Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2017 10:58 Loftslagsfundur SÞ hefst í Bonn í Þýskalandi á mánudag og stendur yfir í um tvær vikur,. Vísir/AFP Sendinefnd bandarískra stjórnvalda ætlar að kynna kol, jarðgas og kjarnorku sem lausn við loftslagsbreytingum á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í næstu viku. Búist er við að sá málflutningur falli í grýttan jarðveg hjá fulltrúum annarra ríkja. New York Times segir að ríkisstjórn Donalds Trump leggi kynninguna upp sem umræðu um hvernig bandarískar orkuauðlindir, ekki síst jarðefnaeldsneyti, geti hjálpað fátækjum ríkjum að framleiða rafmagn og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti er hins vegar meginorsök loftslagsbreytinganna sem ríki heims reyna nú að takmarka. Því telur blaðið næsta víst að málflutningur Bandaríkjastjórnar muni vekja mikil viðbrögð. „Lönd eða fyrirtæki sem halda áfram að hampa áframhaldandi leit og vinnslu á kolum og jafnvel öðru jarðefnaeldsneyti héðan í frá væru vísvitandi að fremja glæp gegn mannkyninu og þau yrðu látin bera ábyrgð á því,“ hefur New York Times eftir Saleemul Huq, forstöðumanni Alþjóðlegrar miðstöðvar loftslagsbreytinga og þróunar í Bangladess sem veitir þróunarríkjum ráðgjöf í tengslum við viðræðurnar.Bandaríkin taka áfram þátt, þrátt fyrir yfirlýsingu TrumpDonald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann ætli að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Formlega getur hann hins vegar ekki gert það fyrr en haustið 2020 og í militíðinni taka Bandaríkin þátt í viðræðum á vettvangi loftslagssamningar SÞ. Markmið Parísarsamkomulagsins eru til ársins 2030 og eiga að taka við af seinna tímabili Kýótóbókunarinnar sem lýkur árið 2020. Ríkja heims ætla samkvæmt þeim að reyna að halda hlýnun jarðar innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu og helst innan við 1,5°C ef þess er nokkur kostur. Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Uppsagnarákvæði stendur í fólki Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Sendinefnd bandarískra stjórnvalda ætlar að kynna kol, jarðgas og kjarnorku sem lausn við loftslagsbreytingum á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í næstu viku. Búist er við að sá málflutningur falli í grýttan jarðveg hjá fulltrúum annarra ríkja. New York Times segir að ríkisstjórn Donalds Trump leggi kynninguna upp sem umræðu um hvernig bandarískar orkuauðlindir, ekki síst jarðefnaeldsneyti, geti hjálpað fátækjum ríkjum að framleiða rafmagn og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti er hins vegar meginorsök loftslagsbreytinganna sem ríki heims reyna nú að takmarka. Því telur blaðið næsta víst að málflutningur Bandaríkjastjórnar muni vekja mikil viðbrögð. „Lönd eða fyrirtæki sem halda áfram að hampa áframhaldandi leit og vinnslu á kolum og jafnvel öðru jarðefnaeldsneyti héðan í frá væru vísvitandi að fremja glæp gegn mannkyninu og þau yrðu látin bera ábyrgð á því,“ hefur New York Times eftir Saleemul Huq, forstöðumanni Alþjóðlegrar miðstöðvar loftslagsbreytinga og þróunar í Bangladess sem veitir þróunarríkjum ráðgjöf í tengslum við viðræðurnar.Bandaríkin taka áfram þátt, þrátt fyrir yfirlýsingu TrumpDonald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann ætli að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Formlega getur hann hins vegar ekki gert það fyrr en haustið 2020 og í militíðinni taka Bandaríkin þátt í viðræðum á vettvangi loftslagssamningar SÞ. Markmið Parísarsamkomulagsins eru til ársins 2030 og eiga að taka við af seinna tímabili Kýótóbókunarinnar sem lýkur árið 2020. Ríkja heims ætla samkvæmt þeim að reyna að halda hlýnun jarðar innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu og helst innan við 1,5°C ef þess er nokkur kostur.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Uppsagnarákvæði stendur í fólki Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17