Dramatík í Breiðholti og í Laugardal | Fimm leikjum lokið í Inkasso deildinni Elías Orri Njarðarson skrifar 15. júlí 2017 16:00 Fylkismenn halda toppsætinu visir/andri marinó Fimm leikjum er nú lokið í Inkasso deildinni í fótbolta. Fylkismenn halda toppsætinu í deildinni með 26 stig, Keflavík er í öðru sætinu með 24 stig og Þróttarar fylgja fast á eftir einnig með 24 stig.Fram - HK 3-2 Fram og HK mættust í hörkuleik á Laugardalsvelli sem endaði með 2-3 sigri HK. Bjarni Gunnarsson kom HK yfir á 15. mínútu eftir að Halldór Breiðfjörð Jóhannsson dæmdi vítaspyrnu eftir að Ásgeir Marteinsson hafði fallið niður í vítateig Fram. Á 39. mínútu fengu Framarar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig HK, sem Simon Smidt tók og jafnaði leikinn 1-1. Staðan var jöfn í hálfleik en HK-ingar voru ekki lengi að koma sér yfir og Ásgeir Marteinsson skoraði annað mark HK af 25 metra færi með flottu skoti í nærhornið. Framarar voru ekki lengi að svara en á 56. mínútu jafnaði Guðmundur Magnússon leikinn í 2-2 þegar að hann skoraði í tómt markið eftir mistök hjá Andra Þór Grétarssyni, markmanni HK. Það stefndi allt í jafntefli en á 90. mínútu skoraði Brynjar Jónasson og kom HK 2-3 yfir í leiknum eftir að hann hafði sloppið í gegnum vörn Framara og klárað á milli fóta Hlyns í marki Fram. Alvöru dramatík á Laugardalsvelli.Haukar-Þróttur 0-0 Haukar og Þróttur mættust á Gaman ferða vellinum í Hafnafirði í dag og skildu liðin jöfn. Þróttarar voru betri í leiknum en bæði lið fengu færi til þess að vinna leikinn, en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk 0-0.ÍR-Selfoss 1-3 ÍR fékk Selfoss í heimsókn á Hertz-völlinn. Heimamenn komust yfir á 8. mínútu þegar að Óskar Jónsson skoraði fallegt mark á lofti af löngu færi. ÍR-ingar héldu forskoti sínu framan af í leiknum og það var ekki fyrr en á 66. mínútu þegar að Elvar Ingi Vignisson jafnar leikinn fyrir Selfoss. Það stefndi allt í jafntefli en Selfyssingar komust yfir á 90. mínútu leiksins þegar að Svavar Berg Jóhannsson, leikmaður Selfoss, fékk boltann í sig og þaðan fór hann í netið. Selfyssingar bættu síðan öðru marki við þegar að Ivan Martinez Gutierrez skoraði þriðja markið fyrir Selfoss og leiknum lauk með 1-3 sigri gestanna.Keflavík-Leiknir R. 1-2 Keflvíkingar fengu Leiknismenn frá Reykjavík í heimsókn til Keflavíkur. Leiknismenn komust yfir í leiknum þegar að Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði á 24. mínútu leiksins. Staðan var 0-1 fyrir Leikni þegar að fyrri hálfleik lauk. Jeppe Hansen jafnaði síðan metin á 57. mínútu með laglegu marki. 10 mínútum seinna komust Leiknismenn aftur yfir gegn gangi leiksins en þar var á ferðinni Tómas Óli Garðarsson sem skoraði annað mark Leiknismanna. Keflvíkingar fengu færi til þess að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk með 1-2 útisigri Leiknis á Keflavík.Þór-Fylkir 1-1 Þórsarar fengu Fylkismenn til sín í heimsókn á Akureyri. Albert Brynjar Ingason kom gestunum yfir á 21. mínútu leiksins, en mark frá Fylki hafði legið í loftinu. á 36. mínútu leiksins fékk Ármann Pétur Ævarsson umdeilt annað gula spjald og þar með rautt. Þórsarar þá einum manni færri restina af leiknum. Fylkismenn fengu færi á að auka forskotið sitt en það gekk ekki eftir í leiknum. Það dró svo til tíðinda á 90. mínútu þegar að Orri Freyr Hjaltalín jafnaði metin fyrir Þórsara og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Svekkjandi fyrir Fylkismenn en leikmenn Þórs geta verið ánægðir með stigið eftir að hafa verið manni færri í nánast 60. mínútur. Úrslitin og markaskorarar voru fengnir af www.fotbolti.net Íslenski boltinn Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira
