Tiger Woods: Kem kannski aldrei aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 08:30 Tiger Woods. Vísir/Getty Tiger Woods hefur unnið fjórtán risatitla á golfferlinum en nú efast hann um að hann muni keppa aftur á golfmóti vegna meiðslanna sem hafa verið að plaga hann í mörg ár. Woods er ennþá það slæmur að hann efaðist um að geta verið aðstoðarmaður fyrirliða bandaríska liðsins í Forsetabikarnum af því að það væri svo sárt fyrir hann að sitja í golfkerru. Hann var þó mættur og talaði við blaðamann BBC. Hinn 41 árs gamli Tiger hefur þurft að fara í fjölmargar aðgerðir á baki á undanförnum árum og hætti nú síðast við keppni á móti í janúar vegna bakvandræða. „Ég veit ekki hvernig framtíðin lítur út,“ sagði Tiger Woods í viðtalinu við BBC. Hann er byrjaður að slá létt en hefur hefur enga dagsetningu með mögulegri endurkomu sinni. Er kannski möguleiki á að hann keppi aldrei aftur? „Já örugglega. Það mun taka sinn tíma að komast að því hvað ég get gert og ég er ekki að flýta mér,“ sagði Tiger. „Ég vissi ekki einu sinni hvort ég gæti verið hér af því að ég gat ekki setið í golfkerru. Hristingur var svo sársaukafullur. Það er ekki lengur þannig sem er frábært,“ sagði Tiger. „Ég er samt enn að æfa og ég er að verða sterkari. Ég er hinsvegar ekki búinn að æfa golfvöðvana því ég er ekki að gera neinar golfæfingar,“ sagði Tiger. Tiger fór í síðustu bakaðgerðina sína í apríl síðastliðnum. Hann var síðan tekin í maí fyrir að keyra undir áhrifum lyfja sem hann sagðist hafa verið að taka á meðan hann var að jafna sig eftir bakaðgerðina. Golf Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods hefur unnið fjórtán risatitla á golfferlinum en nú efast hann um að hann muni keppa aftur á golfmóti vegna meiðslanna sem hafa verið að plaga hann í mörg ár. Woods er ennþá það slæmur að hann efaðist um að geta verið aðstoðarmaður fyrirliða bandaríska liðsins í Forsetabikarnum af því að það væri svo sárt fyrir hann að sitja í golfkerru. Hann var þó mættur og talaði við blaðamann BBC. Hinn 41 árs gamli Tiger hefur þurft að fara í fjölmargar aðgerðir á baki á undanförnum árum og hætti nú síðast við keppni á móti í janúar vegna bakvandræða. „Ég veit ekki hvernig framtíðin lítur út,“ sagði Tiger Woods í viðtalinu við BBC. Hann er byrjaður að slá létt en hefur hefur enga dagsetningu með mögulegri endurkomu sinni. Er kannski möguleiki á að hann keppi aldrei aftur? „Já örugglega. Það mun taka sinn tíma að komast að því hvað ég get gert og ég er ekki að flýta mér,“ sagði Tiger. „Ég vissi ekki einu sinni hvort ég gæti verið hér af því að ég gat ekki setið í golfkerru. Hristingur var svo sársaukafullur. Það er ekki lengur þannig sem er frábært,“ sagði Tiger. „Ég er samt enn að æfa og ég er að verða sterkari. Ég er hinsvegar ekki búinn að æfa golfvöðvana því ég er ekki að gera neinar golfæfingar,“ sagði Tiger. Tiger fór í síðustu bakaðgerðina sína í apríl síðastliðnum. Hann var síðan tekin í maí fyrir að keyra undir áhrifum lyfja sem hann sagðist hafa verið að taka á meðan hann var að jafna sig eftir bakaðgerðina.
Golf Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira