðræðanna. „Bretland hefur beðið um að segja sig úr Evrópusambandinu, þessu er ekki öfugt farið, svo við þurfum að gera ráð fyrir afleiðingum ákvarðana okkar og þær afleiðingar eru umtalsverðar,“ sagði Barnier aðspurður hvort Evrópusambandið hygðist sjálft slaka á einhverjum kröfum. Hann bað Breta um að vanmeta ekki umræddar afleiðingar. Þá mun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gera sér ferð til Brussel á fimmtudag til að svipta hulunni af nýju tilboði Bretlands sem á að tryggja réttindi ríkisborgara Evrópusambandsríkja sem búa í Bretlandi. Landamæri Norður-Írlands, sem tilheyrir Bretlandi og þar af leiðandi úrsögn þess úr Evrópusambandinu, og Írlands voru einnig tekin fyrir á fundinum. Þá var dagurinn þó að mestu notaður til að teikna upp skipulag komandi viðræðna og ákvarða helstu tímasetningar.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/StefánÍslendingar þurfa að fylgjast vel með Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði mikilvægt fyrir Íslendinga að fylgjast vel með Brexit-viðræðunum sem hófust í dag. Hann lagði áherslu á mikilvægi viðskiptasambands Íslands og Breta og þeirra hagsmuna sem þar bæri að gæta. „Þetta er mikilvægasta viðskiptaland okkar, Bretar, og búið að vera það lengi en það sem um þarna ræðir, það ætti í rauninni ekki að vera stórmál þegar eitthvað Evrópuríki ákveður að ganga úr ákveðnu samstarfi eins og þarna er um að ræða,“ sagði Guðlaugur í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði stærsta vandann við úrsögn Breta úr sambandinu í raun tvenns konar. „Það er annars vegar að Bretar borga mjög mikið inn í sambandið, þeir borga um 16% af heildarkostnaðinum, og það er mjög mikið áfall fyrir Evrópusambandið að missa það. Hitt er að Evrópusambandið vill alls ekki að fleiri gangi út og vilja helst að skilmálarnir verði þannig að það verði ekki spennandi fyrir aðra að fylgja í kjölfarið.“Nokkrir möguleikar í kortunum Þá ræddi hann einnig samningsstöðu Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu í gegnum Evrópska efnahagssvæðið, EES, og Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA. Hann sagði nokkra möguleika í stöðunni varðandi stöðu Íslands. „Það eru nokkrar sviðsmyndir uppi, í fyrsta lagi að EFTA-ríkin myndu gera sameiginlegan samning við Breta, því þetta snýst um það að þegar Bretar fara úr Evrópusambandinu þá að öllu óbreyttu myndu hækka tollar á ýmsum vörum sem við erum með tollfrelsi á.“ Þá sagði hann einnig koma til greina að Íslendingar geri tvíhliða samning við Breta eða þá að EFTA-löndin verði hreinlega tekin inn í samninga á milli Evrópusambandsins og Bretlands. Stefnt er að því að Brexit-viðræðum ljúki innan næstu tveggja ára.Viðtalið við Guðlaug Þór má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Brexit Tengdar fréttir Angela Merkel segir Evrópusambandið tilbúið til Brexit-viðræðna Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta í nýafstöðnum kosningum. 10. júní 2017 10:44 Um fimmfalt fleiri Bretar vilja nú verða Þjóðverjar Um 360 prósent fleiri Bretar sóttu um þýskan ríkisborgararétt í fyrra en árið áður samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni. 19. júní 2017 07:00 Brexit gæti leitt til greiðari markaðsaðgangs fyrir Ísland Bæði tækifæri og áskoranir fyrir Ísland og Íslendinga fylgja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu segir Breta vilja vinna áfram að traustu viðskiptasambandi við Ísland. 15. júní 2017 07:00 Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. David Davis, sem fer fyrir samninganefnd Bretlands, sagði þessa niðurstöðu á forgangsröðun viðræðanna í samræmi við áætlun ríkisstjórnarinnar. The Guardian greindi frá þessu í umfjöllun um fyrsta dag viðræðna. „Það skiptir ekki máli hvernig þær byrja heldur hvernig þeim lýkur,“ sagði Davis eftir fyrsta dag viðræðna í Brussel höfuðborg Belgíu. „Ekkert er samþykkt fyrr en allt hefur verið samþykkt.“ Michel Barnier, aðal samningamaður Evrópusambandsins, sagði að Bretland væri ekki í stöðu til að stýra tímasetningu viðræðanna. „Bretland hefur beðið um að segja sig úr Evrópusambandinu, þessu er ekki öfugt farið, svo við þurfum að gera ráð fyrir afleiðingum ákvarðana okkar og þær afleiðingar eru umtalsverðar,“ sagði Barnier aðspurður hvort Evrópusambandið hygðist sjálft slaka á einhverjum kröfum. Hann bað Breta um að vanmeta ekki umræddar afleiðingar. Þá mun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gera sér ferð til Brussel á fimmtudag til að svipta hulunni af nýju tilboði Bretlands sem á að tryggja réttindi ríkisborgara Evrópusambandsríkja sem búa í Bretlandi. Landamæri Norður-Írlands, sem tilheyrir Bretlandi og þar af leiðandi úrsögn þess úr Evrópusambandinu, og Írlands voru einnig tekin fyrir á fundinum. Þá var dagurinn þó að mestu notaður til að teikna upp skipulag komandi viðræðna og ákvarða helstu tímasetningar.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/StefánÍslendingar þurfa að fylgjast vel með Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði mikilvægt fyrir Íslendinga að fylgjast vel með Brexit-viðræðunum sem hófust í dag. Hann lagði áherslu á mikilvægi viðskiptasambands Íslands og Breta og þeirra hagsmuna sem þar bæri að gæta. „Þetta er mikilvægasta viðskiptaland okkar, Bretar, og búið að vera það lengi en það sem um þarna ræðir, það ætti í rauninni ekki að vera stórmál þegar eitthvað Evrópuríki ákveður að ganga úr ákveðnu samstarfi eins og þarna er um að ræða,“ sagði Guðlaugur í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði stærsta vandann við úrsögn Breta úr sambandinu í raun tvenns konar. „Það er annars vegar að Bretar borga mjög mikið inn í sambandið, þeir borga um 16% af heildarkostnaðinum, og það er mjög mikið áfall fyrir Evrópusambandið að missa það. Hitt er að Evrópusambandið vill alls ekki að fleiri gangi út og vilja helst að skilmálarnir verði þannig að það verði ekki spennandi fyrir aðra að fylgja í kjölfarið.“Nokkrir möguleikar í kortunum Þá ræddi hann einnig samningsstöðu Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu í gegnum Evrópska efnahagssvæðið, EES, og Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA. Hann sagði nokkra möguleika í stöðunni varðandi stöðu Íslands. „Það eru nokkrar sviðsmyndir uppi, í fyrsta lagi að EFTA-ríkin myndu gera sameiginlegan samning við Breta, því þetta snýst um það að þegar Bretar fara úr Evrópusambandinu þá að öllu óbreyttu myndu hækka tollar á ýmsum vörum sem við erum með tollfrelsi á.“ Þá sagði hann einnig koma til greina að Íslendingar geri tvíhliða samning við Breta eða þá að EFTA-löndin verði hreinlega tekin inn í samninga á milli Evrópusambandsins og Bretlands. Stefnt er að því að Brexit-viðræðum ljúki innan næstu tveggja ára.Viðtalið við Guðlaug Þór má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Brexit Tengdar fréttir Angela Merkel segir Evrópusambandið tilbúið til Brexit-viðræðna Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta í nýafstöðnum kosningum. 10. júní 2017 10:44 Um fimmfalt fleiri Bretar vilja nú verða Þjóðverjar Um 360 prósent fleiri Bretar sóttu um þýskan ríkisborgararétt í fyrra en árið áður samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni. 19. júní 2017 07:00 Brexit gæti leitt til greiðari markaðsaðgangs fyrir Ísland Bæði tækifæri og áskoranir fyrir Ísland og Íslendinga fylgja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu segir Breta vilja vinna áfram að traustu viðskiptasambandi við Ísland. 15. júní 2017 07:00 Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Angela Merkel segir Evrópusambandið tilbúið til Brexit-viðræðna Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta í nýafstöðnum kosningum. 10. júní 2017 10:44
Um fimmfalt fleiri Bretar vilja nú verða Þjóðverjar Um 360 prósent fleiri Bretar sóttu um þýskan ríkisborgararétt í fyrra en árið áður samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni. 19. júní 2017 07:00
Brexit gæti leitt til greiðari markaðsaðgangs fyrir Ísland Bæði tækifæri og áskoranir fyrir Ísland og Íslendinga fylgja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu segir Breta vilja vinna áfram að traustu viðskiptasambandi við Ísland. 15. júní 2017 07:00
Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00