Haraldur: Conor skuldar mér samloku Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2017 22:45 Haraldur hafði gaman af því að rifja upp ekki svo gamlar minningar um Conor. Feðgarnir Haraldur og Gunnar Nelson verða límdir við sjónvarpstækið á laugardag er vinur þeirra, Conor McGregor, stígur inn í hringinn með Flopyd Mayweather. Það hefur mikið breyst í lífi Conors en fyrir fimm árum síðan var hann á bótum en eftir helgina verður hann orðinn milljarðamæringur. „Ég þurfti að skrifa bréf til atvinnuleysisstofnunar í Írlandi svo hann fengi að halda bótunum sínum á meðan hann æfði á Íslandi,“ segir Haraldur Dean sem leyfði Conor meðal annars að gista heima hjá sér enda átti hann ekki peninga fyrir neinni gistingu. „Hann var einhverja daga í kjallaranum hjá mér. Svo var hann upp á Bárugötu þar sem Gunni var og fleiri. Þar gisti hann í herbergi í risinu ásamt fleirum. Það var ekki sami glamúrinn þá og núna. Það er gaman að hafa tekið þátt í þessu upphafi.“ Þrátt fyrir allar þessar breytingar á lífi Conors þá segja feðgarnir að Conor hafi ekkert breyst. „Þetta er hann og auðvitað hefur hann lært að nota það taktískt til að búa til aura. Hann gerir það mjög vel. Fólk annað hvort elskar hann eða hatar. Hann er í raun að spila þann leik sem hann ætlaði sér alltaf að gera,“ segir Gunnar. „Það er ekki hægt að segja að hann sé að setja upp einhverja grímu.“ Svo fátækur var Conor er hann kom til Íslands á sínum tíma að hann þurfti að slá lán fyrir samloku. „Ég lánaði honum pottþétt einhvern tímann fyrir samloku og öðrum mat. Jón Viðar gerði það líka. Hann skuldar mér samloku,“ segir Haraldur léttur. Viðtalið við feðgana má sjá hér að neðan.Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. MMA Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira
Feðgarnir Haraldur og Gunnar Nelson verða límdir við sjónvarpstækið á laugardag er vinur þeirra, Conor McGregor, stígur inn í hringinn með Flopyd Mayweather. Það hefur mikið breyst í lífi Conors en fyrir fimm árum síðan var hann á bótum en eftir helgina verður hann orðinn milljarðamæringur. „Ég þurfti að skrifa bréf til atvinnuleysisstofnunar í Írlandi svo hann fengi að halda bótunum sínum á meðan hann æfði á Íslandi,“ segir Haraldur Dean sem leyfði Conor meðal annars að gista heima hjá sér enda átti hann ekki peninga fyrir neinni gistingu. „Hann var einhverja daga í kjallaranum hjá mér. Svo var hann upp á Bárugötu þar sem Gunni var og fleiri. Þar gisti hann í herbergi í risinu ásamt fleirum. Það var ekki sami glamúrinn þá og núna. Það er gaman að hafa tekið þátt í þessu upphafi.“ Þrátt fyrir allar þessar breytingar á lífi Conors þá segja feðgarnir að Conor hafi ekkert breyst. „Þetta er hann og auðvitað hefur hann lært að nota það taktískt til að búa til aura. Hann gerir það mjög vel. Fólk annað hvort elskar hann eða hatar. Hann er í raun að spila þann leik sem hann ætlaði sér alltaf að gera,“ segir Gunnar. „Það er ekki hægt að segja að hann sé að setja upp einhverja grímu.“ Svo fátækur var Conor er hann kom til Íslands á sínum tíma að hann þurfti að slá lán fyrir samloku. „Ég lánaði honum pottþétt einhvern tímann fyrir samloku og öðrum mat. Jón Viðar gerði það líka. Hann skuldar mér samloku,“ segir Haraldur léttur. Viðtalið við feðgana má sjá hér að neðan.Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.
MMA Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira