Mayweather: Conor er mjög óheiðarlegur boxari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2017 23:15 Hinn fertugi Mayweather virkar í mjög góðu formi. vísir/getty Floyd Mayweather er ekki beint að springa úr hrifningu yfir því sem hann hefur séð af hnefaleikakappanum Conor McGregor. Conor fór tólf lotur með fyrrum meistaranum Paulie Malignaggi og Dana White, forseti UFC, setti á netið klippu þar sem Conor slær hann niður. Malignaggi vill þó ekki viðurkenna að hann hafi verið sleginn niður. „Hvort hann var sleginn niður eða ekki skiptir í raun ekki máli. Það sem er neyðarlegt er að ungur íþróttamaður eins og Conor skuli hafa farið tólf lotur með manni sem er hættur og í engu formi,“ sagði Mayweather. Fleiri klippur hafa komið á netið úr bardaganum og þar finnst Mayweather áhugaverðast hversu óheiðarlega Conor berst. Tvö stig voru víst dregin af Conor í æfingabardaganum gegn Malignaggi sem var alls engin vinabardagi. „Það var mjög áhugavert að sjá þetta. Það var mikið af ólöglegum höggum í hnakkann og svo glíma. Þetta var ekki fallegt en ég treysti því að dómarinn sjái til þess að bardaginn verði heiðarlegur því Conor berst mjög óheiðarlega.“ Mayweather er þekktur varnarboxari og margir búast við því að Conor verði því að elta hann og nái lítið að snerta Bandaríkjamanninn. Mayweather hefur þó lofað því að mæta Conor sem kæmi verulega á óvart. „Ég skulda aðdáendum mínum það. Ég mun vaða beint í Conor. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði á einhverjum flótta.“Það er rúm vika í bardaga Conors og Mayweather en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Dómari sem kann ekki að telja dæmir hjá Conor og Mayweather Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 16. ágúst 2017 19:15 Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. 16. ágúst 2017 17:02 Conor í skemmtilegu spjalli við Conan O'Brien | Myndband Conor McGregor var á línunni hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien þar sem rifjað var upp að þeir ræddu um bardaga Conor og Mayweather fyrir tveim árum síðan. 17. ágúst 2017 13:00 Náði bolamynd af sér með Conor á rauðu ljósi | Myndband Ofurstjarnan Conor McGregor er þekkt fyrir að sýna aðdáendum sínum virðingu og það virðist ekkert hafa breyst þó svo hann sé að verða milljarðamæringur. 16. ágúst 2017 23:30 Conor: Klára Floyd í tveimur lotum með léttari hanska Íþróttasamband Nevada samþykkti í gær að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather færi fram með léttari hönskum en upphaflega hafði verið ákveðið. 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira
Floyd Mayweather er ekki beint að springa úr hrifningu yfir því sem hann hefur séð af hnefaleikakappanum Conor McGregor. Conor fór tólf lotur með fyrrum meistaranum Paulie Malignaggi og Dana White, forseti UFC, setti á netið klippu þar sem Conor slær hann niður. Malignaggi vill þó ekki viðurkenna að hann hafi verið sleginn niður. „Hvort hann var sleginn niður eða ekki skiptir í raun ekki máli. Það sem er neyðarlegt er að ungur íþróttamaður eins og Conor skuli hafa farið tólf lotur með manni sem er hættur og í engu formi,“ sagði Mayweather. Fleiri klippur hafa komið á netið úr bardaganum og þar finnst Mayweather áhugaverðast hversu óheiðarlega Conor berst. Tvö stig voru víst dregin af Conor í æfingabardaganum gegn Malignaggi sem var alls engin vinabardagi. „Það var mjög áhugavert að sjá þetta. Það var mikið af ólöglegum höggum í hnakkann og svo glíma. Þetta var ekki fallegt en ég treysti því að dómarinn sjái til þess að bardaginn verði heiðarlegur því Conor berst mjög óheiðarlega.“ Mayweather er þekktur varnarboxari og margir búast við því að Conor verði því að elta hann og nái lítið að snerta Bandaríkjamanninn. Mayweather hefur þó lofað því að mæta Conor sem kæmi verulega á óvart. „Ég skulda aðdáendum mínum það. Ég mun vaða beint í Conor. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði á einhverjum flótta.“Það er rúm vika í bardaga Conors og Mayweather en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Dómari sem kann ekki að telja dæmir hjá Conor og Mayweather Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 16. ágúst 2017 19:15 Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. 16. ágúst 2017 17:02 Conor í skemmtilegu spjalli við Conan O'Brien | Myndband Conor McGregor var á línunni hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien þar sem rifjað var upp að þeir ræddu um bardaga Conor og Mayweather fyrir tveim árum síðan. 17. ágúst 2017 13:00 Náði bolamynd af sér með Conor á rauðu ljósi | Myndband Ofurstjarnan Conor McGregor er þekkt fyrir að sýna aðdáendum sínum virðingu og það virðist ekkert hafa breyst þó svo hann sé að verða milljarðamæringur. 16. ágúst 2017 23:30 Conor: Klára Floyd í tveimur lotum með léttari hanska Íþróttasamband Nevada samþykkti í gær að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather færi fram með léttari hönskum en upphaflega hafði verið ákveðið. 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira
Dómari sem kann ekki að telja dæmir hjá Conor og Mayweather Í dag var gefið út að það verði hinn þrautreyndi Robert Byrd sem verði dómari í boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. 16. ágúst 2017 19:15
Conor og Mayweather berjast í minni hönskum en til stóð Íþróttasamband Nevada samþykkti á fundi sínum í dag að gera undanþágu í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather og leyfir þeim að berjast í minni hönskum en þeir eiga að gera miðað við þyngdarflokk. 16. ágúst 2017 17:02
Conor í skemmtilegu spjalli við Conan O'Brien | Myndband Conor McGregor var á línunni hjá spjallþáttastjórnandanum Conan O'Brien þar sem rifjað var upp að þeir ræddu um bardaga Conor og Mayweather fyrir tveim árum síðan. 17. ágúst 2017 13:00
Náði bolamynd af sér með Conor á rauðu ljósi | Myndband Ofurstjarnan Conor McGregor er þekkt fyrir að sýna aðdáendum sínum virðingu og það virðist ekkert hafa breyst þó svo hann sé að verða milljarðamæringur. 16. ágúst 2017 23:30
Conor: Klára Floyd í tveimur lotum með léttari hanska Íþróttasamband Nevada samþykkti í gær að bardagi Conor McGregor og Floyd Mayweather færi fram með léttari hönskum en upphaflega hafði verið ákveðið. 17. ágúst 2017 16:00