Kolaframleiðsla hefur aldrei dregist meira saman Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2017 11:46 Kol eru á útleið jafnvel þó að í Bandaríkjunum reyni stjórnvöld að blása lífi í glæður iðnaðarins. Vísir/AFP Metsamdráttur varð í framleiðslu á kolum í heiminum á síðasta ári. Kolin hafa orðið undir í samkeppninni við aðra orkugjafa auk þess sem aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregið úr notkun þeirra. Kínverjar eru stærstu notendur kola í heiminum en í fyrra hafði ekki verið brennt minna af þeim þar í sex ár. Í Bandaríkjunum var kolanotkun sú minnsta frá því á 8. áratug síðustu aldar samkvæmt árlegri skýrslu BP um þróun í orkumálum. Í heildina dróst eftirspurn eftir kolum saman um 1,7% í fyrra, borið saman við 1,9% árlega aukningu að meðaltali frá 2005 til 2015, að því er kemur fram í frétt Bloomberg. Á hinn bóginn jókst notkun á olíu um 1,6% á heimsvísu í fyrra.Kol undir í samkeppni við jarðgas og endurnýjanlega orkugjafaÞað eru ekki aðeins loftslagsaðgerðir sem hafa leitt til minnkandi eftirspurnar eftir kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Kol hafa orðið undir í samkeppni við jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa eins og vind- og sólarorku. Spencer Dale, aðalhagfræðingur BP, segir að afleiðing samdráttarins sé að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi staðið í stað, þriðja árið í röð í fyrra. Þrátt fyrir það er losun manna á gróðurhúsalofttegundum enn sú mesta frá iðnbyltingu. Draga þarf verulega úr losuninni á allra næstu árum ef menn ætla sér að eiga nokkra von um að ná yfirlýstum markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C, og helst 1,5°C, á þessari öld. Loftslagsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Metsamdráttur varð í framleiðslu á kolum í heiminum á síðasta ári. Kolin hafa orðið undir í samkeppninni við aðra orkugjafa auk þess sem aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregið úr notkun þeirra. Kínverjar eru stærstu notendur kola í heiminum en í fyrra hafði ekki verið brennt minna af þeim þar í sex ár. Í Bandaríkjunum var kolanotkun sú minnsta frá því á 8. áratug síðustu aldar samkvæmt árlegri skýrslu BP um þróun í orkumálum. Í heildina dróst eftirspurn eftir kolum saman um 1,7% í fyrra, borið saman við 1,9% árlega aukningu að meðaltali frá 2005 til 2015, að því er kemur fram í frétt Bloomberg. Á hinn bóginn jókst notkun á olíu um 1,6% á heimsvísu í fyrra.Kol undir í samkeppni við jarðgas og endurnýjanlega orkugjafaÞað eru ekki aðeins loftslagsaðgerðir sem hafa leitt til minnkandi eftirspurnar eftir kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Kol hafa orðið undir í samkeppni við jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa eins og vind- og sólarorku. Spencer Dale, aðalhagfræðingur BP, segir að afleiðing samdráttarins sé að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi staðið í stað, þriðja árið í röð í fyrra. Þrátt fyrir það er losun manna á gróðurhúsalofttegundum enn sú mesta frá iðnbyltingu. Draga þarf verulega úr losuninni á allra næstu árum ef menn ætla sér að eiga nokkra von um að ná yfirlýstum markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C, og helst 1,5°C, á þessari öld.
Loftslagsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira