38 konur saka leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. október 2017 16:18 James Toback hefur starfað í kvikmyndaiðnaðinum frá áttunda áratug síðustu aldar. Vísir/Getty Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. The Los Angeles Times greinir frá því að 31 kona hafi stigið fram og lýst reynslu sinni af áreitni Tobacks síðustu þrjátíu ár. Toback hefur neitað ásökunum og sagt að hann hafi aldrei hitt neina þeirra kvenna sem eigi í hlut eða að þegar hann hafi hitt þær hafi það verið í fimm mínútur og hann muni ekki eftir því. James Toback, sem er 72 ára, hefur starfað í Hollywood síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Hann var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1991 fyrir handrit að myndinni Bugsy. Nýjasta kvikmynd hans, The Private Life of a Modern Woman, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síðasta mánuði og skartar hún Siennu Miller í aðalhlutverki. „Líffræðilega ómögulegt“ fyrir Toback Konurnar sem LA Times ræddi við lýstu því að Toback hafi fróað sér fyrir framan þær, nuddað sér upp við þær og spurt óviðeigandi kynfeðrislegra spurninga og beðið þær um að taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Ein sagði að eftir slík kynni við Toback hafi henni „liðið eins og vændiskonu, eins og ég væri að bregðast sjálfri mér, foreldrum mínum og vinum.“ Þá hafi henni liðið eins og hún ætti ekki skilið að segja neinum frá áreitninni. Toback sagði við LA Times að síðustu 22 ár hefði það verið „líffræðilega ómögulegt“ fyrir hann að gera það sem hann væri sakaður um sökum sykursýki og hjartasjúkdóms. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Glenn Whipp, blaðamaður LA Times sem greindi frá ásökunum segir að síðan grein hans var birt á sunnudag hafi sú tala kvenna sem sakaði Toback um áreitni tvöfaldast frá þeim 38 sem rætt var við. MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Á fjórða tug kvenna hafa sakað leikstjórann James Toback um kynferðislega áreitni. The Los Angeles Times greinir frá því að 31 kona hafi stigið fram og lýst reynslu sinni af áreitni Tobacks síðustu þrjátíu ár. Toback hefur neitað ásökunum og sagt að hann hafi aldrei hitt neina þeirra kvenna sem eigi í hlut eða að þegar hann hafi hitt þær hafi það verið í fimm mínútur og hann muni ekki eftir því. James Toback, sem er 72 ára, hefur starfað í Hollywood síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Hann var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1991 fyrir handrit að myndinni Bugsy. Nýjasta kvikmynd hans, The Private Life of a Modern Woman, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síðasta mánuði og skartar hún Siennu Miller í aðalhlutverki. „Líffræðilega ómögulegt“ fyrir Toback Konurnar sem LA Times ræddi við lýstu því að Toback hafi fróað sér fyrir framan þær, nuddað sér upp við þær og spurt óviðeigandi kynfeðrislegra spurninga og beðið þær um að taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Ein sagði að eftir slík kynni við Toback hafi henni „liðið eins og vændiskonu, eins og ég væri að bregðast sjálfri mér, foreldrum mínum og vinum.“ Þá hafi henni liðið eins og hún ætti ekki skilið að segja neinum frá áreitninni. Toback sagði við LA Times að síðustu 22 ár hefði það verið „líffræðilega ómögulegt“ fyrir hann að gera það sem hann væri sakaður um sökum sykursýki og hjartasjúkdóms. Umræða um kynferðislegt áreiti í garð kvenna í kvikmyndaiðnaðinum hefur verið í hámæli undanfarna daga eftir að fjöldi kvenna steig fram og opnaði sig um áreiti leikstjórans Harveys Weinstein. Glenn Whipp, blaðamaður LA Times sem greindi frá ásökunum segir að síðan grein hans var birt á sunnudag hafi sú tala kvenna sem sakaði Toback um áreitni tvöfaldast frá þeim 38 sem rætt var við.
MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira