Domino´s Körfuboltakvöld: Stelpurnar sem blómstruðu eftir landsleikjafrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 12:15 Lið 8. umferðarinnar. Mynd/S2 Sport Áttunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fór fram á miðvikudagskvöldið og sú níunda verður spiluð á morgun. Þetta var fyrsta umferðin hjá stelpunum síðan 1. nóvember en kvennadeildin fór í þriggja vikna landsleikjafrí. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Besti leikmaður umferðarinnar var Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir sem átti frábæran leik í uppgjör liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Thelma Dís var með 27 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 75 prósent skota sinna utan af velli og öllum vítunum. Thelma Dís fékk harða samkeppni um titilinn leikmaður umferðarinnar frá liðsfélaga sínum Brittanny Dinkins sem var með 35 stig, 13 stoðsendingar og 12 fráköst í þessum 100-91 sigri Keflavíkur á Snæfelli. Brittanny Dinkins og Thelma Dís eru í liði umferðarinnar áfram leikmönnum úr Stjörnunni, Haukum og Breiðabliki. Þessir leikmenn eru Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni, Helena Sverrisdóttir í Haukum og Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki. Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðabliks, er besti þjálfari áttundu umferðar en hún var líka valinn besti þjálfarinn í þriðju og sjöttu umferðinni sem þýðir að hún er að fá verðlaunin í þriðja sinn. Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni var með 13 stig og 14 fráköst í 76-75 sigri Garðabæjarliðsins á Haukum. Sylvía Rún er einmitt uppalin í Haukum og var því að gera sínu gamla félagi grikk. Sylvía Rún skoraði rosalega mikilvæga þriggja stiga körfu á lokasekúndum leiksins og tók einnig tvö afar dýrmæt fráköst á lokakaflanum. Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki var með 13 stig og 5 stoðsendingar í 74-72 sigri Blika á Val en Breiðabliksliðið vann þær 33 mínútur sem Sóllilja spilaði með tólf stigum sem þýðir að liðið tapaði með 10 stigum þegar hún sat á bekknum. Helena Sverrisdóttir var með 19 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar í naumu Hauka á móti Stjörnunni. Hún fékk 31 framlagsstig fyrir frammistöðu sína. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna á morgun en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 2 verður leikur Vals og Keflavíkur í Valshöllinni. Á sama tíma mætast lið Njarðvíkur og Hauka í Ljónagryfjunni í Njarðvík, það verður Vesturlandsslagur í Stykkishólmi á milli Snæfells og Skallagríms og þá tekur Breiðablik á móti Stjörnunni. Allir leikirnir hefjast klukkan 16.30. Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Áttunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fór fram á miðvikudagskvöldið og sú níunda verður spiluð á morgun. Þetta var fyrsta umferðin hjá stelpunum síðan 1. nóvember en kvennadeildin fór í þriggja vikna landsleikjafrí. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Besti leikmaður umferðarinnar var Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir sem átti frábæran leik í uppgjör liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Thelma Dís var með 27 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 75 prósent skota sinna utan af velli og öllum vítunum. Thelma Dís fékk harða samkeppni um titilinn leikmaður umferðarinnar frá liðsfélaga sínum Brittanny Dinkins sem var með 35 stig, 13 stoðsendingar og 12 fráköst í þessum 100-91 sigri Keflavíkur á Snæfelli. Brittanny Dinkins og Thelma Dís eru í liði umferðarinnar áfram leikmönnum úr Stjörnunni, Haukum og Breiðabliki. Þessir leikmenn eru Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni, Helena Sverrisdóttir í Haukum og Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki. Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðabliks, er besti þjálfari áttundu umferðar en hún var líka valinn besti þjálfarinn í þriðju og sjöttu umferðinni sem þýðir að hún er að fá verðlaunin í þriðja sinn. Sylvía Rún Hálfdanardóttir úr Stjörnunni var með 13 stig og 14 fráköst í 76-75 sigri Garðabæjarliðsins á Haukum. Sylvía Rún er einmitt uppalin í Haukum og var því að gera sínu gamla félagi grikk. Sylvía Rún skoraði rosalega mikilvæga þriggja stiga körfu á lokasekúndum leiksins og tók einnig tvö afar dýrmæt fráköst á lokakaflanum. Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðabliki var með 13 stig og 5 stoðsendingar í 74-72 sigri Blika á Val en Breiðabliksliðið vann þær 33 mínútur sem Sóllilja spilaði með tólf stigum sem þýðir að liðið tapaði með 10 stigum þegar hún sat á bekknum. Helena Sverrisdóttir var með 19 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar í naumu Hauka á móti Stjörnunni. Hún fékk 31 framlagsstig fyrir frammistöðu sína. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna á morgun en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 2 verður leikur Vals og Keflavíkur í Valshöllinni. Á sama tíma mætast lið Njarðvíkur og Hauka í Ljónagryfjunni í Njarðvík, það verður Vesturlandsslagur í Stykkishólmi á milli Snæfells og Skallagríms og þá tekur Breiðablik á móti Stjörnunni. Allir leikirnir hefjast klukkan 16.30.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira