Trump valtar yfir áætlanir repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2017 11:53 Mike Pence og Donald Trump. Vísir/AFP Þingmenn Repúblikanaflokksins eru sagðir vera æfir út í Donald Trump, forseta, eftir að hann fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. Samkomulagið snýr að skuldaþaki ríkisins og fjármögnun stjórnvalda en klukkustund áður en Trump samþykkti tilboð demókrata hafði Paul Ryan, leiðtogi flokksins í neðri deild þingsins, hæðst að tilboðinu. Þar að auki mun Hvíta húsið hafa sagt Ryan í fyrrakvöld að forsetinn myndi styðja tillögu hans. Samkomulag Trump við Nancy Pelosi og Chuck Schumer er þó einungis til skamms tíma. Því munu þingmenn þurfa að semja aftur um skuldaþakið í desember. Repúblikanar segja forsetann hafa gefið demókrötum mun sterkari stöðu í þeim viðræðum, samkvæmt frétt Politico.Samkomulagið tryggði einnig fjármuni til að koma íbúum Texas til aðstoðar vegna fellibylsins Harvey.Versnandi samband Samband Trump og repúblikana hefur beðið hnekki á undanförnum mánuðum eftir misheppnaðar tilraunir til að koma frumvörpum og stórum málum í gegnum báðar deildir þingsins. Trump hefur ráðist gegn Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana á öldungadeild þingsins, og kennt honum um að ekki hafi gengið að gera breytingar á heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna. Þegar forsetinn ræddi við blaðamann í gærkvöldi sagðist hann hafa átt „mjög góðan“ fund með Pelosi og Schumer, án þess að nefnda þá Ryan og McConnell á nafn en þeir voru einnig á fundinum. þingmenn Repúblikanaflokksins hafa margir tjáð sig um málið og virðast þeir einróma í því að ákvörðun Trump hafi komið flokknum illa. Meðal þess sem þingmennirnir hafa sagt er að Trump hafi svikið flokkinn. Þá segja þingmenn að nú sé ljóst að engu verði áorkað þar til í desember. Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Þingmenn Repúblikanaflokksins eru sagðir vera æfir út í Donald Trump, forseta, eftir að hann fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. Samkomulagið snýr að skuldaþaki ríkisins og fjármögnun stjórnvalda en klukkustund áður en Trump samþykkti tilboð demókrata hafði Paul Ryan, leiðtogi flokksins í neðri deild þingsins, hæðst að tilboðinu. Þar að auki mun Hvíta húsið hafa sagt Ryan í fyrrakvöld að forsetinn myndi styðja tillögu hans. Samkomulag Trump við Nancy Pelosi og Chuck Schumer er þó einungis til skamms tíma. Því munu þingmenn þurfa að semja aftur um skuldaþakið í desember. Repúblikanar segja forsetann hafa gefið demókrötum mun sterkari stöðu í þeim viðræðum, samkvæmt frétt Politico.Samkomulagið tryggði einnig fjármuni til að koma íbúum Texas til aðstoðar vegna fellibylsins Harvey.Versnandi samband Samband Trump og repúblikana hefur beðið hnekki á undanförnum mánuðum eftir misheppnaðar tilraunir til að koma frumvörpum og stórum málum í gegnum báðar deildir þingsins. Trump hefur ráðist gegn Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana á öldungadeild þingsins, og kennt honum um að ekki hafi gengið að gera breytingar á heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna. Þegar forsetinn ræddi við blaðamann í gærkvöldi sagðist hann hafa átt „mjög góðan“ fund með Pelosi og Schumer, án þess að nefnda þá Ryan og McConnell á nafn en þeir voru einnig á fundinum. þingmenn Repúblikanaflokksins hafa margir tjáð sig um málið og virðast þeir einróma í því að ákvörðun Trump hafi komið flokknum illa. Meðal þess sem þingmennirnir hafa sagt er að Trump hafi svikið flokkinn. Þá segja þingmenn að nú sé ljóst að engu verði áorkað þar til í desember.
Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira