Trump mun leita bandamanna á allsherjarþingi Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2017 11:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump mun flytja sína fyrstu ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun. Forsetinn hefur ítrekað gagnrýnt Sameinuðu þjóðarinnar og meðal annars kallað stofnunina sveitaklúbb fyrir erindreka og sagt að Sameinuðu þjóðirnar séu óvinveittar Bandaríkjunum og Ísrael. Trump hefur kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar dragi úr kostnaði og hafa rúmlega 100 þjóðir skrifað undir viljayfirlýsingu varðandi breytingar á Sameinuðu þjóðunum. Á sama tíma mun hann þurfa að leita að bandamönnum gegn Norður-Kóreu meðal þeirra 193 þjóða sem taka þátt í þinginu. Þá munu erindrekar Norður-Kóreu einnig hlýða á ræðu forsetans. Talið er að Trump muni leita leiða til að fá stuðning við hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. Nú þegar er umfangsmiklum aðgerðum beint gegn Norður-Kóreu sem snúa flestar að því að draga úr tekjum ríkisins vegna útflutnings og takmarka aðgang þeirra að hráefnum.Þær refsiaðgerðir sem eru til staðar banna í raun um 90 prósent skráðs útflutnings Norður-Kóreu, sem hefur þó lengi verið sakað um að, meðal annars, flytja út vopn í gegnum skúffufélög og með öðrum ólöglegum leiðum.Leita leiða til umbóta Trump mun í dag funda með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem hefur þegar lagt fram tillögur að umfangsmiklum umbótum á stofnuninni. Meðal þess sem ríkisstjórn Trump hefur skoðað eru friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna, sem eru nú að störfum á sextán stöðum í heiminum.Kostnaðurinn við þær aðgerðir munu vera um átta milljarðar dala á ári hverju. Það er kostnaður sem Trump-liðar vilja draga úr. Guterres hefur einnig sagt að það komi til greina að draga úr kostnaði þar. Um fjórðungur af fjármagni Sameinuðu þjóðanna kemur frá Bandaríkjunum, sem eru með stærsta hagkerfi heimsins. Þá koma um 28 prósent þeirra fjármuna sem varið er í friðargæslu frá Bandaríkjunum. Donald Trump hefur ítrekað sagt það vera ósanngjarnt. Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Sjá meira
Donald Trump mun flytja sína fyrstu ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun. Forsetinn hefur ítrekað gagnrýnt Sameinuðu þjóðarinnar og meðal annars kallað stofnunina sveitaklúbb fyrir erindreka og sagt að Sameinuðu þjóðirnar séu óvinveittar Bandaríkjunum og Ísrael. Trump hefur kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar dragi úr kostnaði og hafa rúmlega 100 þjóðir skrifað undir viljayfirlýsingu varðandi breytingar á Sameinuðu þjóðunum. Á sama tíma mun hann þurfa að leita að bandamönnum gegn Norður-Kóreu meðal þeirra 193 þjóða sem taka þátt í þinginu. Þá munu erindrekar Norður-Kóreu einnig hlýða á ræðu forsetans. Talið er að Trump muni leita leiða til að fá stuðning við hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. Nú þegar er umfangsmiklum aðgerðum beint gegn Norður-Kóreu sem snúa flestar að því að draga úr tekjum ríkisins vegna útflutnings og takmarka aðgang þeirra að hráefnum.Þær refsiaðgerðir sem eru til staðar banna í raun um 90 prósent skráðs útflutnings Norður-Kóreu, sem hefur þó lengi verið sakað um að, meðal annars, flytja út vopn í gegnum skúffufélög og með öðrum ólöglegum leiðum.Leita leiða til umbóta Trump mun í dag funda með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem hefur þegar lagt fram tillögur að umfangsmiklum umbótum á stofnuninni. Meðal þess sem ríkisstjórn Trump hefur skoðað eru friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna, sem eru nú að störfum á sextán stöðum í heiminum.Kostnaðurinn við þær aðgerðir munu vera um átta milljarðar dala á ári hverju. Það er kostnaður sem Trump-liðar vilja draga úr. Guterres hefur einnig sagt að það komi til greina að draga úr kostnaði þar. Um fjórðungur af fjármagni Sameinuðu þjóðanna kemur frá Bandaríkjunum, sem eru með stærsta hagkerfi heimsins. Þá koma um 28 prósent þeirra fjármuna sem varið er í friðargæslu frá Bandaríkjunum. Donald Trump hefur ítrekað sagt það vera ósanngjarnt.
Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Sjá meira