Tuttugu ár frá Bitbardaga Tysons og Holyfields Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2017 16:15 Tyson beit Holyfield í bæði eyrun. vísir/getty Í dag eru nákvæmlega 20 ár frá einum frægasta boxbardaga allra tíma, Bitbardaganum svokallaða. Þann 28. júní 1997 mættust Mike Tyson og Evander Holyfield í MGM Grand Garden Arena í Las Vegas í bardaga sem var stöðvaður eftir þrjár lotur eftir að Tyson hafi bitið í bæði eyru Holyfields. Þetta var annar bardagi Tysons og Holyfields á innan við ári en sjö mánuðum áður mættust þeir í bardaga sem var auglýstur með slagorðinu „Loksins“. Það var ekki að ástæðulausu því þess hafði verið lengi beðið að Tyson og Holyfield mættust í hringnum. Þeir áttu fyrst að mætast árið 1990 en ekkert varð af þeim bardaga eftir að Tyson tapaði afar óvænt fyrir Buster Douglas í frægum bardaga í Tókíó. Það var fyrsta tap Tysons á ferlinum.Tyson og Holyfield, ásamt Don King, í vigtuninni.vísir/gettyÁri síðar komu meiðsli Tysons í veg fyrir bardaga þeirra og þegar þeir áttu að mætast 1992 var Tyson kominn á bak við lás og slá fyrir nauðgun. Eftir að hafa setið inni í rúm þrjú ár sneri Tyson aftur í hringinn og vann þrjá bardaga áður en að bardaganum langþráða við Holyfield kom. Eftir að hafa tapað fyrir Michael Moorer 1994 lagði Holyfield hanskana á hilluna um tíma. Hann sneri aftur ári seinna en var ekki sami boxari og hann var. Þrátt fyrir misjafna frammistöðu eftir að hafa tekið hanskana af hillunni og Tyson væri talinn mun sigurstranglegri gerði Holyfield sér lítið fyrir og vann bardagann á tæknilegu rothöggi í elleftu lotu. Tyson fékk tækifæri til að hefna fyrir ófarirnar sjö mánuðum síðar þegar þeir Holyfield öðru sinni.Holyfield sýnir dómaranum Mills Lane blóðugt eyrað.vísir/gettyHolyfield stjórnaði ferðinni gegn illa fyrir kölluðum Tyson sem var eins og tifandi tímasprengja. Í annarri lotu fékk Tyson skurð fyrir ofan hægra augað eftir að höfuð þeirra Holyfields skullu saman. Tyson taldi að um viljaverk væri að ræða en hann hafði kvartað mikið yfir því að Holyfield væri að skalla hann í fyrri bardaganum. Seinna sagði hann svo að það hefði verið ástæðan fyrir því að hann réðst á Holyfield og beit hann. Þegar um 40 sekúndur voru eftir af lotu þrjú beit Tyson stykki úr hægra eyra Holyfields og spýtti því út úr sér. Mills Lane dómari gerði þá hlé á bardaganum. Eftir nokkra reikistefnu voru tvö stig dregin af Tyson og bardaginn hélt áfram. Skömmu síðar beit Tyson Holyfield öðru sinni og þá í vinstra eyrað. Mills stöðvaði bardagann ekki heldur leyfði lotunni að klárast. Svo ákvað hann að enda bardagann. Tyson var lítt hrifinn af þeirri ákvörðun og gekk berserksgang í MGM Grand Garden Arena. Mills dæmdi Tyson svo úr leik fyrir bitin tvö.Tyson var gjörsamlega trylltur eftir bardagann.vísir/gettyÞessi fáránlega hegðun Tysons dró dilk á eftir sér; keppnisleyfið hans var innkallað, hann var sektaður um þrjár milljónir Bandaríkjadala og þurfti að sinna samfélagsþjónustu. Hann fékk keppnisleyfið aftur rúmu ári síðar. Þrátt fyrir árásina var Holyfield fljótur að fyrirgefa Tyson. Bitvargurinn bað Holyfield svo formlega afsökunar í spjallþætti Oprah Winfrey í október 2009. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Tyson og Holyfield er vel til vina í dag og hafa þeir sæst heilum sáttum. Þeir léku m.a. í afar skemmtilegri auglýsingu árið 2013 þar sem Tyson skilar Holyfield eyranu sem hann beit í. Box Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 20 ár frá einum frægasta boxbardaga allra tíma, Bitbardaganum svokallaða. Þann 28. júní 1997 mættust Mike Tyson og Evander Holyfield í MGM Grand Garden Arena í Las Vegas í bardaga sem var stöðvaður eftir þrjár lotur eftir að Tyson hafi bitið í bæði eyru Holyfields. Þetta var annar bardagi Tysons og Holyfields á innan við ári en sjö mánuðum áður mættust þeir í bardaga sem var auglýstur með slagorðinu „Loksins“. Það var ekki að ástæðulausu því þess hafði verið lengi beðið að Tyson og Holyfield mættust í hringnum. Þeir áttu fyrst að mætast árið 1990 en ekkert varð af þeim bardaga eftir að Tyson tapaði afar óvænt fyrir Buster Douglas í frægum bardaga í Tókíó. Það var fyrsta tap Tysons á ferlinum.Tyson og Holyfield, ásamt Don King, í vigtuninni.vísir/gettyÁri síðar komu meiðsli Tysons í veg fyrir bardaga þeirra og þegar þeir áttu að mætast 1992 var Tyson kominn á bak við lás og slá fyrir nauðgun. Eftir að hafa setið inni í rúm þrjú ár sneri Tyson aftur í hringinn og vann þrjá bardaga áður en að bardaganum langþráða við Holyfield kom. Eftir að hafa tapað fyrir Michael Moorer 1994 lagði Holyfield hanskana á hilluna um tíma. Hann sneri aftur ári seinna en var ekki sami boxari og hann var. Þrátt fyrir misjafna frammistöðu eftir að hafa tekið hanskana af hillunni og Tyson væri talinn mun sigurstranglegri gerði Holyfield sér lítið fyrir og vann bardagann á tæknilegu rothöggi í elleftu lotu. Tyson fékk tækifæri til að hefna fyrir ófarirnar sjö mánuðum síðar þegar þeir Holyfield öðru sinni.Holyfield sýnir dómaranum Mills Lane blóðugt eyrað.vísir/gettyHolyfield stjórnaði ferðinni gegn illa fyrir kölluðum Tyson sem var eins og tifandi tímasprengja. Í annarri lotu fékk Tyson skurð fyrir ofan hægra augað eftir að höfuð þeirra Holyfields skullu saman. Tyson taldi að um viljaverk væri að ræða en hann hafði kvartað mikið yfir því að Holyfield væri að skalla hann í fyrri bardaganum. Seinna sagði hann svo að það hefði verið ástæðan fyrir því að hann réðst á Holyfield og beit hann. Þegar um 40 sekúndur voru eftir af lotu þrjú beit Tyson stykki úr hægra eyra Holyfields og spýtti því út úr sér. Mills Lane dómari gerði þá hlé á bardaganum. Eftir nokkra reikistefnu voru tvö stig dregin af Tyson og bardaginn hélt áfram. Skömmu síðar beit Tyson Holyfield öðru sinni og þá í vinstra eyrað. Mills stöðvaði bardagann ekki heldur leyfði lotunni að klárast. Svo ákvað hann að enda bardagann. Tyson var lítt hrifinn af þeirri ákvörðun og gekk berserksgang í MGM Grand Garden Arena. Mills dæmdi Tyson svo úr leik fyrir bitin tvö.Tyson var gjörsamlega trylltur eftir bardagann.vísir/gettyÞessi fáránlega hegðun Tysons dró dilk á eftir sér; keppnisleyfið hans var innkallað, hann var sektaður um þrjár milljónir Bandaríkjadala og þurfti að sinna samfélagsþjónustu. Hann fékk keppnisleyfið aftur rúmu ári síðar. Þrátt fyrir árásina var Holyfield fljótur að fyrirgefa Tyson. Bitvargurinn bað Holyfield svo formlega afsökunar í spjallþætti Oprah Winfrey í október 2009. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Tyson og Holyfield er vel til vina í dag og hafa þeir sæst heilum sáttum. Þeir léku m.a. í afar skemmtilegri auglýsingu árið 2013 þar sem Tyson skilar Holyfield eyranu sem hann beit í.
Box Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira