Viljum við þessi fjárlög? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 27. október 2017 10:45 Það er janúar 2018 og fjárlagafrumvarpið hefur verið samþykkt eins og það var lagt fram í september sl. Staðan er þessi:Lífeyrir almannatrygginga hækkaði um 4,7% Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að óskertur lífeyrir almannatrygginga hækkaði um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Þessi hækkun breytir engu fyrir fólk með lágar tekjur, sem í boði ríkisstjórnarinnar, er nú, eins og áður fast í fátækt.Tekjuskerðingar örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega eru óbreyttar Félags- og jafnréttismálaráðherra sagði á morgunfundi þann 4. október sl. að „krónu fyrir krónu skerðingin í örorkulífeyrinum er eitthvað sem er hvað mest hamlandi til atvinnuþátttöku og það er alveg ljóst að við eigum að geta gert þarna miklu betur.“ „Krónu á móti krónu“ skerðingin er enn óbreytt og heldur enn stórum hópi lífeyrisþega í fátæktargildru. Frítekjumörk vegna atvinnutekna og fjármagnstekna eru enn þau sömu og þau hafa verið frá árinu 2009.Skattbyrði lágtekjufólks óbreytt Skattbyrði lágtekjufólks er enn óbreytt, en eins og fram kemur í nýlegum skýrslum hefur hún aukist verulega síðustu ár.Rýrari húsnæðisstuðningur Tekjuviðmið og grunnfjárhæðir húsnæðisbóta eru óbreyttar, sem þýðir að almennar hækkanir launa- og lífeyrisgreiðslna á árinu 2018 rýra húsnæðisbætur til leigjenda. Það sama á við um vaxtabætur.Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu Greiðsluþátttaka sjúklinga hvað varðar tannlækna- og sálfræðiþjónustu er enn fyrir utan greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt nýlegri könnun voru 92,5% landsmanna hlynntir því að þessi þjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu.Útistandandi skuld vegna tannlæknakostnaðar Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna endurgreiðslu til lífeyrisþega og aldraðra vegna tannlæknaþjónustu hefur ekki verið uppfærð frá 2004 og margir hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu um árabil vegna kostnaðar. Ráðamenn hafa lengi lofað að ganga til samninga við tannlækna og uppfæra gjaldskrá SÍ fyrir tannlækningar og skila lífeyrisþegum þeim endurgreiðslum sem þeir eiga inni. Þau loforð gleymdust í fjárlögum 2018.Möguleikar til menntunar, skóli án aðgreiningar Gríðarlega mikilvægt er að allt fatlað fólk hafi sömu möguleika til menntunar og aðrir þar sem menntun stuðlar að virkni og samfélagsþátttöku. Menntun er mikilvægur liður í því að stuðla að samfélagslegu réttlæti og bættum lífsgæðum og kjörum óháð líkamlegu og andlegu atgervi einstaklinga. Jafna þarf tækifæri allra til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Auka þarf svo um munar fjármagn í þennan lið ef vel á að vera. Enn eru nemendur með sérþarfir án þeirrar lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Heildarfjármagn til leikskóla og grunnskólastigs lækkaði um 20 m.kr. á milli ára. Fatlað fólk hefur því ekki möguleika á menntun til jafns við aðra.Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) NPA samningar eru aðeins 85 talsins. Tugir fatlaðra einstaklinga bíða enn eftir að fá samning. Kvóti er settur á sjálfstætt líf í stað þess að uppfylla raunverulegar þarfir fólks. Þessi fjárlög viljum við ekki. Við bindum vonir við að ný ríkisstjórn forgangsraði í þágu mannréttinda, velferðar og mannúðar.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er janúar 2018 og fjárlagafrumvarpið hefur verið samþykkt eins og það var lagt fram í september sl. Staðan er þessi:Lífeyrir almannatrygginga hækkaði um 4,7% Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að óskertur lífeyrir almannatrygginga hækkaði um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Þessi hækkun breytir engu fyrir fólk með lágar tekjur, sem í boði ríkisstjórnarinnar, er nú, eins og áður fast í fátækt.Tekjuskerðingar örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega eru óbreyttar Félags- og jafnréttismálaráðherra sagði á morgunfundi þann 4. október sl. að „krónu fyrir krónu skerðingin í örorkulífeyrinum er eitthvað sem er hvað mest hamlandi til atvinnuþátttöku og það er alveg ljóst að við eigum að geta gert þarna miklu betur.“ „Krónu á móti krónu“ skerðingin er enn óbreytt og heldur enn stórum hópi lífeyrisþega í fátæktargildru. Frítekjumörk vegna atvinnutekna og fjármagnstekna eru enn þau sömu og þau hafa verið frá árinu 2009.Skattbyrði lágtekjufólks óbreytt Skattbyrði lágtekjufólks er enn óbreytt, en eins og fram kemur í nýlegum skýrslum hefur hún aukist verulega síðustu ár.Rýrari húsnæðisstuðningur Tekjuviðmið og grunnfjárhæðir húsnæðisbóta eru óbreyttar, sem þýðir að almennar hækkanir launa- og lífeyrisgreiðslna á árinu 2018 rýra húsnæðisbætur til leigjenda. Það sama á við um vaxtabætur.Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu Greiðsluþátttaka sjúklinga hvað varðar tannlækna- og sálfræðiþjónustu er enn fyrir utan greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt nýlegri könnun voru 92,5% landsmanna hlynntir því að þessi þjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu.Útistandandi skuld vegna tannlæknakostnaðar Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna endurgreiðslu til lífeyrisþega og aldraðra vegna tannlæknaþjónustu hefur ekki verið uppfærð frá 2004 og margir hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu um árabil vegna kostnaðar. Ráðamenn hafa lengi lofað að ganga til samninga við tannlækna og uppfæra gjaldskrá SÍ fyrir tannlækningar og skila lífeyrisþegum þeim endurgreiðslum sem þeir eiga inni. Þau loforð gleymdust í fjárlögum 2018.Möguleikar til menntunar, skóli án aðgreiningar Gríðarlega mikilvægt er að allt fatlað fólk hafi sömu möguleika til menntunar og aðrir þar sem menntun stuðlar að virkni og samfélagsþátttöku. Menntun er mikilvægur liður í því að stuðla að samfélagslegu réttlæti og bættum lífsgæðum og kjörum óháð líkamlegu og andlegu atgervi einstaklinga. Jafna þarf tækifæri allra til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Auka þarf svo um munar fjármagn í þennan lið ef vel á að vera. Enn eru nemendur með sérþarfir án þeirrar lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Heildarfjármagn til leikskóla og grunnskólastigs lækkaði um 20 m.kr. á milli ára. Fatlað fólk hefur því ekki möguleika á menntun til jafns við aðra.Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) NPA samningar eru aðeins 85 talsins. Tugir fatlaðra einstaklinga bíða enn eftir að fá samning. Kvóti er settur á sjálfstætt líf í stað þess að uppfylla raunverulegar þarfir fólks. Þessi fjárlög viljum við ekki. Við bindum vonir við að ný ríkisstjórn forgangsraði í þágu mannréttinda, velferðar og mannúðar.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun