Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 21:55 Moore hefur ímugust á samkynheiðgum og múslimum og hefur tvisvar verið vikið úr embætti dómara. vísir/getty Kona að nafni Leigh Corfman hefur stigið fram og sakað Roy Moore, frambjóðanda úr röðum Repúblíkana, um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Moore starfaði áður sem dómari í ríkisdómstól Alabama. Hann hefur löngum verið milli tannanna á fólki vegna öfgafullra skoðana og andúðar á samkynhneigðum og múslimum. Moore er einnig þekktur fyrir að hafa í tvígang verið vikið úr dómarasæti hæstaréttar Alabama. Corfman sagði frá samskiptum sínum við Moore í viðtali við Washington Post. Samskiptin áttu sér stað árið 1979 en þá var Corfman fjórtán ára en Moore 32 ára. Corfman segir að fyrstu kynni sín við Moore hafi átt sér stað fyrir utan dómsal í Etowa-sýslu í Alabama. Á Moore að hafa nálgast móður hennar og boðist til að gæta hinnar fjórtán ára Corfman á meðan móðirin bar vitni í dómsalnum. Segir Corfman Moore hafa spjallað við sig og beðið um símanúmerið hjá sér. Fáeinum dögum síðar steig Corfman upp í bifreið Moore og við tók hálftímalöng bílferð á heimili Moore. Corfman segir Moore hafa kysst sig og lýst yfir hrifningu sinni á sér. Corfman heimsótti Moore aftur og í það skipti á Moore að hafa aklætt sig fyrir framan hana, káfað á henni og stýrt hendi hennar að nærklæðnaði sínum. Þrjár aðrar konur veittu viðtal við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Corfman hefur aldrei tjáð sig um samskipti sín við Moore hingað til og hún hefur ekki lagt fram kæru vegna málsins. Tengdar fréttir Andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra grípa til varna Reyna nú að fá stjórnarskrárbreytingu samþykkta í Bandaríkjunum til að skilgreina hjónabandið sér í vil. 17. febrúar 2014 07:00 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Kona að nafni Leigh Corfman hefur stigið fram og sakað Roy Moore, frambjóðanda úr röðum Repúblíkana, um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Moore starfaði áður sem dómari í ríkisdómstól Alabama. Hann hefur löngum verið milli tannanna á fólki vegna öfgafullra skoðana og andúðar á samkynhneigðum og múslimum. Moore er einnig þekktur fyrir að hafa í tvígang verið vikið úr dómarasæti hæstaréttar Alabama. Corfman sagði frá samskiptum sínum við Moore í viðtali við Washington Post. Samskiptin áttu sér stað árið 1979 en þá var Corfman fjórtán ára en Moore 32 ára. Corfman segir að fyrstu kynni sín við Moore hafi átt sér stað fyrir utan dómsal í Etowa-sýslu í Alabama. Á Moore að hafa nálgast móður hennar og boðist til að gæta hinnar fjórtán ára Corfman á meðan móðirin bar vitni í dómsalnum. Segir Corfman Moore hafa spjallað við sig og beðið um símanúmerið hjá sér. Fáeinum dögum síðar steig Corfman upp í bifreið Moore og við tók hálftímalöng bílferð á heimili Moore. Corfman segir Moore hafa kysst sig og lýst yfir hrifningu sinni á sér. Corfman heimsótti Moore aftur og í það skipti á Moore að hafa aklætt sig fyrir framan hana, káfað á henni og stýrt hendi hennar að nærklæðnaði sínum. Þrjár aðrar konur veittu viðtal við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Corfman hefur aldrei tjáð sig um samskipti sín við Moore hingað til og hún hefur ekki lagt fram kæru vegna málsins.
Tengdar fréttir Andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra grípa til varna Reyna nú að fá stjórnarskrárbreytingu samþykkta í Bandaríkjunum til að skilgreina hjónabandið sér í vil. 17. febrúar 2014 07:00 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra grípa til varna Reyna nú að fá stjórnarskrárbreytingu samþykkta í Bandaríkjunum til að skilgreina hjónabandið sér í vil. 17. febrúar 2014 07:00
Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15