Einum þýðingarlitlum lokaleik frá fullkomnun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2017 08:00 Það var mjög gaman á Laugardalsvellinum í september síðastliðnum þegar stelpurnar okkar voru búnar að tryggja sér sæti á EM. Hér fagna þær sigri á Slóveníu sem tryggði þeim endanlega EM-sætið. vísir/anton Þetta var söguleg undankeppni fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Stelpunum okkar tókst nú í fyrsta sinn að tryggja sig inn á EM án þess að fara í gegnum umspil. Íslenska liðið vann sinn riðil og var búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu fyrir tvo síðustu leiki sína. Íslensku stelpurnar fögnuðu EM-sætinu með því að vinna sinn sjöunda sigur í röð sem kom á móti Slóveníu 17. september en lokaleikurinn var við Skota aðeins þremur dögum síðar. Þegar lagt var í hann í upphafi undankeppninnar stefndi alltaf í hreinan úrslitaleik við Skota í lokaleiknum en þegar 20. september 2016 rann upp þá skipti sá leikur litlu máli. Íslenska liðið hafði þó bæði þá gulrót að landa fullkomni undankeppni og vinna riðilinn. Annað markmiðið náðist en 2-1 tap þýddi að liðið tapaði sínum fyrstu stigum og fékk á sig fyrstu mörkin. Markatala íslenska liðsins fyrir lokaleikinn var 33-0 og liðið var búið að halda hreinu í 655 mínútur þegar Skotar komust í 1-0 í Laugardalnum. Árangur íslensku stelpnanna á útivelli var afar athyglisverður en íslenska liðið vann alla fjóra útileikina og það með markatölunni 19-0. Meðal þeirra var 4-0 sigur á Skotum í júní 2016 en með þeim sigri lagði íslenska liðið grunninn að sigri í riðlinum. 6-0 sigurinn úti í Slóveníu í síðasta leiknum haustið 2015 kom íslenska liðinu líka í mjög góða stöðu og gaf um leið skýr skilaboð um að íslensku stelpurnar væru til alls líklegar. Þessir tveir útileikir voru líklega bestu leikir íslenska liðsins í undankeppninni, tveir sannfærandi útisigrar á liðunum sem enduðu í 2. og 3. sæti riðilsins.Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 10 mörk í aðeins 6 leikjum í undankeppninni. Hér fagnar hún einu af mörkum sínum.mynd/ksí/hilmar þórHarpa Þorsteinsdóttir var ekki aðeins markahæsti leikmaður íslenska riðilsins með tíu mörk heldur var hún markahæst í allri undankeppninni. Norska stelpan Ada Hegerberg og Skotinn Jane Ross skoruðu 10 mörk eins og Stjörnukonan. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sjö mörk í riðlinum og varð þar þriðja markahæst á eftir þeim Hörpu og Ross. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins tvö mörk eða fleiri í undankeppninni. Íslensku stelpurnar voru meðal efstu liða bæði hvað varðar sóknarleik og varnarleik. Aðeins tvö lið skoruðu fleiri mörk en íslenska liðið í undankeppninni, Spánn (39) og Þýskaland (35), og bara Frakkland (0 mörk á sig), Þýskaland (0), Danmörk (1) og England (1) fengu á sig færri mörk.Þessi grein birtist fyrst í sérstöku EM-blaði sem fylgdi Fréttablaðinu laugardaginn 15. júlí. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Pistill frá Guðna Bergs: Við Íslendingar munum setja sterkan svip á þetta mót innan vallar sem utan Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót sem formaður þegar íslenska kvennalandsliðið keppir á Evrópumótinu í Hollandi. 14. júlí 2017 15:30 Meira hvatning en pressa Fanndís Friðriksdóttir er á leiðinni á sitt þriðja EM. Hún var aðeins nítján ára þegar hún var fyrst með á EM í Finnlandi fyrir átta árum og segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst mikið síðan. "Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil,“ segir Fanndís um alla athyglina sem stelpurnar fá. 14. júlí 2017 06:00 EM-stelpurnar tóku Víkingaklappið með stelpunum á Símamótinu | Myndband Símamótið var sett með viðhöfn á Kópavogsvelli í gær en stelpurnar gengu þú í einni skrúðgöngu inn á völlinn þar sem mótið var sett. 14. júlí 2017 10:30 Það sáust á tár á hvörmum stelpnanna okkar eftir að þær sáu þetta myndband Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvaddi klakkann í dag og flugu til Hollands þar sem þær spila sinn fyrsta leik á EM kvenna á þriðjudaginn kemur. 14. júlí 2017 19:00 Úr krumpugalla í Ralph Lauren | Myndir af stelpunum okkar með átta ára millibili Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru báðar á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót en íslensku stelpurnar fljúga til Hollands í dag. 14. júlí 2017 14:18 Stelpurnar kvaddar með stæl | Myndir Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta flugu til Hollands í dag þar sem þær taka þátt á EM. 14. júlí 2017 22:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Þetta var söguleg undankeppni fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Stelpunum okkar tókst nú í fyrsta sinn að tryggja sig inn á EM án þess að fara í gegnum umspil. Íslenska liðið vann sinn riðil og var búið að tryggja sér sæti á Evrópumótinu fyrir tvo síðustu leiki sína. Íslensku stelpurnar fögnuðu EM-sætinu með því að vinna sinn sjöunda sigur í röð sem kom á móti Slóveníu 17. september en lokaleikurinn var við Skota aðeins þremur dögum síðar. Þegar lagt var í hann í upphafi undankeppninnar stefndi alltaf í hreinan úrslitaleik við Skota í lokaleiknum en þegar 20. september 2016 rann upp þá skipti sá leikur litlu máli. Íslenska liðið hafði þó bæði þá gulrót að landa fullkomni undankeppni og vinna riðilinn. Annað markmiðið náðist en 2-1 tap þýddi að liðið tapaði sínum fyrstu stigum og fékk á sig fyrstu mörkin. Markatala íslenska liðsins fyrir lokaleikinn var 33-0 og liðið var búið að halda hreinu í 655 mínútur þegar Skotar komust í 1-0 í Laugardalnum. Árangur íslensku stelpnanna á útivelli var afar athyglisverður en íslenska liðið vann alla fjóra útileikina og það með markatölunni 19-0. Meðal þeirra var 4-0 sigur á Skotum í júní 2016 en með þeim sigri lagði íslenska liðið grunninn að sigri í riðlinum. 6-0 sigurinn úti í Slóveníu í síðasta leiknum haustið 2015 kom íslenska liðinu líka í mjög góða stöðu og gaf um leið skýr skilaboð um að íslensku stelpurnar væru til alls líklegar. Þessir tveir útileikir voru líklega bestu leikir íslenska liðsins í undankeppninni, tveir sannfærandi útisigrar á liðunum sem enduðu í 2. og 3. sæti riðilsins.Harpa Þorsteinsdóttir skoraði 10 mörk í aðeins 6 leikjum í undankeppninni. Hér fagnar hún einu af mörkum sínum.mynd/ksí/hilmar þórHarpa Þorsteinsdóttir var ekki aðeins markahæsti leikmaður íslenska riðilsins með tíu mörk heldur var hún markahæst í allri undankeppninni. Norska stelpan Ada Hegerberg og Skotinn Jane Ross skoruðu 10 mörk eins og Stjörnukonan. Dagný Brynjarsdóttir skoraði sjö mörk í riðlinum og varð þar þriðja markahæst á eftir þeim Hörpu og Ross. Alls skoruðu sex leikmenn íslenska liðsins tvö mörk eða fleiri í undankeppninni. Íslensku stelpurnar voru meðal efstu liða bæði hvað varðar sóknarleik og varnarleik. Aðeins tvö lið skoruðu fleiri mörk en íslenska liðið í undankeppninni, Spánn (39) og Þýskaland (35), og bara Frakkland (0 mörk á sig), Þýskaland (0), Danmörk (1) og England (1) fengu á sig færri mörk.Þessi grein birtist fyrst í sérstöku EM-blaði sem fylgdi Fréttablaðinu laugardaginn 15. júlí.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Pistill frá Guðna Bergs: Við Íslendingar munum setja sterkan svip á þetta mót innan vallar sem utan Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót sem formaður þegar íslenska kvennalandsliðið keppir á Evrópumótinu í Hollandi. 14. júlí 2017 15:30 Meira hvatning en pressa Fanndís Friðriksdóttir er á leiðinni á sitt þriðja EM. Hún var aðeins nítján ára þegar hún var fyrst með á EM í Finnlandi fyrir átta árum og segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst mikið síðan. "Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil,“ segir Fanndís um alla athyglina sem stelpurnar fá. 14. júlí 2017 06:00 EM-stelpurnar tóku Víkingaklappið með stelpunum á Símamótinu | Myndband Símamótið var sett með viðhöfn á Kópavogsvelli í gær en stelpurnar gengu þú í einni skrúðgöngu inn á völlinn þar sem mótið var sett. 14. júlí 2017 10:30 Það sáust á tár á hvörmum stelpnanna okkar eftir að þær sáu þetta myndband Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvaddi klakkann í dag og flugu til Hollands þar sem þær spila sinn fyrsta leik á EM kvenna á þriðjudaginn kemur. 14. júlí 2017 19:00 Úr krumpugalla í Ralph Lauren | Myndir af stelpunum okkar með átta ára millibili Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru báðar á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót en íslensku stelpurnar fljúga til Hollands í dag. 14. júlí 2017 14:18 Stelpurnar kvaddar með stæl | Myndir Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta flugu til Hollands í dag þar sem þær taka þátt á EM. 14. júlí 2017 22:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Pistill frá Guðna Bergs: Við Íslendingar munum setja sterkan svip á þetta mót innan vallar sem utan Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót sem formaður þegar íslenska kvennalandsliðið keppir á Evrópumótinu í Hollandi. 14. júlí 2017 15:30
Meira hvatning en pressa Fanndís Friðriksdóttir er á leiðinni á sitt þriðja EM. Hún var aðeins nítján ára þegar hún var fyrst með á EM í Finnlandi fyrir átta árum og segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst mikið síðan. "Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil,“ segir Fanndís um alla athyglina sem stelpurnar fá. 14. júlí 2017 06:00
EM-stelpurnar tóku Víkingaklappið með stelpunum á Símamótinu | Myndband Símamótið var sett með viðhöfn á Kópavogsvelli í gær en stelpurnar gengu þú í einni skrúðgöngu inn á völlinn þar sem mótið var sett. 14. júlí 2017 10:30
Það sáust á tár á hvörmum stelpnanna okkar eftir að þær sáu þetta myndband Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvaddi klakkann í dag og flugu til Hollands þar sem þær spila sinn fyrsta leik á EM kvenna á þriðjudaginn kemur. 14. júlí 2017 19:00
Úr krumpugalla í Ralph Lauren | Myndir af stelpunum okkar með átta ára millibili Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru báðar á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót en íslensku stelpurnar fljúga til Hollands í dag. 14. júlí 2017 14:18
Stelpurnar kvaddar með stæl | Myndir Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta flugu til Hollands í dag þar sem þær taka þátt á EM. 14. júlí 2017 22:00