Ólafía nokkuð frá því að ná niðurskurðinum í Nýja Sjálandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2017 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í einni sandgryfjunni á hringnum í nótt. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið keppni á McKayson LPGA-mótinu á Nýja Sjálandi en það dugði okkar konu ekki að spila annan hringinn á pari. Ólafía lék tvo fyrstu hringina á sex höggum yfir pari og var á endanum fimm höggum frá því að ná niðurskurðinum. Hún endar væntanlega í 110. sæti á mótinu. Ólafía fékk þrjá fugla í hringnum í nótt en einnig einn skramba og einn skolla. Ólafía fékk því skramba (tvöfaldan skolla) báða dagana en sá í nótt kom á sautjándu holu sem er par þrjú hola. Ólafía hafði fengið fyrsta fugl dagsins á sextándu eða holunni á undan. Ólafía fór út á tíundu holu í nótt og fékk síðan fugla á bæði fyrstu og fjórðu holu vallarins en skolli dagsins kom síðan á áttundu holu eða næstsíðustu holu dagsins. Ólafía púttaði betur en á fyrstu hringnum þegar hún þurfti 35 pútt en púttin voru fimm færri í nótt. Hún komst líka inn á flöt í réttum höggfjölda á þrettán holum af átján en hafði aðeins gert það á ellefu holum daginn áður. Ólafía var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni en hún fær engan pening fyrir þetta mót og mun því eflaust lækka eitthvað á næsta lista. Þetta var 21. mótið hennar á bandarísku mótaröðinni á þessu tímabili. Hún er samt í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili. Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið keppni á McKayson LPGA-mótinu á Nýja Sjálandi en það dugði okkar konu ekki að spila annan hringinn á pari. Ólafía lék tvo fyrstu hringina á sex höggum yfir pari og var á endanum fimm höggum frá því að ná niðurskurðinum. Hún endar væntanlega í 110. sæti á mótinu. Ólafía fékk þrjá fugla í hringnum í nótt en einnig einn skramba og einn skolla. Ólafía fékk því skramba (tvöfaldan skolla) báða dagana en sá í nótt kom á sautjándu holu sem er par þrjú hola. Ólafía hafði fengið fyrsta fugl dagsins á sextándu eða holunni á undan. Ólafía fór út á tíundu holu í nótt og fékk síðan fugla á bæði fyrstu og fjórðu holu vallarins en skolli dagsins kom síðan á áttundu holu eða næstsíðustu holu dagsins. Ólafía púttaði betur en á fyrstu hringnum þegar hún þurfti 35 pútt en púttin voru fimm færri í nótt. Hún komst líka inn á flöt í réttum höggfjölda á þrettán holum af átján en hafði aðeins gert það á ellefu holum daginn áður. Ólafía var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni en hún fær engan pening fyrir þetta mót og mun því eflaust lækka eitthvað á næsta lista. Þetta var 21. mótið hennar á bandarísku mótaröðinni á þessu tímabili. Hún er samt í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili.
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira