Lengi langað að heimsækja Ísland Guðný Hrönn skrifar 23. nóvember 2017 13:45 Ky-Mani ætlar að heiðra minningu föður síns með tónleikaferðalagi sem hefst á Íslandi. NORDICOHOTOS/GETTY „Ísland hefur lengi verið ofarlega yfir staði sem mig langar að heimsækja,“ segir tónlistarmaðurinn Ky-Mani Marley, stundum kallaður Maestro Marley, sem heldur tónleika hér á landi í janúar en Ísland er fyrsti áfangastaðurinn á tónleikaferðalagi sem hann setti á laggirnar til að heiðra minningu föður síns. Ky-Mani er sonur reggígoðsagnarinnar Bobs Marley en tónlist hans á sér marga aðdáendur hér á landi og Ky-Mani þykir vænt um það. „Þegar ég frétti að margir Íslendingar kunni vel að meta tónlist föður míns, þá fann ég að ég var tilbúinn,“ útskýrir hann.Bob Marley hefði orðið 73 ára í febrúar á næsta ári hefði hann lifað.NORDICPHOTOS/GETTY„Nafn mitt, Ky-Mani, er austur-afrískt að uppruna og þýðir „ferðamaður sem þyrstir í ævintýri“,“ segir Ky-Mani sem elskar að ferðast. Eftir Íslandsheimsóknina verður förinni svo heitið til Mið-Austurlanda og Afríku. Spurður út í hvort hann ætli sér að verja einhverjum tíma á Íslandi í að skoða landið svarar hann játandi. „Klárlega. Ég myndi gjarnan vilja fá tækifæri til að skoða alla fallegu staðina sem ég hef séð í tímaritum og á netinu.“ Planið var ekki að fara í tónlistÞegar Ky-Mani var yngri áttu íþróttir hug hans og hjarta og hann ætlaði sér ekki að feta í fótspor föður síns og vinna við tónlist. En hlutirnir æxluðust þannig að hann fór í tónlist og leiklist.„Í dag er það mér mikill heiður að hafa þessi tengsl við arfleifð hans og tónlist.“ Aðspurður hvort hann álíti sína tónlist eiga mikið skylt við tónlist pabba síns kveðst Ky-Mani í það minnsta vinna með sömu skilaboð og Bob Marley: „One love, one heart, one destiny.“ Ky-Mani tekur fram að tónlist hans eigi sér engin landamæri og ekki sé hægt að flokka hann eingöngu sem reggítónlistarmann. „Ég hef stundum verið skilgreindur sem tónlistarmaður án takmarka vegna þess að ég vinn með svo fjölbreyttar tónlistarstefnur.“ Eins og áður sagði hefur Ky-Mani líka tekist á við leiklist og leikið í nokkrum kvimyndum og þáttum. „Ég nýt þess að vinna í hvoru tveggja [tónlist og leiklist], vegna þess að ég fæ að segja sögur sem ég vona að veiti aðdáendum mínum innblástur. Ég vil hafa bóg fyrir stafni og vera skapandi,“ segi Ky-Mani sem er þessa stundina að vinna að nýrri tónlist ásamt því að skrifa handrit að kvikmynd. „Ég er að skrifa mitt fyrsta handrit og ég hlakka til að byrja í tökum.“ Tónlist Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
„Ísland hefur lengi verið ofarlega yfir staði sem mig langar að heimsækja,“ segir tónlistarmaðurinn Ky-Mani Marley, stundum kallaður Maestro Marley, sem heldur tónleika hér á landi í janúar en Ísland er fyrsti áfangastaðurinn á tónleikaferðalagi sem hann setti á laggirnar til að heiðra minningu föður síns. Ky-Mani er sonur reggígoðsagnarinnar Bobs Marley en tónlist hans á sér marga aðdáendur hér á landi og Ky-Mani þykir vænt um það. „Þegar ég frétti að margir Íslendingar kunni vel að meta tónlist föður míns, þá fann ég að ég var tilbúinn,“ útskýrir hann.Bob Marley hefði orðið 73 ára í febrúar á næsta ári hefði hann lifað.NORDICPHOTOS/GETTY„Nafn mitt, Ky-Mani, er austur-afrískt að uppruna og þýðir „ferðamaður sem þyrstir í ævintýri“,“ segir Ky-Mani sem elskar að ferðast. Eftir Íslandsheimsóknina verður förinni svo heitið til Mið-Austurlanda og Afríku. Spurður út í hvort hann ætli sér að verja einhverjum tíma á Íslandi í að skoða landið svarar hann játandi. „Klárlega. Ég myndi gjarnan vilja fá tækifæri til að skoða alla fallegu staðina sem ég hef séð í tímaritum og á netinu.“ Planið var ekki að fara í tónlistÞegar Ky-Mani var yngri áttu íþróttir hug hans og hjarta og hann ætlaði sér ekki að feta í fótspor föður síns og vinna við tónlist. En hlutirnir æxluðust þannig að hann fór í tónlist og leiklist.„Í dag er það mér mikill heiður að hafa þessi tengsl við arfleifð hans og tónlist.“ Aðspurður hvort hann álíti sína tónlist eiga mikið skylt við tónlist pabba síns kveðst Ky-Mani í það minnsta vinna með sömu skilaboð og Bob Marley: „One love, one heart, one destiny.“ Ky-Mani tekur fram að tónlist hans eigi sér engin landamæri og ekki sé hægt að flokka hann eingöngu sem reggítónlistarmann. „Ég hef stundum verið skilgreindur sem tónlistarmaður án takmarka vegna þess að ég vinn með svo fjölbreyttar tónlistarstefnur.“ Eins og áður sagði hefur Ky-Mani líka tekist á við leiklist og leikið í nokkrum kvimyndum og þáttum. „Ég nýt þess að vinna í hvoru tveggja [tónlist og leiklist], vegna þess að ég fæ að segja sögur sem ég vona að veiti aðdáendum mínum innblástur. Ég vil hafa bóg fyrir stafni og vera skapandi,“ segi Ky-Mani sem er þessa stundina að vinna að nýrri tónlist ásamt því að skrifa handrit að kvikmynd. „Ég er að skrifa mitt fyrsta handrit og ég hlakka til að byrja í tökum.“
Tónlist Mest lesið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira