Baldwin-bróðir sakar Trump um að hafa reynt við konuna sína Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2017 19:25 Billy Baldwin er næstyngstur fjögurra Baldwin-bræðra. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti er með „svarta beltið“ þegar kemur að ásökunum um kynferðislegt misferli. Þetta segir leikarinn Billy Baldwin sem fullyrðir jafnframt að Trump hafi reynt við konuna sína og boðið henni í þyrluferð til Atlantic-borgar. Fréttir um ásakanir um kynferðislega áreitni valdamanna í garð kvenna hafa verið afar áberandi víða um heim undanfarnar vikur. Á meðal þeirra sem hafa verið sakaðir um áreitni er Al Franken, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, vakti athygli á nýjum ásökunum gegn Franken á Twitter. Þrátt fyrir Trump eldri hafi sjálfur verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og áreitni átti sonurinn líklega ekki von á viðbrögðunum sem hann fékk frá einum Baldwin-bræðranna. „Pabbi þinn er með fimmtu gráðu svarta beltisins þegar kemur að ásökunum um kynferðislegt misferli,” tísti Billy Baldwin á móti. Hann er bróðir Alec Baldwin sem hefur meðal annars leikið Trump eldri í gamanþættinum Saturday Night Live við góðan orðstír. Tíst Billy Baldwin til Donalds Trump yngri.Skjáskot Baldwin lét þetta þó ekki nægja heldur rifjaði hann upp sögu af Trump forseta. „Ég hélt einu sinni samkvæmi á Plaza-hótelinu…faðir þinn mætti óboðinn og reyndi við konuna mína…bauð henni í þyrluna sína til Atlantic-borgar,“ tístir Baldwin. Tilburðir Trump virðast þó ekki hafa borið mikinn árangur ef marka má Baldwin. „Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn. Your Dad is a 5th degree black belt when it comes to sexual impropriety allegations.In fact… I once had a party at the Plaza Hotel… your father showed up uninvited & hit on my wife… invited her on his helicopter to Atlantic City.She showed his fat ass the door.#TrumpRussia https://t.co/A8BInetbbZ— Billy Baldwin (@BillyBaldwin) November 23, 2017 Donald Trump MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er með „svarta beltið“ þegar kemur að ásökunum um kynferðislegt misferli. Þetta segir leikarinn Billy Baldwin sem fullyrðir jafnframt að Trump hafi reynt við konuna sína og boðið henni í þyrluferð til Atlantic-borgar. Fréttir um ásakanir um kynferðislega áreitni valdamanna í garð kvenna hafa verið afar áberandi víða um heim undanfarnar vikur. Á meðal þeirra sem hafa verið sakaðir um áreitni er Al Franken, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, vakti athygli á nýjum ásökunum gegn Franken á Twitter. Þrátt fyrir Trump eldri hafi sjálfur verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og áreitni átti sonurinn líklega ekki von á viðbrögðunum sem hann fékk frá einum Baldwin-bræðranna. „Pabbi þinn er með fimmtu gráðu svarta beltisins þegar kemur að ásökunum um kynferðislegt misferli,” tísti Billy Baldwin á móti. Hann er bróðir Alec Baldwin sem hefur meðal annars leikið Trump eldri í gamanþættinum Saturday Night Live við góðan orðstír. Tíst Billy Baldwin til Donalds Trump yngri.Skjáskot Baldwin lét þetta þó ekki nægja heldur rifjaði hann upp sögu af Trump forseta. „Ég hélt einu sinni samkvæmi á Plaza-hótelinu…faðir þinn mætti óboðinn og reyndi við konuna mína…bauð henni í þyrluna sína til Atlantic-borgar,“ tístir Baldwin. Tilburðir Trump virðast þó ekki hafa borið mikinn árangur ef marka má Baldwin. „Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn. Your Dad is a 5th degree black belt when it comes to sexual impropriety allegations.In fact… I once had a party at the Plaza Hotel… your father showed up uninvited & hit on my wife… invited her on his helicopter to Atlantic City.She showed his fat ass the door.#TrumpRussia https://t.co/A8BInetbbZ— Billy Baldwin (@BillyBaldwin) November 23, 2017
Donald Trump MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira