Rebel Wilson tjáir sig um kynferðislega áreitni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 17:05 Rebel Wilson greinir frá því að hún hafi tvisvar sinnum orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu valdamikilla manna í kvikmyndaiðnaðinum. Vísir/getty Enn ein konan sem starfar innan kvikmyndaiðnaðarins stígur nú fram og tjáir sig um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hálfu valdamikils manns. Rebel Wilson er áströlsk leikkona á fertugsaldri sem þekktust er fyrir eftirminnilega frammistöðu í gamanmyndunum Pitch Perfect og Bridesmades. Þetta kemur fram á vef Guardian. Rebel segir frá því þegar þekktur maður í valdastöðu innan kvikmyndaiðnaðarins bað hana um að fylgja sér inn í herbergi. Þegar þangað var komið hafi hann þrábeðið hana um að stinga fingrinum í rassinn á honum og hún neitað staðfastlega. Á meðan á þessu stóð hefðu karlkyns vinir reynt að taka atvikið upp á myndband og hlegið. Þegar hún hafi komið sér úr þessum erfiðum aðstæðum hafi hún haft samband við lögfræðinginn sinn og umboðsmann og skrifað formlega kvörtun á yfirmenn kvikmyndaversins en hún fór fram á grein í samningnum sem verndaði hana fyrir umræddum manni. Jafnvel eftir að hafa ráðist í nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að girða fyrir frekari áreitni hafi henni verið sagt að „vera almennileg“ og styðja við leikarann. Rebel kiknaði ekki undan því álagi sem fylgdi þessum hótunum heldur hafi hún mótmælt harðlega og í staðinn fyrir „vera almennileg“ hafi hún sagt hundruð fólks frá atvikinu með „myndrænum hætti“ til þess að vara fólk við leikaranum. Þá greinir Rebel jafnframt frá öðru atviki en hún segir að kvikmyndaleikstjóri í Hollywood – sem sé alræmdur fyrir níðast á konum – hafi áreitt hana en hún hafi komist naumlega undan. Rebel segir að jafnvel hún sem sé jafnan sterk og sjálfsörugg búi yfir reynslu af áreitni en hún sé afar lánsöm að hafa tekið sjálfsvarnarnámskeið. Rebel segist hafa komist undan báðum atvikum heil á húfi en hún sé meðvituð um að ekki séu allir svo heppnir. MeToo Hollywood Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Enn ein konan sem starfar innan kvikmyndaiðnaðarins stígur nú fram og tjáir sig um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hálfu valdamikils manns. Rebel Wilson er áströlsk leikkona á fertugsaldri sem þekktust er fyrir eftirminnilega frammistöðu í gamanmyndunum Pitch Perfect og Bridesmades. Þetta kemur fram á vef Guardian. Rebel segir frá því þegar þekktur maður í valdastöðu innan kvikmyndaiðnaðarins bað hana um að fylgja sér inn í herbergi. Þegar þangað var komið hafi hann þrábeðið hana um að stinga fingrinum í rassinn á honum og hún neitað staðfastlega. Á meðan á þessu stóð hefðu karlkyns vinir reynt að taka atvikið upp á myndband og hlegið. Þegar hún hafi komið sér úr þessum erfiðum aðstæðum hafi hún haft samband við lögfræðinginn sinn og umboðsmann og skrifað formlega kvörtun á yfirmenn kvikmyndaversins en hún fór fram á grein í samningnum sem verndaði hana fyrir umræddum manni. Jafnvel eftir að hafa ráðist í nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að girða fyrir frekari áreitni hafi henni verið sagt að „vera almennileg“ og styðja við leikarann. Rebel kiknaði ekki undan því álagi sem fylgdi þessum hótunum heldur hafi hún mótmælt harðlega og í staðinn fyrir „vera almennileg“ hafi hún sagt hundruð fólks frá atvikinu með „myndrænum hætti“ til þess að vara fólk við leikaranum. Þá greinir Rebel jafnframt frá öðru atviki en hún segir að kvikmyndaleikstjóri í Hollywood – sem sé alræmdur fyrir níðast á konum – hafi áreitt hana en hún hafi komist naumlega undan. Rebel segir að jafnvel hún sem sé jafnan sterk og sjálfsörugg búi yfir reynslu af áreitni en hún sé afar lánsöm að hafa tekið sjálfsvarnarnámskeið. Rebel segist hafa komist undan báðum atvikum heil á húfi en hún sé meðvituð um að ekki séu allir svo heppnir.
MeToo Hollywood Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira