Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 10:02 Framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu og síðustu þáttaröðinni í kjölfar ásakana gegn Kevin Spacey. Vísir/Getty Netflix tilkynnti á Twitter í gær að tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards hefði verið hætt um óákveðinn tíma. Var gefin sú skýring að þetta gæfi framleiðslufyrirtækjum þáttanna tækifæri til þess að fara yfir stöðuna. Framleiðendurnir eru núna á tökustað þessa vikuna að ræða við tökulið og leikara. Verða nánari upplýsingar tilkynntar síðar. Production on the final season of House of Cards is suspended until further notice.— Netflix US (@netflix) October 31, 2017 MRC og Netflix hafa ákveðið að hætta framleiðslu á sjöttu þáttaröð af House of Cards, þangað til annað kemur í ljós, til að gefa okkur tíma til að fara yfir stöðuna og fara yfir þær áhyggjur sem leikarar og tökulið okkar gætu haft,” sögðu framleiðslufyrirtækin í sameiginlegri yfirlýsingu sem send var á Deadline. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að fyrirtækin tilkynntu á mánudag að ákveðið hefði verið að hætta framleiðslu House of Cards og sjötta þáttaröðin yrði sú síðasta. Það var ákveðið í kjölfar ásakana á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, um að hafa áreitt fjórtán ára pilt kynferðislega árið 1986. Síðan ásakanirnar á hendur Spacey komu fram hefur leikarinn verið harðlega gagnrýndur fyrir að beina athyglinni frá ásökununum með því að koma opinberlega út úr skápnum á Twitter. Tökur hafa nú staðið yfir á sjöttu þáttaröðinni, meðal annars í Baltimore samkvæmt frétt Deadline. Spacey átti þó ekki að vera á tökustað þegar þetta var tilkynnt og hefur hann ekki sent frá sér yfirlýsingu varðandi endalok þáttanna. Þættirnir áttu að vera þrettán talsins og fara í sýningu á Netflix um mitt næsta ár. Það er þó ekki ljóst núna hvort þættirnir verði sýndir eða hvenær. Netflix Mál Kevin Spacey Bíó og sjónvarp Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Netflix tilkynnti á Twitter í gær að tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards hefði verið hætt um óákveðinn tíma. Var gefin sú skýring að þetta gæfi framleiðslufyrirtækjum þáttanna tækifæri til þess að fara yfir stöðuna. Framleiðendurnir eru núna á tökustað þessa vikuna að ræða við tökulið og leikara. Verða nánari upplýsingar tilkynntar síðar. Production on the final season of House of Cards is suspended until further notice.— Netflix US (@netflix) October 31, 2017 MRC og Netflix hafa ákveðið að hætta framleiðslu á sjöttu þáttaröð af House of Cards, þangað til annað kemur í ljós, til að gefa okkur tíma til að fara yfir stöðuna og fara yfir þær áhyggjur sem leikarar og tökulið okkar gætu haft,” sögðu framleiðslufyrirtækin í sameiginlegri yfirlýsingu sem send var á Deadline. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að fyrirtækin tilkynntu á mánudag að ákveðið hefði verið að hætta framleiðslu House of Cards og sjötta þáttaröðin yrði sú síðasta. Það var ákveðið í kjölfar ásakana á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, um að hafa áreitt fjórtán ára pilt kynferðislega árið 1986. Síðan ásakanirnar á hendur Spacey komu fram hefur leikarinn verið harðlega gagnrýndur fyrir að beina athyglinni frá ásökununum með því að koma opinberlega út úr skápnum á Twitter. Tökur hafa nú staðið yfir á sjöttu þáttaröðinni, meðal annars í Baltimore samkvæmt frétt Deadline. Spacey átti þó ekki að vera á tökustað þegar þetta var tilkynnt og hefur hann ekki sent frá sér yfirlýsingu varðandi endalok þáttanna. Þættirnir áttu að vera þrettán talsins og fara í sýningu á Netflix um mitt næsta ár. Það er þó ekki ljóst núna hvort þættirnir verði sýndir eða hvenær.
Netflix Mál Kevin Spacey Bíó og sjónvarp Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37