Fullreynt með Benedikt í brúnni Sveinn Arnarsson skrifar 12. október 2017 04:00 Þorgerður Katrín er nú tekin við formennsku í Viðreisn. Hér er hún með Pawel Bartoszek og Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmönnum flokksins, og Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra flokksins. Vísir/eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar eftir að Benedikt Jóhannesson sagði af sér embættinu. Þorgerður Katrín segist binda vonir við að Viðreisn nái vopnum sínum með formannsskiptunum. „Það eru rúmar tvær vikur eftir og við munum berjast til síðasta blóðdropa til að tryggja það að frjálslynd viðhorf fái talsmenn á þingi,“ segir Þorgerður. „Höfum það í huga að hér er formaður að segja af sér sem stofnaði Viðreisn og gerir þetta algjörlega upp á sitt einsdæmi. Hann er á margan hátt ótrúlegur stjórnmálamaður og frábær samstarfsmaður.“Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar.vísir/eyþórÞað væri alvarlegt mál ef frjálslynd áhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi „Ég ákvað þetta í ljósi stöðunnar. Viðreisn sem hefur afar góða málefnastöðu og hefur unnið vel nýtur ekki fylgis í samræmi við það. Því taldi ég rétt að við þær aðstæður myndi ég stíga til hliðar,“ segir Benedikt. „Fá ef nokkurt verkefni hef ég unnið af meiri væntumþykju en ég verð að láta mína hagsmuni víkja. Það væri alvarlegt mál ef frjálslynd viðhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir það veikleikamerki að flokkurinn skipti um mann á þessum tímapunkti. Hins vegar sé það styrkur að geta spriklað og breytt um kúrs á stuttum tíma. „Þetta sýnir, bæði þessi formannsskipti og stjórnarslit Bjartrar framtíðar í skjóli nætur, hvað nýir flokkar eru gjörólíkir þeim gömlu. Þeim skútum er erfitt að snúa og flokkarnir virðast eiga erfitt með að mæta kröfum samfélags og almennings um breyttar áherslur og breytt vinnubrögð. Nýju flokkarnir bregðast hraðar við og að því leyti er það styrkleikamerki.“ Skoðanakannanir hafa sýnt Bjarta framtíð og Viðreisn úti í nokkurn tíma. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það stærstu tíðindin hvað frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar eigi erfitt uppdráttar á meðan tveir íhaldssamir þjóðernissinnaðir flokkar séu að rjúka upp og á góðri leið með að ná inn á annan tug þingmanna í næstu þingkosningum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar eftir að Benedikt Jóhannesson sagði af sér embættinu. Þorgerður Katrín segist binda vonir við að Viðreisn nái vopnum sínum með formannsskiptunum. „Það eru rúmar tvær vikur eftir og við munum berjast til síðasta blóðdropa til að tryggja það að frjálslynd viðhorf fái talsmenn á þingi,“ segir Þorgerður. „Höfum það í huga að hér er formaður að segja af sér sem stofnaði Viðreisn og gerir þetta algjörlega upp á sitt einsdæmi. Hann er á margan hátt ótrúlegur stjórnmálamaður og frábær samstarfsmaður.“Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar.vísir/eyþórÞað væri alvarlegt mál ef frjálslynd áhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi „Ég ákvað þetta í ljósi stöðunnar. Viðreisn sem hefur afar góða málefnastöðu og hefur unnið vel nýtur ekki fylgis í samræmi við það. Því taldi ég rétt að við þær aðstæður myndi ég stíga til hliðar,“ segir Benedikt. „Fá ef nokkurt verkefni hef ég unnið af meiri væntumþykju en ég verð að láta mína hagsmuni víkja. Það væri alvarlegt mál ef frjálslynd viðhorf Viðreisnar ættu sér ekki talsmenn á Alþingi.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir það veikleikamerki að flokkurinn skipti um mann á þessum tímapunkti. Hins vegar sé það styrkur að geta spriklað og breytt um kúrs á stuttum tíma. „Þetta sýnir, bæði þessi formannsskipti og stjórnarslit Bjartrar framtíðar í skjóli nætur, hvað nýir flokkar eru gjörólíkir þeim gömlu. Þeim skútum er erfitt að snúa og flokkarnir virðast eiga erfitt með að mæta kröfum samfélags og almennings um breyttar áherslur og breytt vinnubrögð. Nýju flokkarnir bregðast hraðar við og að því leyti er það styrkleikamerki.“ Skoðanakannanir hafa sýnt Bjarta framtíð og Viðreisn úti í nokkurn tíma. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það stærstu tíðindin hvað frjálslyndir alþjóðasinnaðir flokkar eigi erfitt uppdráttar á meðan tveir íhaldssamir þjóðernissinnaðir flokkar séu að rjúka upp og á góðri leið með að ná inn á annan tug þingmanna í næstu þingkosningum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira