Freyr: Var orðinn svolítið örvinglaður áður en ég sá ljósið Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2017 09:45 Freyr Alexandersson kveðst mjög spenntur fyrir að fara með þetta lið á EM. vísir/anton brink Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, virtist vera kominn með álíka fastmótað landslið og strákarnir okkar þegar kom að byrjunarliðinu sínu og fyrstu varamönnum þegar undankeppni EM 2017 stóð yfir. Freyr spilaði meira og minna alltaf á sama byrjunarliðinu sem vann níu af tíu leikjum sínum og fékk aðeins á sig tvö mörk. Lífið var gott og nokkuð einfalt fyrir Frey og hans menn.Sjá einnig:Reynsluboltar í nýjum hlutverkum í Hollandi En á einu augabragði fóru leikmenn að hrúgast í meiðsli og markahæsti leikmaður undankeppninnar varð ólétt. Hún, ásamt tveimur lykilmönnum, eru tiltölulega nýkomnar aftur og verða í öðrum hlutverkum á EM og þá eru reynsluboltar eins og Margrét Lára Viðarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir með slitið krossband. Ungstirni eins og Agla María Albertsdóttir úr Stjörnunni laumaði sér í staðinn inn í lokahópinn sem og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður úr Breiðabliki, sem á aðeins tvo landsleiki að baki. Margt hefur breyst á nokkrum mánuðum hjá landsliðinu. „Ef við hefðum staðið hérna og reynt að skrifa þetta handrit fyrir tólf mánuðum hefðum við sagt að þetta væri bara bull og ekkert af þessu myndi gerast. En þetta gerðist allt,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari sem viðurkennir að honum leist ekki á blikuna um tíma. „Það kom tímapunktur þar sem ég var svolítið örvinglaður og vissi ekki nákvæmlega hvernig ég ætti að halda utan um þetta en svo eftir verkefnið í apríl þá sá ég ljósið, þótt að ótrúlegt sé.“Sjá einnig:Harpa: Tek pressunni fagnandi Stelpurnar okkar unnu fínan sigur á Slóvakíu, 2-0, í apríl en fengu svo 4-0 skell á móti gestgjöfum Hollands í Doetinchem þar sem liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum á EM. Þarna var útlitið ekki gott. „Þegar að maður fær eitthvað svona í andlitið og maður finnur takt sem er ekki alveg í takt. Þá fórum við í svakalega góða og djúpa vinnu um hvernig við vildum gera þetta,“ segir Freyr sem fékk miklu betri leiki frá landsliðinu í síðustu viku á móti Írlandi og Brasilíu. „Núna er ég orðinn ofboðslega spenntur og fullur tilhlökkunar að takast á við Evrópumótið með þeim hætti sem við sýndum hérna á móti Brasilíu og með þessa leikmenn. Hitt er búið og nú er nýtt upphaf,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Tek pressunni fagnandi Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 22. júní 2017 19:30 Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00 Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, virtist vera kominn með álíka fastmótað landslið og strákarnir okkar þegar kom að byrjunarliðinu sínu og fyrstu varamönnum þegar undankeppni EM 2017 stóð yfir. Freyr spilaði meira og minna alltaf á sama byrjunarliðinu sem vann níu af tíu leikjum sínum og fékk aðeins á sig tvö mörk. Lífið var gott og nokkuð einfalt fyrir Frey og hans menn.Sjá einnig:Reynsluboltar í nýjum hlutverkum í Hollandi En á einu augabragði fóru leikmenn að hrúgast í meiðsli og markahæsti leikmaður undankeppninnar varð ólétt. Hún, ásamt tveimur lykilmönnum, eru tiltölulega nýkomnar aftur og verða í öðrum hlutverkum á EM og þá eru reynsluboltar eins og Margrét Lára Viðarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir með slitið krossband. Ungstirni eins og Agla María Albertsdóttir úr Stjörnunni laumaði sér í staðinn inn í lokahópinn sem og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður úr Breiðabliki, sem á aðeins tvo landsleiki að baki. Margt hefur breyst á nokkrum mánuðum hjá landsliðinu. „Ef við hefðum staðið hérna og reynt að skrifa þetta handrit fyrir tólf mánuðum hefðum við sagt að þetta væri bara bull og ekkert af þessu myndi gerast. En þetta gerðist allt,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari sem viðurkennir að honum leist ekki á blikuna um tíma. „Það kom tímapunktur þar sem ég var svolítið örvinglaður og vissi ekki nákvæmlega hvernig ég ætti að halda utan um þetta en svo eftir verkefnið í apríl þá sá ég ljósið, þótt að ótrúlegt sé.“Sjá einnig:Harpa: Tek pressunni fagnandi Stelpurnar okkar unnu fínan sigur á Slóvakíu, 2-0, í apríl en fengu svo 4-0 skell á móti gestgjöfum Hollands í Doetinchem þar sem liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum á EM. Þarna var útlitið ekki gott. „Þegar að maður fær eitthvað svona í andlitið og maður finnur takt sem er ekki alveg í takt. Þá fórum við í svakalega góða og djúpa vinnu um hvernig við vildum gera þetta,“ segir Freyr sem fékk miklu betri leiki frá landsliðinu í síðustu viku á móti Írlandi og Brasilíu. „Núna er ég orðinn ofboðslega spenntur og fullur tilhlökkunar að takast á við Evrópumótið með þeim hætti sem við sýndum hérna á móti Brasilíu og með þessa leikmenn. Hitt er búið og nú er nýtt upphaf,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Tek pressunni fagnandi Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 22. júní 2017 19:30 Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00 Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Harpa: Tek pressunni fagnandi Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 22. júní 2017 19:30
Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00
Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00
EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45
Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46
Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11