Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. október 2017 07:00 Tony Ferguson og Kevin Lee. Vísir/Getty Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. Conor McGregor vann léttvigtartitilinn á UFC 205 í nóvember í fyrra. Síðan þá hefur hann ekkert barist í MMA og tók boxbardaga gegn Floyd Mayweather í ágúst. Í fjarveru hans hefur UFC búið til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigtinni og verður barist um þann titil í nótt á UFC 216. Um titilinn berjast þeir Tony Ferguson og Kevin Lee og verður það aðalbardagi kvöldsins. Óvíst er hver næstu skref Conor verða en margir setja þá kröfu að hann verji léttvigtartitil sinn. Það hefur hann ekki ennþá gert og gæti fyrsta titilvörnin verið gegn sigurvegara kvöldsins. Þriðji bardaginn gegn Nate Diaz hefur einnig verið nefndur til sögunnar en ljóst er að sigurvegari kvöldsins verður að vekja áhuga á bardaga gegn Conor McGregor. Bardagi gegn Conor McGregor er langstærsti og tekjuhæsti bardagi sem þeir Kevin Lee og Tony Ferguson geta komist í tæri við. Að fá bardaga gegn Conor McGregor er risastórt tækifæri en til þess að fá þann bardaga þurfa þeir að búa til áhuga – ekki bara hjá Conor heldur líka hjá bardagaaðdáendum. Sigurvegarinn verður því að skila inn dúndur frammistöðu í búrinu, sigra sannfærandi og í viðtalinu sannfæra áhorfendur um að hann muni pakka Conor McGregor auðveldlega saman er þeir mætast. Nate Diaz bjó til áhuga á sínum tíma og hann uppskar ansi veglega eftir eftirtektarvert viðtal. Sjálfir eru þeir Tony Ferguson og Kevin Lee frábærir bardagamenn og ætti viðureign þeirra að verða ansi spennandi. Tony Ferguson hefur unnið níu bardaga í röð og er það lengsta sigurganga í sögu léttvigtarinnar. Kevin Lee gæti verið ný stjarna í fæðingu í UFC. Hann hefur alltaf talað og klætt sig eins og stórstjarna með mikið sjálfstraust en núna eru úrslitin sömuleiðis farin að skila sér. Hann hefur klárað fjóra bardaga í röð og fær sitt stærsta tækifæra til þessa í nótt. Ferguson er talinn sigurstranglegri en kannski fáum við bestu frammistöðu Kevin Lee til þessa nú þegar allt er undir. Kevin Lee var þó í vandræðum í vigtuninni í gær og gæti það haft áhrif á hann í nótt. Að auki mun Demetrious Johnson freista þess að bæta sögulegt met Anderson Silva í nótt. Anderson Silva á metið yfir flestar titilvarnir í sögu UFC eða tíu talsins. Johnson jafnaði það met fyrr á árinu og ætlar nú að bæta það með sigri á Ray Borg. Borg ætlar að standa í vegi fyrir Johnson og gera allt sem hann getur til að steypa meistaranum af stóli. UFC 216 fer fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2. MMA Tengdar fréttir Allt sem UFC stendur fyrir fer út um gluggann ef Conor berst næst við Diaz Það styttist í að þeir Tony Ferguson og Kevin Lee berjist um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC. Það belti veitir viðkomandi líka réttinn á að berjast við Conor McGregor um aðalbeltið í þyngdarflokknum. 29. september 2017 23:30 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. Conor McGregor vann léttvigtartitilinn á UFC 205 í nóvember í fyrra. Síðan þá hefur hann ekkert barist í MMA og tók boxbardaga gegn Floyd Mayweather í ágúst. Í fjarveru hans hefur UFC búið til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigtinni og verður barist um þann titil í nótt á UFC 216. Um titilinn berjast þeir Tony Ferguson og Kevin Lee og verður það aðalbardagi kvöldsins. Óvíst er hver næstu skref Conor verða en margir setja þá kröfu að hann verji léttvigtartitil sinn. Það hefur hann ekki ennþá gert og gæti fyrsta titilvörnin verið gegn sigurvegara kvöldsins. Þriðji bardaginn gegn Nate Diaz hefur einnig verið nefndur til sögunnar en ljóst er að sigurvegari kvöldsins verður að vekja áhuga á bardaga gegn Conor McGregor. Bardagi gegn Conor McGregor er langstærsti og tekjuhæsti bardagi sem þeir Kevin Lee og Tony Ferguson geta komist í tæri við. Að fá bardaga gegn Conor McGregor er risastórt tækifæri en til þess að fá þann bardaga þurfa þeir að búa til áhuga – ekki bara hjá Conor heldur líka hjá bardagaaðdáendum. Sigurvegarinn verður því að skila inn dúndur frammistöðu í búrinu, sigra sannfærandi og í viðtalinu sannfæra áhorfendur um að hann muni pakka Conor McGregor auðveldlega saman er þeir mætast. Nate Diaz bjó til áhuga á sínum tíma og hann uppskar ansi veglega eftir eftirtektarvert viðtal. Sjálfir eru þeir Tony Ferguson og Kevin Lee frábærir bardagamenn og ætti viðureign þeirra að verða ansi spennandi. Tony Ferguson hefur unnið níu bardaga í röð og er það lengsta sigurganga í sögu léttvigtarinnar. Kevin Lee gæti verið ný stjarna í fæðingu í UFC. Hann hefur alltaf talað og klætt sig eins og stórstjarna með mikið sjálfstraust en núna eru úrslitin sömuleiðis farin að skila sér. Hann hefur klárað fjóra bardaga í röð og fær sitt stærsta tækifæra til þessa í nótt. Ferguson er talinn sigurstranglegri en kannski fáum við bestu frammistöðu Kevin Lee til þessa nú þegar allt er undir. Kevin Lee var þó í vandræðum í vigtuninni í gær og gæti það haft áhrif á hann í nótt. Að auki mun Demetrious Johnson freista þess að bæta sögulegt met Anderson Silva í nótt. Anderson Silva á metið yfir flestar titilvarnir í sögu UFC eða tíu talsins. Johnson jafnaði það met fyrr á árinu og ætlar nú að bæta það með sigri á Ray Borg. Borg ætlar að standa í vegi fyrir Johnson og gera allt sem hann getur til að steypa meistaranum af stóli. UFC 216 fer fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2.
MMA Tengdar fréttir Allt sem UFC stendur fyrir fer út um gluggann ef Conor berst næst við Diaz Það styttist í að þeir Tony Ferguson og Kevin Lee berjist um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC. Það belti veitir viðkomandi líka réttinn á að berjast við Conor McGregor um aðalbeltið í þyngdarflokknum. 29. september 2017 23:30 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
Allt sem UFC stendur fyrir fer út um gluggann ef Conor berst næst við Diaz Það styttist í að þeir Tony Ferguson og Kevin Lee berjist um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC. Það belti veitir viðkomandi líka réttinn á að berjast við Conor McGregor um aðalbeltið í þyngdarflokknum. 29. september 2017 23:30