Umdeildir fjárfestar að baki kaupum á Time Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2017 07:38 Donald Trump var maður síðasta árs að mat Time. VÍSIR/AFP Bandaríska útgáfufyrirtækið Meredith Coropration mun festa kaup á samkeppnisaðila sínum, hinum nafntogaða tímaritaútgefanda Time Inc, fyrir 2,8 milljarða dala, eða 300 milljarða króna. Meredith, sem rekur sjónvarpsstöðvar og gefur út blöð og tímarit, hefur tvívegis áður gert tilboð í Time en ekki borið erindi sem erfiði, fyrr en nú. Time hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum frá árinu 2014 þegar það sagði skilið við móðurfélagið Time Warner. Minnkandi auglýsingasala og færri áskrifendur hafa dregið úr tekjum félagsins sem féllu um 9,5 prósent á síðasta ársfjórðungi. Time hefur ekki tekist að uppfylla tekjuvæntingar fjárfesta sex ársfjórðunga í röð. Í yfirlýsingu frá forstjóra Time, John Fahey, segir hann að samkomulagið sé það besta í stöðunni fyrir fyrirtækið. Með kaupunum muni tekjur Time af auglýsingasölu á netinu nema um 700 milljónum dala, næstum 72 milljörðum króna, á sama tíma og snertiflötur félagsins við hina mikilvægu aldamótakynslóð eykst gríðarlega.Mótmælagöngur og undirskriftasafnanir settu svip sinn á orðróma um möguleg kaup Koch-bræðra á tveimur fjölmiðlum árið 2013.Vísir/GettyUmdeildir bakhjarlarMargir hafa sett spurningamerki við samrunann, ekki síst vegna aðkomu fjárfestanna Charles og David Koch að samningnum en þeir lögðu 650 milljónir dala til kaupanna. Koch-bræðurnir svokölluðu hafa látið að sér kveða í stjórnmálum vestanhafs sem bakhjarlar frambjóðenda sem ýmist hafa íhaldssöm gildi í heiðri eða berjast fyrir aukinni frjálshyggju í efnahagsmálum. Á heimasíðu Koch Industries segir meðal annars að „í hugum milljóna Bandaríkjamanna haldast hugtökin „Koch-bræður“ og „pólitískur aktívismi“ í hendur.“ Í því ljósi óttast margir að þeir muni nýta aðkomu sína að Time til þess að ýta enn fremur undir áróður sinn. Þannig var því harðlega mótmælt árið 2013 þegar fregnir bárust af mögulegum kaupum Koch-bræðra á dagblöðunum Los Angeles Times og Chicago Tribune. Stjórnendur Meridith segja þetta þó óþarfa áhyggjur enda muni Koch-bræður ekki taka sæti í stjórn fyrirtækisins. Að sama skapi munu þeir ekki fá að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fyrirtækisins. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríska útgáfufyrirtækið Meredith Coropration mun festa kaup á samkeppnisaðila sínum, hinum nafntogaða tímaritaútgefanda Time Inc, fyrir 2,8 milljarða dala, eða 300 milljarða króna. Meredith, sem rekur sjónvarpsstöðvar og gefur út blöð og tímarit, hefur tvívegis áður gert tilboð í Time en ekki borið erindi sem erfiði, fyrr en nú. Time hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum frá árinu 2014 þegar það sagði skilið við móðurfélagið Time Warner. Minnkandi auglýsingasala og færri áskrifendur hafa dregið úr tekjum félagsins sem féllu um 9,5 prósent á síðasta ársfjórðungi. Time hefur ekki tekist að uppfylla tekjuvæntingar fjárfesta sex ársfjórðunga í röð. Í yfirlýsingu frá forstjóra Time, John Fahey, segir hann að samkomulagið sé það besta í stöðunni fyrir fyrirtækið. Með kaupunum muni tekjur Time af auglýsingasölu á netinu nema um 700 milljónum dala, næstum 72 milljörðum króna, á sama tíma og snertiflötur félagsins við hina mikilvægu aldamótakynslóð eykst gríðarlega.Mótmælagöngur og undirskriftasafnanir settu svip sinn á orðróma um möguleg kaup Koch-bræðra á tveimur fjölmiðlum árið 2013.Vísir/GettyUmdeildir bakhjarlarMargir hafa sett spurningamerki við samrunann, ekki síst vegna aðkomu fjárfestanna Charles og David Koch að samningnum en þeir lögðu 650 milljónir dala til kaupanna. Koch-bræðurnir svokölluðu hafa látið að sér kveða í stjórnmálum vestanhafs sem bakhjarlar frambjóðenda sem ýmist hafa íhaldssöm gildi í heiðri eða berjast fyrir aukinni frjálshyggju í efnahagsmálum. Á heimasíðu Koch Industries segir meðal annars að „í hugum milljóna Bandaríkjamanna haldast hugtökin „Koch-bræður“ og „pólitískur aktívismi“ í hendur.“ Í því ljósi óttast margir að þeir muni nýta aðkomu sína að Time til þess að ýta enn fremur undir áróður sinn. Þannig var því harðlega mótmælt árið 2013 þegar fregnir bárust af mögulegum kaupum Koch-bræðra á dagblöðunum Los Angeles Times og Chicago Tribune. Stjórnendur Meridith segja þetta þó óþarfa áhyggjur enda muni Koch-bræður ekki taka sæti í stjórn fyrirtækisins. Að sama skapi munu þeir ekki fá að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fyrirtækisins.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira