Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. júlí 2017 12:57 Vettel var fljótastur í dag. Vísir/Getty Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. Felipe Massa gat ekki tekið þátt í tímatökunni hann var með sýkingu í innra eyranu. Paul di Resta tók sæti hans í Williams bílnum. Hann hafði þangað til tímatakan hófst, aldrei ekið Williams bílnum. Di Resta ók síðast í Formúlu 1 árið 2013 þegar hann ók fyrir Force India liðið.Fyrsta lota Ferrari, Red Bull og Mercedes bílarnir áttu fyrstu sex sætin í fyrstu lotunni. Hópurinn var ansi þéttur en allir ökumennirnir voru á sömu sekúndunni. Vettel var hraðastur á Ferrari. Þeir sem féllu úr leik í fyrstu lotu voru; Sauber ökumennirnir, Williams ökumennirnir og Kevin Magnussen á Haas.Paul di Resta fékk allt í einu tækifæri til að keyra Williams bíl Felipe Massa í dag. Það verður áhugavert að fylgjast með honum á morgun.Vísir/GettyÖnnur lota Hamilton fór strax af stað í annarri lotu en bíllinn var ekki að svara beiðnum hans eins og hann hefði viljað. Hann kvartaði í talstöðinni yfir titring í dekkjunum. Það er afar vont í annarri lotu því tíu fljótustu ræsa á þeim dekkjum sem þeir settu hraðasta tímann í annarri lotu á. Hamilton kom aftur út til að setja hraðari tíma á öðrum dekkjum. Báðir McLaren bílarnir komust áfram í þriðju lotu. Það færir stoðir undir þá kenningu að McLaren bíllinn virkaði vel á bautinni í Ungverjalandi. Í annarri lotu féllu út; Romain Grosjean á Haas, Force India ökumennirnir, Daniil Kvyat á Toro Rosso og Jolyon Palmer á Renault.Þriðja lota Hamilton var enn í vandræðum með jafnvægið og gripið í bílnum og klúðraði sinni fyrstu tilraun í þriðju lotu. Á meðan setti Vettel hraðasta hringinn á brautinni í fyrstu tilraun þriðju lotu. Vettel hélt sinni stöðu í harðri baráttu við liðsfélaga sinn undir lokin. Vettel náði þar með sínum öðrum ráspól á árinu og Kimi Raikkonen varð annar.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00 Mercedes: Honda vélin mun verða góð innan skamms Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. 25. júlí 2017 08:00 Geislabaugurinn kominn til að vera í Formúlu 1 Ákvörðun hefur verið tekin um að gera höfuðvörn að skyldubúnaði í Formúlu 1 á næsta ári. Hin svokallaða geislabaugs-vörn hefur orðið fyrir valinu. 21. júlí 2017 20:15 Renault: Kubica tekur ekki sæti Palmer í ár Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu. 27. júlí 2017 22:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. Felipe Massa gat ekki tekið þátt í tímatökunni hann var með sýkingu í innra eyranu. Paul di Resta tók sæti hans í Williams bílnum. Hann hafði þangað til tímatakan hófst, aldrei ekið Williams bílnum. Di Resta ók síðast í Formúlu 1 árið 2013 þegar hann ók fyrir Force India liðið.Fyrsta lota Ferrari, Red Bull og Mercedes bílarnir áttu fyrstu sex sætin í fyrstu lotunni. Hópurinn var ansi þéttur en allir ökumennirnir voru á sömu sekúndunni. Vettel var hraðastur á Ferrari. Þeir sem féllu úr leik í fyrstu lotu voru; Sauber ökumennirnir, Williams ökumennirnir og Kevin Magnussen á Haas.Paul di Resta fékk allt í einu tækifæri til að keyra Williams bíl Felipe Massa í dag. Það verður áhugavert að fylgjast með honum á morgun.Vísir/GettyÖnnur lota Hamilton fór strax af stað í annarri lotu en bíllinn var ekki að svara beiðnum hans eins og hann hefði viljað. Hann kvartaði í talstöðinni yfir titring í dekkjunum. Það er afar vont í annarri lotu því tíu fljótustu ræsa á þeim dekkjum sem þeir settu hraðasta tímann í annarri lotu á. Hamilton kom aftur út til að setja hraðari tíma á öðrum dekkjum. Báðir McLaren bílarnir komust áfram í þriðju lotu. Það færir stoðir undir þá kenningu að McLaren bíllinn virkaði vel á bautinni í Ungverjalandi. Í annarri lotu féllu út; Romain Grosjean á Haas, Force India ökumennirnir, Daniil Kvyat á Toro Rosso og Jolyon Palmer á Renault.Þriðja lota Hamilton var enn í vandræðum með jafnvægið og gripið í bílnum og klúðraði sinni fyrstu tilraun í þriðju lotu. Á meðan setti Vettel hraðasta hringinn á brautinni í fyrstu tilraun þriðju lotu. Vettel hélt sinni stöðu í harðri baráttu við liðsfélaga sinn undir lokin. Vettel náði þar með sínum öðrum ráspól á árinu og Kimi Raikkonen varð annar.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00 Mercedes: Honda vélin mun verða góð innan skamms Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. 25. júlí 2017 08:00 Geislabaugurinn kominn til að vera í Formúlu 1 Ákvörðun hefur verið tekin um að gera höfuðvörn að skyldubúnaði í Formúlu 1 á næsta ári. Hin svokallaða geislabaugs-vörn hefur orðið fyrir valinu. 21. júlí 2017 20:15 Renault: Kubica tekur ekki sæti Palmer í ár Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu. 27. júlí 2017 22:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00
Mercedes: Honda vélin mun verða góð innan skamms Yfirmaður vélamála hjá Mercedes liðinu varar við því að Honda vélin sé vanmetin. Andy Cowell segir að Honda vélin verði góð mjög fljótt. 25. júlí 2017 08:00
Geislabaugurinn kominn til að vera í Formúlu 1 Ákvörðun hefur verið tekin um að gera höfuðvörn að skyldubúnaði í Formúlu 1 á næsta ári. Hin svokallaða geislabaugs-vörn hefur orðið fyrir valinu. 21. júlí 2017 20:15
Renault: Kubica tekur ekki sæti Palmer í ár Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu. 27. júlí 2017 22:30