Sækir Úkraína innblástur í tíu ára gömul vonbrigði? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. júní 2017 13:45 Svona var stemningin hjá strákunum okkar eftir leikinn gegn Úkraínu á HM 2007. Við viljum ekki sjá svona myndir á sunnudag. vísir/pjetur „Við frömdum sjálfsmorð í þessum leik,“ sagði Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari, eftir að Ísland hafði tapað mjög óvænt gegn Úkraínu á HM í Þýskalandi árið 2007. Íslenska liðið spilaði þá einn sinn lélegasta landsleik líklega frá upphafi og tapaði með þriggja marka mun, 32-29. Úkraínumenn fögnuðu eðlilega mikið eftir leik og töldu sig vera svo gott sem komna áfram á mótinu. Ísland átti eftir að spila við hrikalega sterkt lið Frakka og fáir spáðu því að Ísland myndi sjá til sólar í þeim leik. Annað kom á daginn. Sólarhring eftir einn lélegasta landsleik allra tíma spilaði íslenska liðið einn sinn besta landsleik frá upphafi.Alfreð í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn geg Úkraínu.Strákarnir völtuðu yfir Frakka og unnu stórsigur, 32-24. Svo mikill var munurinn á liðunum um tíma að Ísland varð að slaka á og leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ef Ísland hefði unnið leikinn of stórt hefði liðið farið áfram í milliriðil ásamt Úkraínu en ekki með nein stig í farteskinu. Með því að vinna „aðeins“ átta marka sigur á Frökkum fór Ísland áfram í milliriðil með Frökkum og tók með sér tvö stig. Grátleg niðurstaða fyrir úkraínska liðið sem hafði gert svo vel í að leggja Ísland að velli. Svo svekktir voru þeir við að horfa á leik Íslands og Frakklands að þeir yfirgáfu Bördelandhalle í Magdeburg í leikhléi. Á sunnudag spilar Ísland við Úkraínu leik þar sem allt er undir. Ef Ísland vinnur leikinn þá fara strákarnir á EM en ef strákarnir okkar tapa þá verður ekkert stórmót í janúar.Þetta var mjög erfiður dagur fyrir Úkraínumenn.Vonandi verða strákarnir ekki yfirspenntir eins og þeir voru í leiknum gegn Úkraínu fyrir tíu árum síðan. „Menn voru yfirspenntir og eflaust búnir að hugsa mikið um leikinn síðustu vikur. Staðan var engu að síður sú að menn vissu hver staðan væri og í dag höndluðum við einfaldlega ekki verkefnið,“ sagði Alfreð einnig eftir Úkraínuleikinn. Vonandi fáum við ekki viðtal við Geir Sveinsson í sama anda á sunnudag. Úkraínumenn eru alveg örugglega ekki búnir að gleyma þessari riðlakeppni og spurning hvort þeir noti það sem innblástur fyrir leikinn mikilvæga um helgina? Við Íslendingar erum svo sannarlega ekki búnir að gleyma gleðinni eftir Frakkaleikinn og ummæli Alfreðs þá voru ekki síðar eftirminnileg. „Í nótt var ég nánast í sjálfsmorðshugleiðingum en það er ljóst að ég fæ að lifa eitthvað lengur,“ sagði Alfreð léttur. „Liðið sýndi alveg hreint ótrúlegan karakter hér í dag og ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var eins og að spila á heimavelli og áhorfendur ótrúlegir allir saman.“ Leikur Íslands og Úkraínu er á sunnudag hefst klukkan 18.45.Það muna allir eftir því er Alfreð flaug um fjalir Bördelandhalle eftir sigurinn lygilega á Frökkum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
„Við frömdum sjálfsmorð í þessum leik,“ sagði Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari, eftir að Ísland hafði tapað mjög óvænt gegn Úkraínu á HM í Þýskalandi árið 2007. Íslenska liðið spilaði þá einn sinn lélegasta landsleik líklega frá upphafi og tapaði með þriggja marka mun, 32-29. Úkraínumenn fögnuðu eðlilega mikið eftir leik og töldu sig vera svo gott sem komna áfram á mótinu. Ísland átti eftir að spila við hrikalega sterkt lið Frakka og fáir spáðu því að Ísland myndi sjá til sólar í þeim leik. Annað kom á daginn. Sólarhring eftir einn lélegasta landsleik allra tíma spilaði íslenska liðið einn sinn besta landsleik frá upphafi.Alfreð í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn geg Úkraínu.Strákarnir völtuðu yfir Frakka og unnu stórsigur, 32-24. Svo mikill var munurinn á liðunum um tíma að Ísland varð að slaka á og leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ef Ísland hefði unnið leikinn of stórt hefði liðið farið áfram í milliriðil ásamt Úkraínu en ekki með nein stig í farteskinu. Með því að vinna „aðeins“ átta marka sigur á Frökkum fór Ísland áfram í milliriðil með Frökkum og tók með sér tvö stig. Grátleg niðurstaða fyrir úkraínska liðið sem hafði gert svo vel í að leggja Ísland að velli. Svo svekktir voru þeir við að horfa á leik Íslands og Frakklands að þeir yfirgáfu Bördelandhalle í Magdeburg í leikhléi. Á sunnudag spilar Ísland við Úkraínu leik þar sem allt er undir. Ef Ísland vinnur leikinn þá fara strákarnir á EM en ef strákarnir okkar tapa þá verður ekkert stórmót í janúar.Þetta var mjög erfiður dagur fyrir Úkraínumenn.Vonandi verða strákarnir ekki yfirspenntir eins og þeir voru í leiknum gegn Úkraínu fyrir tíu árum síðan. „Menn voru yfirspenntir og eflaust búnir að hugsa mikið um leikinn síðustu vikur. Staðan var engu að síður sú að menn vissu hver staðan væri og í dag höndluðum við einfaldlega ekki verkefnið,“ sagði Alfreð einnig eftir Úkraínuleikinn. Vonandi fáum við ekki viðtal við Geir Sveinsson í sama anda á sunnudag. Úkraínumenn eru alveg örugglega ekki búnir að gleyma þessari riðlakeppni og spurning hvort þeir noti það sem innblástur fyrir leikinn mikilvæga um helgina? Við Íslendingar erum svo sannarlega ekki búnir að gleyma gleðinni eftir Frakkaleikinn og ummæli Alfreðs þá voru ekki síðar eftirminnileg. „Í nótt var ég nánast í sjálfsmorðshugleiðingum en það er ljóst að ég fæ að lifa eitthvað lengur,“ sagði Alfreð léttur. „Liðið sýndi alveg hreint ótrúlegan karakter hér í dag og ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var eins og að spila á heimavelli og áhorfendur ótrúlegir allir saman.“ Leikur Íslands og Úkraínu er á sunnudag hefst klukkan 18.45.Það muna allir eftir því er Alfreð flaug um fjalir Bördelandhalle eftir sigurinn lygilega á Frökkum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn