Paradísarskjölin: Bono keypti verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum Möltu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2017 09:45 Nafn Paul Hewson, eða Bono eins og hann er betur þekktur, má finna í Paradískarskjölunum. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum sem bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung og rannsóknarblaðamenn hafa unnið úr á síðustu vikum og mánuðum.The Guardian fjallar um fjárfestingu Bono, eða Paul Hewson eins og hann heitir í raun og veru. Þar kemur fram að Bono hafi fjárfest í maltneska félaginu Nude Estates sem keypti Aušra-verslunarmiðstöðina í bænum Utena, um 90 kílómetrum frá höfuðborginni Vilnius, árið 2007. Nude Estates stofnaði nýtt félag til þess að halda utan um eignarhaldið á verslunarmiðstöðinni. Árið 2012 var eignarhald á verslunarmiðstöðinni fært til bresku eyjarinnar Guernsey, í félag sem nefnt var Nude Estates 1. Bæði Malta og Guernsey eru þekkt lágskattasvæði. Á Möltu greiða erlendir fjárfestar, líkt og Bono, aðeins fimm prósent skatt af tekjum fyrirtækja. Á Guernsey er hins vegar enginn sambærilegur skattur. Talsmaður Bono segir í samtali við The Guardian að Bono hafi ekki verið virkur fjárfestir í Nude Estates og hafi aðeins átt lítinn hlut í félaginu. Það sama gildi um félagið á Guernsey.Í gær var greint frá umfangsmiklum gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Um er að ræða 12,4 milljónir skjala sem nefnd hafa verið Paradísarskjölin, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða. Í skjölunum eru einnig upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum. Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung heldur úti sérstakri vefsíðu á ensku þar sem helstu fréttir úr lekanum munu birtast. Hér er hlekkur á þá síðu. Vefsíðu ICIJ má svo finna hér. Litháen Paradísarskjölin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, keypti hlut í verslunarmiðstöð í Litháen í gegnum félag sem skráð var á Möltu. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum sem bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung og rannsóknarblaðamenn hafa unnið úr á síðustu vikum og mánuðum.The Guardian fjallar um fjárfestingu Bono, eða Paul Hewson eins og hann heitir í raun og veru. Þar kemur fram að Bono hafi fjárfest í maltneska félaginu Nude Estates sem keypti Aušra-verslunarmiðstöðina í bænum Utena, um 90 kílómetrum frá höfuðborginni Vilnius, árið 2007. Nude Estates stofnaði nýtt félag til þess að halda utan um eignarhaldið á verslunarmiðstöðinni. Árið 2012 var eignarhald á verslunarmiðstöðinni fært til bresku eyjarinnar Guernsey, í félag sem nefnt var Nude Estates 1. Bæði Malta og Guernsey eru þekkt lágskattasvæði. Á Möltu greiða erlendir fjárfestar, líkt og Bono, aðeins fimm prósent skatt af tekjum fyrirtækja. Á Guernsey er hins vegar enginn sambærilegur skattur. Talsmaður Bono segir í samtali við The Guardian að Bono hafi ekki verið virkur fjárfestir í Nude Estates og hafi aðeins átt lítinn hlut í félaginu. Það sama gildi um félagið á Guernsey.Í gær var greint frá umfangsmiklum gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Um er að ræða 12,4 milljónir skjala sem nefnd hafa verið Paradísarskjölin, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða. Í skjölunum eru einnig upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum. Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung heldur úti sérstakri vefsíðu á ensku þar sem helstu fréttir úr lekanum munu birtast. Hér er hlekkur á þá síðu. Vefsíðu ICIJ má svo finna hér.
Litháen Paradísarskjölin Tengdar fréttir Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08 Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tugir Íslendinga í nýja gagnalekanum Greint verður frá nöfnum þeirra á næstu dögum. 6. nóvember 2017 08:08
Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. 5. nóvember 2017 19:21