Fimm leikjum er nú lokið í Inkasso deildinni í fótbolta. Fylkismenn halda toppsætinu í deildinni með 26 stig, Keflavík er í öðru sætinu með 24 stig og Þróttarar fylgja fast á eftir einnig með 24 stig.Fram - HK 3-2 Fram og HK mættust í hörkuleik á Laugardalsvelli sem endaði með 2-3 sigri HK. Bjarni Gunnarsson kom HK yfir á 15. mínútu eftir að Halldór Breiðfjörð Jóhannsson dæmdi vítaspyrnu eftir að Ásgeir Marteinsson hafði fallið niður í vítateig Fram. Á 39. mínútu fengu Framarar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig HK, sem Simon Smidt tók og jafnaði leikinn 1-1. Staðan var jöfn í hálfleik en HK-ingar voru ekki lengi að koma sér yfir og Ásgeir Marteinsson skoraði annað mark HK af 25 metra færi með flottu skoti í nærhornið. Framarar voru ekki lengi að svara en á 56. mínútu jafnaði Guðmundur Magnússon leikinn í 2-2 þegar að hann skoraði í tómt markið eftir mistök hjá Andra Þór Grétarssyni, markmanni HK. Það stefndi allt í jafntefli en á 90. mínútu skoraði Brynjar Jónasson og kom HK 2-3 yfir í leiknum eftir að hann hafði sloppið í gegnum vörn Framara og klárað á milli fóta Hlyns í marki Fram. Alvöru dramatík á Laugardalsvelli.Haukar-Þróttur 0-0 Haukar og Þróttur mættust á Gaman ferða vellinum í Hafnafirði í dag og skildu liðin jöfn. Þróttarar voru betri í leiknum en bæði lið fengu færi til þess að vinna leikinn, en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk 0-0.ÍR-Selfoss 1-3 ÍR fékk Selfoss í heimsókn á Hertz-völlinn. Heimamenn komust yfir á 8. mínútu þegar að Óskar Jónsson skoraði fallegt mark á lofti af löngu færi. ÍR-ingar héldu forskoti sínu framan af í leiknum og það var ekki fyrr en á 66. mínútu þegar að Elvar Ingi Vignisson jafnar leikinn fyrir Selfoss. Það stefndi allt í jafntefli en Selfyssingar komust yfir á 90. mínútu leiksins þegar að Svavar Berg Jóhannsson, leikmaður Selfoss, fékk boltann í sig og þaðan fór hann í netið. Selfyssingar bættu síðan öðru marki við þegar að Ivan Martinez Gutierrez skoraði þriðja markið fyrir Selfoss og leiknum lauk með 1-3 sigri gestanna.Keflavík-Leiknir R. 1-2 Keflvíkingar fengu Leiknismenn frá Reykjavík í heimsókn til Keflavíkur. Leiknismenn komust yfir í leiknum þegar að Ingvar Ásbjörn Ingvarsson skoraði á 24. mínútu leiksins. Staðan var 0-1 fyrir Leikni þegar að fyrri hálfleik lauk. Jeppe Hansen jafnaði síðan metin á 57. mínútu með laglegu marki. 10 mínútum seinna komust Leiknismenn aftur yfir gegn gangi leiksins en þar var á ferðinni Tómas Óli Garðarsson sem skoraði annað mark Leiknismanna. Keflvíkingar fengu færi til þess að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki og leiknum lauk með 1-2 útisigri Leiknis á Keflavík.Þór-Fylkir 1-1 Þórsarar fengu Fylkismenn til sín í heimsókn á Akureyri. Albert Brynjar Ingason kom gestunum yfir á 21. mínútu leiksins, en mark frá Fylki hafði legið í loftinu. á 36. mínútu leiksins fékk Ármann Pétur Ævarsson umdeilt annað gula spjald og þar með rautt. Þórsarar þá einum manni færri restina af leiknum. Fylkismenn fengu færi á að auka forskotið sitt en það gekk ekki eftir í leiknum. Það dró svo til tíðinda á 90. mínútu þegar að Orri Freyr Hjaltalín jafnaði metin fyrir Þórsara og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Svekkjandi fyrir Fylkismenn en leikmenn Þórs geta verið ánægðir með stigið eftir að hafa verið manni færri í nánast 60. mínútur. Úrslitin og markaskorarar voru fengnir af www.fotbolti.net
Íslenski boltinn Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira