Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. september 2017 12:01 Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi RÚV frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Vísir/Pjetur Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. Þetta er niðurstaða vinnustaðaeftirlits stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi RÚV frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Sjá einnig:Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Í vinnustaðaeftirliti var óskað eftir ráðningarsamningum, launaseðlum, bankastaðfestingum og öðrum gögnum tengdum réttindum starfsfólks og var orðið við þeirri ósk. Þá var einnig óskað eftir viðbótargögnum sem bárust þann 4. September. „Búið er að yfirfara þau gögn sem bárust félaginu um málefni starfsmanna veitingastaðarins Sjanghæ. Niðurstaða félagsins er að þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum standast almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum,“ segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu.Fengu öll gögn Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju segir að sögusagnir um ólöglega lág laun á staðnum hafi einnig borist til þeirra. „Við vorum líka búin að heyra þetta en við fórum bara í reglubundið eftirlit þarna til að athuga hvort eitthvað væri að og fengum öll gögn um málið. þetta er allt greitt eftir kjarasamningum. Allir á launaskrá og svo framvegis,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að allt sem við komi félaginu hafi verið í góðu lagi á staðnum. „Ég veit ekki hvernig er með skatta og svoleiðis en allt virtist vera í góðum málum varðandi okkur.“Ekki frá stéttarfélaginu komið Í tilkynningu segist félagið vilja taka fram að upplýsingar sem birtust í umfjöllun um málið hafi ekki komið frá starfsmönnum þess. „Þetta vorum alls ekki við sem fórum með þetta upphlaup þarna. Að okkar hálfu er málinu lokið. Það virðist sem Ríkisútvarpið hafi hlaupið á sig,“ segir Anna. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. Þetta er niðurstaða vinnustaðaeftirlits stéttarfélagsins Einingar-Iðju. Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi RÚV frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Sjá einnig:Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Í vinnustaðaeftirliti var óskað eftir ráðningarsamningum, launaseðlum, bankastaðfestingum og öðrum gögnum tengdum réttindum starfsfólks og var orðið við þeirri ósk. Þá var einnig óskað eftir viðbótargögnum sem bárust þann 4. September. „Búið er að yfirfara þau gögn sem bárust félaginu um málefni starfsmanna veitingastaðarins Sjanghæ. Niðurstaða félagsins er að þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum standast almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum,“ segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu.Fengu öll gögn Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju segir að sögusagnir um ólöglega lág laun á staðnum hafi einnig borist til þeirra. „Við vorum líka búin að heyra þetta en við fórum bara í reglubundið eftirlit þarna til að athuga hvort eitthvað væri að og fengum öll gögn um málið. þetta er allt greitt eftir kjarasamningum. Allir á launaskrá og svo framvegis,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að allt sem við komi félaginu hafi verið í góðu lagi á staðnum. „Ég veit ekki hvernig er með skatta og svoleiðis en allt virtist vera í góðum málum varðandi okkur.“Ekki frá stéttarfélaginu komið Í tilkynningu segist félagið vilja taka fram að upplýsingar sem birtust í umfjöllun um málið hafi ekki komið frá starfsmönnum þess. „Þetta vorum alls ekki við sem fórum með þetta upphlaup þarna. Að okkar hálfu er málinu lokið. Það virðist sem Ríkisútvarpið hafi hlaupið á sig,“ segir Anna.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira