Kjarkur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2017 06:00 Fyrir rótgróna flokka er sjaldan tíminn til að breyta. Þegar reynir á raunverulegan vilja til að ná sátt um gjald fyrir sameiginlega fiskveiðiauðlind okkar er lagst í tæknilega útúrsnúninga og málið sagt of flókið. Ef breyta á landbúnaðarkerfinu í þágu bænda og neytenda er svipuð afstaða tekin og spyrnt við fótum. Þetta er ósköp einfalt. Gamlir flokkar með augljósa sérhagsmuni í broddi fylkingar eru stundum sorglega fyrirsjáanlegir. Viðreisn er andhverfan. Ungur flokkur sem setur almannahagsmuni í öndvegi og hefur kjark til að breyta í þágu framfara. Við viljum breyta úreltum kerfum og færa þau til nútímans. Við höfum allt að vinna – engu að tapa. Ekkert frekar en þorri almennings. Við höfum sett krónuna í forgrunn og bent á að hún er flestum okkar dýrt spaug og neyðir okkur til að vinna launalaust í sex vikur á ári. Við borgum húsnæðið okkar þrisvar vegna svimandi hás vaxtakostnaðar á meðan vinir okkar í nágrannalöndum gera það einu sinni. Engu að síður eru enn til þeir stjórnmálamenn sem vilja verja áframhaldandi og óbreytta umgjörð þessarar örmyntar okkar þvert gegn hagsmunum íslenskra fjölskyldna, neytenda og atvinnulífs. Viðreisn er ekki þar. Við viljum festa krónu við Evru eða aðra erlenda mynt. Þannig snarlækkum við þá miklu vaxta(r)verki sem fylgja krónunni og gjörbreytum því óvissuástandi sem einkennir bæði efnahagsumhverfi heimilanna og atvinnulífsins í landinu. Við viljum halda öllum dyrum opnum fyrir áframhaldandi aðild að ESB og leyfa unga fólkinu að eiga atkvæðisrétt um framtíð sína. Það er kominn tími til að treysta þjóðinni í þessu máli. Við erum einlægur velferðarflokkur sem lætur sér annt um þétt riðið öryggisnet og vandaða þjónustu í íslensku samfélagi. Við viljum hins vegar staðgreiða þann veruleika en ekki taka hann að láni eins og berlega hefur komið í ljós að flokkarnir á vinstri vængnum hyggjast gera. Við viljum sjálfbæra velferð sem grundvallast á öflugri verðmætasköpun atvinnulífsins. Velferð og vellíðan er hins vegar lítils virði ef við höfum ekki jafnan aðgang að henni. Þess vegna kappkostar Viðreisn að spegla alla sína pólitísku sýn út frá jafnrétti. Við höfum náð miklum árangri í launajafnrétti kynjanna og viljum fylgja honum eftir með því að efna til víðtækrar þjóðarsáttar um bætt kjör kvennastétta. Kynbundið ofbeldi er jafnframt jafnréttismál, aðgengi barna að leikskólum er það líka og einnig réttur hinsegin fólks. Til þess að draumar okkar geti ræst þarf kjark til að breyta. Viðreisn hefur hann. Til að frjálslyndir vindar blási um Alþingi þarf öflugan stuðning frá þjóðinni. Þú ræður honum.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir rótgróna flokka er sjaldan tíminn til að breyta. Þegar reynir á raunverulegan vilja til að ná sátt um gjald fyrir sameiginlega fiskveiðiauðlind okkar er lagst í tæknilega útúrsnúninga og málið sagt of flókið. Ef breyta á landbúnaðarkerfinu í þágu bænda og neytenda er svipuð afstaða tekin og spyrnt við fótum. Þetta er ósköp einfalt. Gamlir flokkar með augljósa sérhagsmuni í broddi fylkingar eru stundum sorglega fyrirsjáanlegir. Viðreisn er andhverfan. Ungur flokkur sem setur almannahagsmuni í öndvegi og hefur kjark til að breyta í þágu framfara. Við viljum breyta úreltum kerfum og færa þau til nútímans. Við höfum allt að vinna – engu að tapa. Ekkert frekar en þorri almennings. Við höfum sett krónuna í forgrunn og bent á að hún er flestum okkar dýrt spaug og neyðir okkur til að vinna launalaust í sex vikur á ári. Við borgum húsnæðið okkar þrisvar vegna svimandi hás vaxtakostnaðar á meðan vinir okkar í nágrannalöndum gera það einu sinni. Engu að síður eru enn til þeir stjórnmálamenn sem vilja verja áframhaldandi og óbreytta umgjörð þessarar örmyntar okkar þvert gegn hagsmunum íslenskra fjölskyldna, neytenda og atvinnulífs. Viðreisn er ekki þar. Við viljum festa krónu við Evru eða aðra erlenda mynt. Þannig snarlækkum við þá miklu vaxta(r)verki sem fylgja krónunni og gjörbreytum því óvissuástandi sem einkennir bæði efnahagsumhverfi heimilanna og atvinnulífsins í landinu. Við viljum halda öllum dyrum opnum fyrir áframhaldandi aðild að ESB og leyfa unga fólkinu að eiga atkvæðisrétt um framtíð sína. Það er kominn tími til að treysta þjóðinni í þessu máli. Við erum einlægur velferðarflokkur sem lætur sér annt um þétt riðið öryggisnet og vandaða þjónustu í íslensku samfélagi. Við viljum hins vegar staðgreiða þann veruleika en ekki taka hann að láni eins og berlega hefur komið í ljós að flokkarnir á vinstri vængnum hyggjast gera. Við viljum sjálfbæra velferð sem grundvallast á öflugri verðmætasköpun atvinnulífsins. Velferð og vellíðan er hins vegar lítils virði ef við höfum ekki jafnan aðgang að henni. Þess vegna kappkostar Viðreisn að spegla alla sína pólitísku sýn út frá jafnrétti. Við höfum náð miklum árangri í launajafnrétti kynjanna og viljum fylgja honum eftir með því að efna til víðtækrar þjóðarsáttar um bætt kjör kvennastétta. Kynbundið ofbeldi er jafnframt jafnréttismál, aðgengi barna að leikskólum er það líka og einnig réttur hinsegin fólks. Til þess að draumar okkar geti ræst þarf kjark til að breyta. Viðreisn hefur hann. Til að frjálslyndir vindar blási um Alþingi þarf öflugan stuðning frá þjóðinni. Þú ræður honum.Höfundur er formaður Viðreisnar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun