Aníta Hinriksdóttir endaði í 8. sæti í 800 metra hlaupi kvenna á Demantamóti í Birmingham á Englandi í dag.
Aníta var í forystu þegar aðeins 200 metra voru eftir af hlaupinu en datt niður um sjö sæti á lokasprettinum. Hún hljóp fyrstu 600 metrana á 1:30.73 mín.
Aníta kom í mark á 2:03.24 mínútum sem er mun slakari tími hjá henni en á fyrri tveimur Demantamótum í sumar. Þetta var hinsvegar aðeins hraðar en á HM í frjálsum í London þegar hún kom í mark á 2:03.45 mínútum.
Fyrr í sumar þá bætti Aníta Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi á Demantamóti í Osló þegar hún hljóp á tímanum 2:00,05 mínútum og þremur dögum síðar keppti hún á Demantamótinu í Stokkhólmi og hljóp þá á tímanum 2:00,06 mínútum.
Aníta átti sjöunda besta tímann af þeim ellefu hlaupakonum sem skráðar voru til leiks.
Habitam Alemu frá Eþíópíu vann hlaupið á 1:59.60 mín.en önnur var Lynsey Sharp frá Bretland á 1:59.97 mín. Þriðja var síðan Charlene Lipsey frá Bandaríkjunum á 2:00.97 mínútum.
Næst á undan Anítu var heimastúlkan Alexandra Bell sem hljóp á 2:02.30 mínútum.
Aníta var með forystuna eftir 600 metra en endaði áttunda
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



