Ricciardo: Ég trúi ekki að ég hafi unnið frá tíunda sæti Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. júní 2017 18:30 Daniel Ricciardo með skóinn fræga og fyrsta sætis bikarinn sem hann hreppti í dag. Vísir/Getty Daniel Ricciardo kom fyrstur í mark í dramatískri Formúlu 1 keppni í Bakú í dag. Hann vann þar með sína fimmtu keppni. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég trúi því eiginlega ekki að ég hafi unnið keppnina frá tíunda sæti. Þessi keppni var raunar bara brjálæði. Ég var með brak í bremsukerfinu og var 17. þegar ég kom út á brautina eftir það. Ég var vosnvikinn í gær með mistökin. Ég vissi að það myndi borga sig að halda sig frá vandræðum,“ sagði kampakátur Ricciardo á verðlaunapallinum. „Ég var bara flissandi undir hjálminum síðustu hringina,“ sagði Ricciardo. Hann lét svo Stroll drekka úr skónum sínum venju samkvæmt. „Þetta var sturluð keppni. Ég þurfti að taka fram úr öllum nánast. Þetta kennir manni að gefast aldrei upp. Liðið stóð sig vel á meðan keppnin var stöðvuð við að laga smá vandamál í bílnum. Það var ekki pláss á milli mín og Kimi Raikkonen í upphafi. Þetta var keppnisatvik en það er ótrúlegt að þetta séu alltaf við Kimi,“ sagði Valtteri Bottas sem tryggði sér annað sæti í dag með því að taka fram úr Lance Stroll á síðasta hring í hreinni spyrnu í átt að endamarkinu. Bottas var á 12. hring einum hring á eftir og síðastur. „Ég er bara orðlaus. Ég er ekki búinn að átta mig á þessu ennþá. Ég einbeitti mér bara að því að halda mig frá vandræðum. Þetta er sennilega einn tæpasti endasprettur í sögunni, við vorum hlið við hlið yfir línuna. Síðustu tvær keppnir hafa verið svakalegar,“ sagði Stroll sem landaði sínu fyrsta verðlaunasæti í Formúlu 1 í dag. „Ég hlakka bara til að komast heim. Þið sáuð hvað gerðist, mér er eiginlega alveg sama. Ég get ekkert sagt sem lagar aðstæðurnar. Mér finnst 10 sekúndur ekki nægileg refsing fyrir svona háttalag,“ sagði Lewis Hamilton sem varð fimmti í dag. „Mér finnst ekki rétt að ég hafi fengið refsingu. Við hverju bjóst hann. Ég snerti hann aftan frá,“ sagði Sebastian Vettel.Lance Stroll fékk að syppa úr skó Daniel Ricciardo.Vísir/Getty„Ég fór svo upp að hliðinni á honum og lyfti höndinni upp til að sýna honum að ég væri ekki sáttur með þetta,“ bætti Vettel við. Vettel vildi hins vegar ekki tala um það að hann hefði ekið inn í hliðina á Hamilton, sem hann vissulega gerði. „Það getur allt gerst í kappakstri. Við vorum niðurlút eftir fyrsta atvikið sem snéri að okkur í keppninni, þegar við þurftum að taka Daniel Ricciardo inn því bresmurnar voru að ofhitna vegna braks í bremsukerfinu. Daniel Var svo heppin með hvernig keppnin þróaðist,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Ég veit ekki hvort höfuðvörn Hamilton losnaði eða brotnaði. Ég veit ekki hvað gerðist og ég er ekki að fara að kenna neinum um þetta. Ég er fjári pirraður með að hafa ekki unnið keppnina,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Formúla Tengdar fréttir Myndband: Sjáðu árekstur Hamilton og Vettel Upp úr sauð í heimsmeisarakeppni ökumanna í Formúlu 1 í kappaksrinum í Bakú. Sebastian Vettel keyrði aftan á Lewis Hamilton fyrir aftan öryggisbílinn. Vettel fannst á sér brotið og keyrði upp að hlið Hamilton og keyrði svo á Hamilton. Sjáðu atvikið í spilara í fréttinni. 25. júní 2017 14:45 Daniel Ricciardo vann ótrúlega keppni í Bakú Daniel Ricciardo kom fyrstur í mark á Red Bull bílnum í Formúlu 1 keppninni í Bakú. Valtteri Bottas varð annar á Mercedes og Lance Stroll varð þriðji á Williams. 25. júní 2017 15:09 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Daniel Ricciardo kom fyrstur í mark í dramatískri Formúlu 1 keppni í Bakú í dag. Hann vann þar með sína fimmtu keppni. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég trúi því eiginlega ekki að ég hafi unnið keppnina frá tíunda sæti. Þessi keppni var raunar bara brjálæði. Ég var með brak í bremsukerfinu og var 17. þegar ég kom út á brautina eftir það. Ég var vosnvikinn í gær með mistökin. Ég vissi að það myndi borga sig að halda sig frá vandræðum,“ sagði kampakátur Ricciardo á verðlaunapallinum. „Ég var bara flissandi undir hjálminum síðustu hringina,“ sagði Ricciardo. Hann lét svo Stroll drekka úr skónum sínum venju samkvæmt. „Þetta var sturluð keppni. Ég þurfti að taka fram úr öllum nánast. Þetta kennir manni að gefast aldrei upp. Liðið stóð sig vel á meðan keppnin var stöðvuð við að laga smá vandamál í bílnum. Það var ekki pláss á milli mín og Kimi Raikkonen í upphafi. Þetta var keppnisatvik en það er ótrúlegt að þetta séu alltaf við Kimi,“ sagði Valtteri Bottas sem tryggði sér annað sæti í dag með því að taka fram úr Lance Stroll á síðasta hring í hreinni spyrnu í átt að endamarkinu. Bottas var á 12. hring einum hring á eftir og síðastur. „Ég er bara orðlaus. Ég er ekki búinn að átta mig á þessu ennþá. Ég einbeitti mér bara að því að halda mig frá vandræðum. Þetta er sennilega einn tæpasti endasprettur í sögunni, við vorum hlið við hlið yfir línuna. Síðustu tvær keppnir hafa verið svakalegar,“ sagði Stroll sem landaði sínu fyrsta verðlaunasæti í Formúlu 1 í dag. „Ég hlakka bara til að komast heim. Þið sáuð hvað gerðist, mér er eiginlega alveg sama. Ég get ekkert sagt sem lagar aðstæðurnar. Mér finnst 10 sekúndur ekki nægileg refsing fyrir svona háttalag,“ sagði Lewis Hamilton sem varð fimmti í dag. „Mér finnst ekki rétt að ég hafi fengið refsingu. Við hverju bjóst hann. Ég snerti hann aftan frá,“ sagði Sebastian Vettel.Lance Stroll fékk að syppa úr skó Daniel Ricciardo.Vísir/Getty„Ég fór svo upp að hliðinni á honum og lyfti höndinni upp til að sýna honum að ég væri ekki sáttur með þetta,“ bætti Vettel við. Vettel vildi hins vegar ekki tala um það að hann hefði ekið inn í hliðina á Hamilton, sem hann vissulega gerði. „Það getur allt gerst í kappakstri. Við vorum niðurlút eftir fyrsta atvikið sem snéri að okkur í keppninni, þegar við þurftum að taka Daniel Ricciardo inn því bresmurnar voru að ofhitna vegna braks í bremsukerfinu. Daniel Var svo heppin með hvernig keppnin þróaðist,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Ég veit ekki hvort höfuðvörn Hamilton losnaði eða brotnaði. Ég veit ekki hvað gerðist og ég er ekki að fara að kenna neinum um þetta. Ég er fjári pirraður með að hafa ekki unnið keppnina,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.
Formúla Tengdar fréttir Myndband: Sjáðu árekstur Hamilton og Vettel Upp úr sauð í heimsmeisarakeppni ökumanna í Formúlu 1 í kappaksrinum í Bakú. Sebastian Vettel keyrði aftan á Lewis Hamilton fyrir aftan öryggisbílinn. Vettel fannst á sér brotið og keyrði upp að hlið Hamilton og keyrði svo á Hamilton. Sjáðu atvikið í spilara í fréttinni. 25. júní 2017 14:45 Daniel Ricciardo vann ótrúlega keppni í Bakú Daniel Ricciardo kom fyrstur í mark á Red Bull bílnum í Formúlu 1 keppninni í Bakú. Valtteri Bottas varð annar á Mercedes og Lance Stroll varð þriðji á Williams. 25. júní 2017 15:09 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Myndband: Sjáðu árekstur Hamilton og Vettel Upp úr sauð í heimsmeisarakeppni ökumanna í Formúlu 1 í kappaksrinum í Bakú. Sebastian Vettel keyrði aftan á Lewis Hamilton fyrir aftan öryggisbílinn. Vettel fannst á sér brotið og keyrði upp að hlið Hamilton og keyrði svo á Hamilton. Sjáðu atvikið í spilara í fréttinni. 25. júní 2017 14:45
Daniel Ricciardo vann ótrúlega keppni í Bakú Daniel Ricciardo kom fyrstur í mark á Red Bull bílnum í Formúlu 1 keppninni í Bakú. Valtteri Bottas varð annar á Mercedes og Lance Stroll varð þriðji á Williams. 25. júní 2017 15:09